Leita í fréttum mbl.is

ASÍ vill staðfesta stuldinn

Frétt mbl.is sýnir að ASÍ er ekki í takti við við fólkið í landinu.  Um það þarf ekki að hafa fleiri orð.  Ekki einu sinni fjöldi þeirra sem er í vanda, er á réttu róli hjá þeim.  Mér finnst það sorglegt að sjá að ASÍ vill með aðgerðunum staðfesta stuldinn og leggja blessun sína yfir hann.  Ég vona innilega að stjórnvöld lepji þetta ekki upp eftir þeim.  Það verður stríðsyfirlýsing.

Það er gott og blessað að breyta lögum um greiðsluaðlögun, en að miða allt við þá sem eru yfirskuldsettir og yfirveðsettir er einfaldlega röng nálgun.  Það var brotist inn hjá okkur öllum og það þarf að bæta öllum tjónið.  Hagsmunasamtök heimilanna gera sér grein fyrir að hver og einn verður að bera einhverja "sjálfsábyrgð", en tillögur ASÍ, eins og þær birtast í þessari frétt, eru óásættanlegar.


mbl.is Mæta vanda 10.000 fjölskyldna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er þetta með ASÍ? Af hverju geta þeir ekki verið málsvari fólksins í landinu. Þetta er óskiljanlegur heigulsháttur. Stöðuleikasáttmálinn er nú bara grín og svo kannast þeir varla við hvernig efnahagur heimilanna er komin. Fyrir hverja starfa þessir menn, þetta eru jú allt mannanna verk?

Margrét (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 08:07

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Finnst þér það skrýtið ?  - er ekki aðalmaðurinn stjórnarmaður í ótilgreindum Tortóla-Skúffufyrirtækjum ? 

Hann hefur engan áhuga á því að berjast fyrir kjörum okkar landsmanna.

Sigurður Sigurðsson, 24.9.2009 kl. 08:21

3 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Sorgleg staða! Verkalýðshreyfing sem ætti að styðja við heimilin í landinu er svo fast límd við afturenda ríkisstjórnar að það er allt gott sem þaðan kemur.  Það virðist vera í lagi að um það bil helmingur fjölskyldna í landinu á varla til hnífs og skeiðar þegar búið er að greiða af lánum, tryggingar og fasteignagjöld.  Það er ekki skilgreint hvar greiðsluvandi byrjar, er það þegar heimilin eiga fyrir fyrrgreindum liðum eða þurfa heimilin að eiga afgang til að lifa? inn í þann lið gæti talist matur heilbrigðisþjónusta, kostnaður við skólagöngu barna, og svo má lengi telja.  Það þarf líka að meta þann kostnað sem hlýst af gjaldþrotum fjölda heimila

Spurningin er: Hvar verður þjóðin þann 1. okt n.k. þegar alþingi verður sett? Síðast þegar skilaboðum var komið til alþingis við setningu þings, hafði það áhrif(góð eða slæm skiptir ef til vill ekki máli), er ekki rétt að endurtaka leikinn láta vita að þjóðin á á barmi örvæntingar og við því er ekki ráð að stinga hausnum í sandinn og bara bíða.

Vonast til að sjá svona 60 - 80 þúsund manns mér við hlið, ef til vill með spjöld sem letrað er á krafa almennings.

Niðurfelling skuldaaukans eða hækkun launa um 20% 

Kjartan Sigurgeirsson, 24.9.2009 kl. 08:59

4 identicon

Sæll Marinó, við vissum það allan tímann að ASÍ er eingöngu að vinna fyrir fjármagnseigendur. Þeir hafa ALDREI viljað leiðrétta skuldir heimilanna.  Það er skelfilegt að SA og ASÍ, sem eru nánast sömu samtökin, skuli vera að semja fyrir heimilin.

Við munum þurfa að blæða áfram, þeir munu kreista síðasta blóðdropann úr okkur.  Erlendis eru menn alveg gáttaðir á því hvað Íslenskur almenningur lætur bjóða sér.  Gylfi er helsti varðhundur víðtækrar verðtryggingar og vill ekkert gefa eftir. Ég sendi honum tölvupóst s.l. vetur og stakk upp á að nefndin hans myndi álykta að taka vissa hluti út úr verðtryggingunni meðan mesti kúfurinn gengi yfir vegna gengishrunsins.  Hann sagði NEI ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ TAKA NEITT ÚT ÚR VÍSITÖLUNNI.

Margrét Ólafsd. (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 09:03

5 identicon

ASÍ staðfestir líka það sem maður hefur upplifað síðustu 12 mánuðina. Það er enginn að berjast fyrir hagsmunum almennings í landinu, ránið skal standa. Mesta eignaupptaka í sögu landsins skal standa. Frjárstreymið er bara í eina átt, frá almenningi og inn fyrir skjaldborg fjármálafyrirtækjana.

sr (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 09:03

6 Smámynd: Jón Svan Sigurðsson

Marinó.....varstu nokkuð að hlusta Í bítið á Bylgjuni í morgun þar sem Atli Gíslason og Pétur Blöndal voru að ræða skuldir heimiliana? Pétur sagðist fyllast bjartsýni eftir þessa könnun sem HH gerðu þar sem einungis 18% almennings eru í vanda. Svo kom Atli inn og sagði að það sé búið að mála ástandið miklu svartara en það er og að í raun segir þessi könnun að einungis 8% landsmanna sé í verulegum vanda og þeim þarf að hjálpa. Ég bara spyr er þetta ekki orðin vonlaus barátta? Að hlusta á þessa menn á sitthvorum pólnum í pólitík og báðir algjörlega blindir á ástandið og í raun veruleikafyrtir, gefur mér enga von. Og það sem manni svíður en meira er að þessir menn og þessir pólitíkusar ætla að samþykkja þjófnaðinn sem framin hefur verið á fólkið í landinu. Við komumst aldrei nær lausn með svona fólk við stjórnvöldin og ASÍ sem er bara politískt apparat og gagnslaust. AF HVERJU ERU STJÓRNVÖLD AÐ FUNDA MEÐ SAMTÖKUM ATVINNUREKANDA OG ASÍ ÚTAF SKULDAVANDA HEIMILANA??? HVAR ER SAMRÁÐIÐ VIÐ FÓLKIÐ OG HAGSMUNASAMTÖK ÞEIRRA EINS OG HH????????  Vonlaust dæmi og ég get lofað því að allar aðgerðir ríkisstjórn íslands ganga út á það að festa fólk í skuldafangelsi og knýja það í að borga þjófnaðinn. Frekar flýr maður land!

Jón Svan Sigurðsson, 24.9.2009 kl. 09:16

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jón Svan, ég hlustaði ekki á þessa ágætu menn.  Þeir misskilja hlutina illilega.  Ekki var spurt hvort fólk væri í vanda.  Spurt var hvað lýsti stöðu fólks best.  Það eru öll heimili í landinu búin að breyta neyslumynstri sínu stórlega til þess að mæta hækkun vöruverðs, aukinni greiðslubyrði lána og lækkandi tekjum.  Að fólk skuli með naumindum, þrátt fyrir allt þetta, ná endum saman, segir mér að vandi þeirra er mikill.  Kaup og kjör í landinu eiga ekki að vera þannig að 37% þjóðarinnar þurfi að sætta sig við að ná með naumindum endum saman.  Við spurðum ekki hvort fólk hefði skorið niður nauðsynleg útgjöld eða hvort hluti lána væri í frystingu.  Það væri fróðlegt að setja fram ítarlegri spurningalista, en HH getur ekki leyft sér slíkt af fjárhagsástæðum. 

Ég myndi gjarnan vilja fá svör við eftirfarandi spurningum:

  1. Hversu sammála eða ósammála ertu eftirfarandi fullyrðingu:  Fjölskyldan hefur þurft að draga verulega úr neysluútgjöldum síðustu 12 mánuði.
  2. Hversu sammála eða ósammála ertu eftirfarandi fullyrðingu:  Greiðslubyrði lána, þ.e. afborganir og vextir, hafa hækkað verulega síðustu 12 mánuði.
  3. Hvert af eftirfarandi lýsir þest stöðu þíns heimilis: 
    1. Fjárhagsstaða heimilisins hefur breyst til hins verra síðustu 12 mánuði. 
    2. Fjárhagsstaða heimilisins hefur lítið breyst síðustu 12 mánuði. 
    3. Fjárhagsstaða heimilisins hefur batnað síðustu 12 mánuði.
  4. Hvert af eftirfarandi lýsir þeim aðgerðum sem heimilið hefur beitt undanfarna 12 mánuði varðandi afborganir lána: 
    1. Öll lán eru greidd á tilsettum tíma. 
    2. Hluti lána hefur verið greiddur á tilsettum tíma, en greiðslur annarra dregist fram yfir eindaga.
    3. Ekki hefur verið hægt að greiða af lánum á tilsettum tíma, en það er gert eftir bestu getu.
    4. Hluti lána hefur verið frystur eða farið með í gengum skilmálabreytingar til að lækka greiðslubyrði tímabundið.
    5. Öll lán eru í frystingu eða hafa farið í gegnum skilmálabreytinga til að lækka greiðslubyrði tímabundið.
    6. Ekki er greitt af lánum, þar sem tekjur duga ekki fyrir því.
    7. Ekki er greitt af lánum, þar sem við teljum það ekki skynsamlegt og/eða viljum nota peningana í annað.
Ég gæti svo sem haldið áfram, en það sem ég er að benda á, að spurningarnar sem við lögðum fyrir í skoðunarkönnuninni gefa ekki tilefni til þeirrar túlkunar sem Pétur og Atli komu með.

Marinó G. Njálsson, 24.9.2009 kl. 09:52

8 Smámynd: Jón Svan Sigurðsson

Nei einmitt. Ég var ekki heldur að átta mig á hvernig þeir fengu þessar niðurstöður. En það er enmitt málið.......þeir sjá bara það sem þeir vilja sjá. Tunnelvision heitir það á ensku.
By the way.....þið hjá HH standið ykkur frábærlega. Ég persónulega upplifi það svo sterklega að þið eruð þeir einu sem eru að berjast fyrir réttlætinu. Eflaust eru fleiri en þið eru vel skipualagðir og koma ykkar (okkar) málum vel á framfæri. Því miður þá vilja stjórnvöld bara ekki hlusta. Þetta er auðvitað ekkert nema dónaskapur hvernig Árni Páll hefur ekki svarað ósk ykkur um að fá að sitja við borðið þegar reynt er að finna lausn á vanda heimilana.

Jón Svan Sigurðsson, 24.9.2009 kl. 10:16

9 Smámynd: Rafn Gíslason

Marinó það hefur verið ljóst fyrir löngu að forustu menn veraklíðsfélagana í landinu er flestir meðlimir í Samfylkingunni og tilheyra svokölluðum veraklíðsarmi þeirrar hreyfingu, það kemur því ekki á óvart að ASÍ gangi erinda ríkisstjórnarinnar í málum svo sem ESB og að það sé gjörsamlega lamað í aðgerðum sínum fyrir meðlimi stéttarfélagana. Það er komin tími til að hreinsa til í Íslenskum stéttarfélögum þar sem stjórnendur þeirra eru gjörsamlega úr takt við það fólk sem þeir eiga að vinna fyrir og eru dæmin um laun og kjör þessara manna gott dæmi um það. Það er farið að líta á kjaramál hjá stjórnendum stéttarfélaga í anda fyrirtækis í stað þess sem þau eiga að vera.

Rafn Gíslason, 24.9.2009 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 1679966

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband