Leita í fréttum mbl.is

30% er stórkostlegt

Mér finnst það stórkostlegt að ríflega 30% aðspurðra segðust tilbúnir að fara í greiðsluverkfall.  Höfum í huga að þetta er aðgerð sem aldrei hefur verið farið í fyrr og því framandi fyrir fólki.  Þessi tala 30% er mun hærra hlutfall, en við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna áttum von á.  Fólk var að gæla við tölur frá 5% og upp í besta falli 20%.  30% eða ígildi 75.000 manns er því langt umfram okkar björtustu vonir.  Takk fyrir undirtektirnar.

Tekið skal fram að Hagsmunasamtök heimilanna hafa fengið mikið af upphringingum og tölvupósti frá ólíklegustu aðilum, þar sem lýst er yfir stuðningi við aðgerðirnar.  Meðal annars innan úr bönkunum!  Fólk er orðið þreytt á úrræðaleysi stjórnvalda og vill sjá eitthvað gerast.  Það vill almennar aðgerðir, sem bæta sem flestum það tjón sem fáeinir einstaklingar ollu almennum lántakendum. 


mbl.is Innan við þriðjungur tilbúinn í greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Gott hjá ykkur..En skrítinn fréttaflutningur...orðalagið, innan við þriðjungur..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 22.9.2009 kl. 09:57

2 identicon

Sæll - ég er alveg sammála, ég hjó einmitt eftir þessu í fréttaflutningnum. Mér finnst þriðjungur ótrúlega hátt hlutfall!

Ninna (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 10:28

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Gallin við það að stór hópur taki þátt í greiðsluverkfalli til að styðja við kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna um að færa vístiöluna aftur til janúar 2008 er sá að ef farið verður eftir því mun það leiða til fjölgunar á gjaldþrotum heimila, fjölgunar heimila, sem eiga ekki fyrir mat eða námsgögnum fyrir börnin og aukins fjólksflótta frá landinu.

Ég hef útskýrt það af hverju þetta er á gloggsíðunni minni og má finna þær útskýringar hér:

http://siggimaggi.blog.is/blog/siggimaggi/entry/952684/#comments

Sigurður M Grétarsson, 22.9.2009 kl. 21:14

4 Smámynd: Guðmundur Andri Skúlason

Bara benda á, að ef við náum í þessum málum að standa saman, öll sem eitt, með eitt vel skilgreint markmið í einu, þá getum við allt.

Allir, sem vettlingi geta valdið og annt er um hag sinn í framtíðinni eiga því að gera eftirfarandi þann 1. okt.

1. Taka allt lausafé út af reikningum sínum. Þeir sem eru með yfirdrátt setja hann í hvínandi botn.

2. Greiða enga reikninga fyrr en þann 15. október. ENGA.

3. Fylgjast með að bankinn setji ykkur ekki á fit vegna skuldfærslna, en banka er óheimilt að skuldfæra af reikningi sé ekki innistæða fyrir hendi.

4. Endurtaka leikinn næst þegar Hagsmunasamtök heimilanna boða aðgerðir.

Bendi að lokum þeim sem skulda Frjálsa fjárfestingabankanum að kynna sér aðgerðir gegn bankanum á gandri.wordpress.com

Sorrý Marinó að misnota síðuna þína í þessum tilgangi... En hagsmunirnir eru jú sameginlegir.. :)

Guðmundur Andri Skúlason, 22.9.2009 kl. 23:11

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég tek þátt með því að taka allt lausafé út í bankanum mínum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.9.2009 kl. 01:08

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já þarna hefur náðst breið samstaða með markvissum og málefnalegum aðgerðum. Ekki með pottum og pönnum. Það verður athyglisvert að fylgjst með framvindu málsins og aðgerðum stjórnvalda í framhaldinu. Borgarahreyfingin hefði betur látið framboðsmálin eiga sig og tekið þess í stað einhvert mikilvægt mál upp á sina arma og unnið að því af viðlíka festu og HH. Til hamingju með það sem komið er.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.9.2009 kl. 01:09

7 Smámynd: Billi bilaði

Komdu sæll, Marínó.

Mér dettur í hug að spyrja hér, þó ekki sé skýr tenging við færsluna:

Hefur komið upp sú staða, það þú eða HH vita til, að fasteign hafi verið seld á verði undir veðsetningarhlutfalli? Ég var að velta fyrir mér hvort það væri leysanleg staða. Myndu veðeigendur samþykkja þannig sölu? (Þ.e. geta þeir ekki staðið í vegi fyrir henni með því að neita að aflétta veðum?)

Sé ég að spyrja á röngum stað, þá vísarðu mér kannski á betri.

Bestu kveðjur,

Billi bilaði, 23.9.2009 kl. 23:06

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Billi, já, ég veit af slíku, en þá varð seljandinn að greiða bankanum mismuninn.  Í því tilfelli voru það 6,5 milljónir.  Ég hef ekki heyrt af neinum tilfellum, þar sem bankinn hefur samþykkt sölu undir veðsetningu og sjálfur gefið eftir hluta af láninu.  Þess vegna teljum við hjá HH að skoða þurfi miklu meira en bara núverandi eigendur.  Þeir sem urðu fyrir tjóninu eiga að fá að bætt.

Marinó G. Njálsson, 23.9.2009 kl. 23:17

9 Smámynd: Billi bilaði

Takk fyrir svarið.

Bankinn þarf náttúrlega ekki að fella niður lánið, heldur bara veðið. En ég sé þá varla gera það nema annað veð fáist, og það betra, þannig að þeir sem ekki geta greitt mismuninn strax, eða fært veðið, eru í raun komnir í vistarband hjá bönkunum.

Bestu kveðjur,

Billi bilaði, 23.9.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 1680564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband