11.9.2009 | 09:55
Gjaldþrot Seðlabankans stærsti bitinn
Þetta eru forvitnilegar tölur sem birtar eru í Hagtíðindum. Ef ekki hefði verið fyrir gjaldþrot Seðlabankans, þá værum við í þokkalegum málum. Það kostaði ríkissjóð ríflega 192 milljarða að bjarga Davíð og co úr snörunni og munið að þeim fannst samt ekki þörf á því að víkja sæti.
Það hefur mikið verið talað um stórgjaldþrot einstakra útrásarfyrirtækja og -einstaklinga, en hér höfum við það svart á hvítu. Gjaldþrot Seðlabanka Íslands er stærsti skellurinn sem íslenskir skattborgarar þurfa að bera í bili að vegna hruns bankakerfisins!
Það hefur verið talað um óábyrg útlán Landsbankans, þar sem safnað var fé inn á Icesave til að nota í útlán vitandi um bakábyrgð íslenska tryggingasjóðsins. En hér er það Seðlabanki Íslands sem stefndi sjálfum sér í þrot með óábyrgum útlánum og það sem meira er tók nokkra minni aðila með sér í fallinu. Munurinn á Seðlabankanum og öðrum fjármálastofnunum, er að Seðlabankinn er með 100% ríkisábyrgð. Það er alveg sama hversu óvarlega bankinn fer með fé sitt, ríkið kemur alltaf til bjargar.
Séu þessar upplýsingar skoðaðar í samhengi ýmissa ummæla fyrrverandi formanns bankastjórnar Seðlabankans, þá verða ummæli hans hjákátleg. Ekki að ég ætli að kenna honum einum um þetta, en hver Íslendingur þarf að greiða 640.000 kr. vegna þessa klúðurs Seðlabankans. Fyrir mína fjölskyldu gerir það þrjár milljónir átta hundruð og fjörtíu þúsund krónur (3.840.000 kr.). Það sem meira er. Ekki er víst hvort öll kurl séu komin til grafar.
200 milljarða í mínus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 31
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 228
- Frá upphafi: 1679923
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 205
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ótrúlegar upphæðir!
Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.9.2009 kl. 10:40
Seðlabanki Íslands er sá eini í heiminum sem hefur orðið gjaldþrota.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.9.2009 kl. 10:46
Blessuð sé minning dabba kóngs og jámanna hans. Guð veri sálu þeirra miskunsamur.
kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 11.9.2009 kl. 21:12
Hvað getur maður sagt. Allar þessar staðreyndir blasa við á meðan fleiri þúsundir kjósenda halda áfram að kjósa hrunflokkana. Afsakið meðan ég æli.
sr (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.