Leita í fréttum mbl.is

Gjaldþrot Seðlabankans stærsti bitinn

Þetta eru forvitnilegar tölur sem birtar eru í Hagtíðindum.  Ef ekki hefði verið fyrir gjaldþrot Seðlabankans, þá værum við í þokkalegum málum.  Það kostaði ríkissjóð ríflega 192 milljarða að bjarga Davíð og co úr snörunni og munið að þeim fannst samt ekki þörf á því að víkja sæti. 

Það hefur mikið verið talað um stórgjaldþrot einstakra útrásarfyrirtækja og -einstaklinga, en hér höfum við það svart á hvítu.  Gjaldþrot Seðlabanka Íslands er stærsti skellurinn sem íslenskir skattborgarar þurfa að bera í bili að vegna hruns bankakerfisins!

Það hefur verið talað um óábyrg útlán Landsbankans, þar sem safnað var fé inn á Icesave til að nota í útlán vitandi um bakábyrgð íslenska tryggingasjóðsins.  En hér er það Seðlabanki Íslands sem stefndi sjálfum sér í þrot með óábyrgum útlánum og það sem meira er tók nokkra minni aðila með sér í fallinu.  Munurinn á Seðlabankanum og öðrum fjármálastofnunum, er að Seðlabankinn er með 100% ríkisábyrgð.  Það er alveg sama hversu óvarlega bankinn fer með fé sitt, ríkið kemur alltaf til bjargar.

Séu þessar upplýsingar skoðaðar í samhengi ýmissa ummæla fyrrverandi formanns bankastjórnar Seðlabankans, þá verða ummæli hans hjákátleg.  Ekki að ég ætli að kenna honum einum um þetta, en hver Íslendingur þarf að greiða 640.000 kr. vegna þessa klúðurs Seðlabankans.  Fyrir mína fjölskyldu gerir það þrjár milljónir átta hundruð og fjörtíu þúsund krónur (3.840.000 kr.).  Það sem meira er.  Ekki er víst hvort öll kurl séu komin til grafar.


mbl.is 200 milljarða í mínus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ótrúlegar upphæðir!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.9.2009 kl. 10:40

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Seðlabanki Íslands er sá eini í heiminum sem hefur orðið gjaldþrota.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.9.2009 kl. 10:46

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessuð sé minning dabba kóngs og jámanna hans. Guð veri sálu þeirra miskunsamur.

kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 11.9.2009 kl. 21:12

4 identicon

Hvað getur maður sagt. Allar þessar staðreyndir blasa við á meðan fleiri þúsundir kjósenda halda áfram að kjósa hrunflokkana. Afsakið meðan ég æli.

sr (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 31
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 228
  • Frá upphafi: 1679923

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 205
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband