10.9.2009 | 18:00
Nýja-Kaupþing krafsar í bakkann
Heldur finnst mér hún aum vörnin sem Nýja Kaupþings heldur uppi í þessu máli:
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, segir í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 38 frá árinu 2001, að ekki sé heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Það er hins vegar löglegt að veita lán í erlendum gjaldmiðli. Slík lán bera erlenda vexti en skuldbindingar í íslenskum krónum bera íslenska vexti.
Ef það eiga að vera öll rökin að það velti á hvert vaxtaviðmiðið er hvort fjárskuldbinding er í íslenskum krónum eða ekki, þá velti ég því fyrir mér hvers vegna er þá verið að tala um "gengistryggingu" og "gengisviðmið" í mörgum þessara lánasamninga. Og þegar um er að ræða blandað lán, þ.e. að hluta með viðmið í íslenskum krónum og hluta í erlendum gjaldmiðli, hvar fellur það inn í þessa skilgreiningu Nýja Kaupþings.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa fengið munnleg álit fjölmargra lögmanna og lögfræðinga um þetta mál. Ef samtökin væru nægilega fjársterk, þá hefðum við óskað eftir skriflegum rökstuðningi og greitt fyrir hann. Við höfum líka heimildir fyrir því að gert sé ráð fyrir því að gengistryggð lán heimilanna verði flutt frá gömlu bönkunum til þeirra nýju með allt að 50% afslætti. Hvers vegna skyldi það vera? Ætli það sé vegna þess að menn efast um lögmæti lánanna? Spyr sá sem veit ekki.
Engin gjaldeyrislán hjá Nýja-Kaupþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 1680564
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég er nú sv greindarskert að ég skil ekki þessa yfirlýsingu KB banka?
Veit um fullt af erlendum lánum hjá þeim, en auðvitað fyrir FALLIÐ! Á það að hvítþvo alla bankana að það hafi orðið hrun 8. okt 2008?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.9.2009 kl. 21:28
Samkvæmt lánasamningum á að vera unnt að breyta körfunni þannig að menn geti hliðrað til myntum. Það eitt og sér var tekið út þegar bankarnir féllu þannig að fólk gat ekki losað sig við JPY hluta lánanna og sat uppi með gríðarlegt fall.
Nokkuð viss um að þetta eitt og sér ætti að duga til að vinna mál gegn bankanaum. Hvað heldur þú Marinó ?
Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 08:48
Björn, alveg frá því að ég fjallaði fyrst um þetta í febrúar hef ég verið sannfærður um að maðkur væri í mysunni. Orðaleikir skila mönnum sjaldnast neitt, eins og þú bendir á. Lánið getur ekki verið japönsk skuldbinding, ef hægt er að skipta um mynt hvenær sem er.
Ég hef fengið munnleg álit nokkurra lögfræðinga, auk þess sem nokkrir aðrir hafa komið með skoðun sína fram í fjölmiðlum. Allir þessir aðilar eru á einu máli um að verið var að brjóta lög. Það er líka merkilegt, að þeir sem þó hafa risið upp bönkunum til varnar hafa ekki kmoið með nein haldgóð rök.
Marinó G. Njálsson, 11.9.2009 kl. 08:58
Þetta eru bara bull rök eins og venjulega hjá bönkunum.
Þetta eru og voru alltaf Íslensk krónulán en með gengisviðmiði sem er ólöglegt samkvæmt lögunum um vexti og verðtryggingu. Það er hinsvegar ekki bannað að lána mönnum á neikvæðum raunvöxtum þannig að bankarnir geta ekki breytt þessu eftir á.
Þetta eru og voru IKR lán með 2-4% vöxtum og aðeins á að miða við gengi á tökudegi, þannig eru menn með góð vaxtakjör í IKR og allt sem umfram hefur verið greitt er aðeins innborgun á höfuðstól frá greiðsludegi að telja.
Þetta er eina leiðinn til að lenda málinu eftir að lánin verða dæmd ólögleg, þ.e. gegnisþáttur þeirra.
Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.