10.9.2009 | 15:21
Svikamylla bankanna
Ég hef verið að bíða eftir þessari kæru í nokkurn tíma, en satt best að segja, þá hef ég ekki skilið af hverju Fjármálaeftirlitið og efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hafi ekkert gert í málinu hingað til.
Þegar gengistryggð lán voru fyrst boðin á markaði, þá var farið mjög leynt með þau. Það var líklegast á haustdögum 2003 sem fyrstu lánin voru veitt til einstaklinga. Byrjað var að bjóða bankastarfsmönnum þessi lán í bakherbergjum bankanna, í kjölfarið komu djarfir einstaklingar utan bankanna og loks stóð þetta öllum til boða. Ástæðan fyrir því að fólk sótti í svona lán var einföld: Gengið var stöðugt og vextir lágir. Áhættan af lántökunni virtist lítil, þar sem allar spár bentu til þess að hér yrði þokkalegur stöðugleiki í langan tíma. Einnig, ef maður skoðað þróun gengis aftur í tímann, þá kom í ljós að þó svo gengið hefði vissulega lækkað nokkuð taktfast, þá var sú lækkun ekki nema á bilinu 1,5-2,0% á ári að jafnaði. Að taka lán í lágvaxtamyntum með jafnvel 2,5-3,5% vaxtaálagi var því alltaf betri kostur, en að taka verðtryggt íslenskt lán. Stærsti kosturinn var náttúrulega sá, að í hvert sinn sem greitt var af láninu, þá lækkaði höfuðstóll þess.
Þetta var svo sem allt í lagi, þar til bankarnir hófu útrás sína að alvöru. Nú þurftu þeir allt í einu meira fé til að lána út. Þá var svikamyllan búin til í formi jöklabréfa.
Er einhver sem skilur hvernig standi á því að útgreiðsla jöklabréfa hefur svona mikil áhrif á gjaldeyrisforða þjóðarinnar? Það eru jú erlendir aðilar sem standa að banki jöklabréfunum, þ.e. gáfu þau út, og því ættu erlendir aðilar að greiða afborganirnar. Ekki voru menn að gefa út skuldabréf á Íslandi til að geyma peninginn hér á landi? Nei, útgáfa jöklabréfanna var til þess gerð að fá lánaða peninga til að nota. Það voru tvær leiðir fyrir menn að hagnast á því. Önnur var að gera vaxtaskiptasamninga og hin að treysta á að krónan myndi veikjast verulega.
Höfum fyrst á hreinu að jöklabréfin voru hugmynd íslensku bankanna. Þá vantaði krónur til að lána út hér á landi og einnig erlendan gjaldeyri til að lána út erlendis. Það sem íslensku bankarnir gerðu má lesa í lýsingu Gylfa Magnússonar á Vísindavefnum:
Í grundvallaratriðum er enginn munur á jöklabréfum og skuldabréfi sem íslenskur banki hefur gefið út í sömu mynt, nema hvað útgefandinn er erlendur í öðru tilfellinu og innlendur í hinu. Í báðum tilfellum á sá sem kaupir bréfið kröfu á útgefandann um greiðslu á vöxtum og höfuðstól í íslenskum krónum. Erlendir aðilar hafa hins vegar yfirleitt ekki mikinn áhuga á að skulda í krónum og þurfa þar með bæði að búa við gengisáhættu og háa vexti. Því semja útgefendur jöklabréfa alla jafna við íslenskan banka um vaxta- og gjaldmiðilskipti. Með því er átt við að íslenski bankinn tekur að sér að greiða vexti og afborganir í krónum. Íslenski bankinn tekur á sama tíma lán í erlendri mynt sem útgefandi jöklabréfsins tekur að sér að greiða af í staðinn. Íslenski bankinn fær síðan krónurnar sem fengust fyrir sölu jöklabréfsins en útgefandi jöklabréfsins fær andvirði erlenda lánsins. Alla jafna eru reyndar ýmsir milliliðir í þessu ferli en það breytir lítt heildarmyndinni og verður hlutverk þeirra því ekki rakið hér.
Hér erum við með þá stöðu, að erlendir aðilar gáfu út jöklabréfin. Kaupendur voru ýmsir aðilar, bæði erlendir og innlendir. Íslensku bankarnir tóku að sér a selja bréfin og líka að greiða þau til baka. Á móti tóku íslensku bankarnir erlend lán, sem útgefendur jöklabréfanna taka að sér að greiða. Hvor um sig tekur því áhættu í eigin mynt þó lánin/skuldabréfin séu í mynt annars lands.
Peningarnir sem komu inn í íslensku bankana með jöklabréfunum voru m.a. notaðir til að lána út gengistryggð lán til innlendra aðila. Þó upphaflega skuldbindingin hafi verið í erlendri mynt, þá er endurgreiðslan í íslenskum krónum, en ekki erlendum gjaldeyri. Þarna er verið að stilla upp svikamyllunni.
Svikamyllan sjálf gekk út á að upphæðin sem við (almenningur) skuldum í CHF, EUR, USD eða JPY yfirfært á núverandi gengi, er ekki sama upphæð og bankarnir skulda vegna þessara útlána. Hún var það til að byrja með meðan gengið var stöðugt, en það stóð aldrei til að halda því stöðugu. Markmiðið var alltaf að festa sem flesta í netinu meðan gengið var sterkt og síðan að láta gengið gossa. Og það gekk eftir. En við það jukust ekki skuldir bankanna. Þeir voru jú búnir að gera vaxtaskiptasamninga við erlenda útgefendur jöklabréfanna. Skuldir bankanna, sem stóðu að baki stórum hluta gengistryggðra útlána til einstaklinga og fyrirtækja, voru í íslenskum krónum!
Ég efast um að menn hafi ætlað að láta hlutina fara jafn illa og raun ber vitni. Bankarnir hefðu líklegast komist upp með þetta, ef gengið hefði bara lækkað um 5-10%, en ekki 40-50%. Þeir féllu því á eigin bragði.
Kaupþing kært fyrir stórfelld fjársvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.