Leita í fréttum mbl.is

Ólöglegt fjármögnunarokur

Það jákvæða við þetta fyrir skuldarana er að gengistryggð lán eru ólögleg. Samkvæmt greinargerð með frumvarpi að lögum nr. 38/2001 um vexti og verðbætur er tekið skýrt fram að EKKI er “heimilt að tengja skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla”. Nú þýðir ekki fyrir lánveitandann að hártoga og segja að lánið sé ekki skuldbinding í íslenskum krónum. Nær án undantekninga, þá var sótt um lánið í íslenskum krónum, lánið var greitt út í íslenskum krónum, höfuðstóllinn er reiknaður út frá íslenskum krónum, gengisviðmiðunin er gerð út frá íslenskum krónum, afborganir eru rukkaðar í íslenskum krónum og greiðslan fer fram í íslenskum krónum. Lántakandi meðhöndlar aldrei erlendan gjaldeyri, það gerir lánveitandinn ekki heldur og enn síður bílasalinn. Og nefnið mér svo einhvern sem hefur tekið lán upp á 12.562,5 USD eða 1.345.978 jen. Slíkar tölur eru greinilega umbreyting á íslenskri upphæð yfir í gengisviðmiðun til að búa til gengistryggingu.

Það er eingöngu heimilt að verðtryggja íslenskar fjárskuldbindingar við vísitölu neysluverð og síðan hlutabréfavísitölur innlendar og erlendar eða sambland þeim báðum. Gengisviðmið er verðtrygging sem tengd er við dagsgengi erlendra gjaldmiðla, þ.e. tengd verði erlendra gjaldmiðla. Það er eingöngu heimilt samkvæmt 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 að nota verðtryggingu sem miðar við VNV og hlutabréfavísitölur. Þessi regla er ófrávíkjanleg samkvæmt 1. og 2. gr. laganna. Af þessari ástæðu er nauðsynlegt fyrir skuldara að láta á réttarstöðu sína. Það þarf að fara með svona mál fyrir dómstóla og fá úr því skorið hvort samningar og að ég tali nú ekki um uppgjör bílalánafyrirtækjanna standast íslensk lög.

Ég geri mér grein fyrir að fólk valdi það oft af fúsum og frjálsum vilja að taka lánin með þessum tengingum. En verið var að bjóða því ólöglega vöru sem fólk þáði í góðri trú ekki vitandi betur. Þegar slíkt gerist, þá gilda alls konar riftunarákvæði og ógildingarákvæði laga, svo sem samningalaga nr. 7/1936 og laga nr. 46/2005 um fjárhagslegar tryggingaráðstafanir. Ég gæti örugglega nefnt fleiri. Það sem ég skil ekki er, af hverju hefur fólk, sem lent hefur í furðuuppgjöri bílalánanna, ekki látið reyna á uppgjörið fyrir dómstólum? Nú hlýtur það að fara að gerast.


mbl.is Allt að 12 milljón króna bílalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú virðist hafa sambönd við svona skuldara - af hverju ertu ekki búinn að koma einhverjum þeirra í dómsmál um þetta?   Það hlýtur að vera fyrsta skrefið! 

Ragnar

Ragnar Eiriksson (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 12:21

2 Smámynd: Haukur Baukur

Rak augun í eftirfarandi texta í almennum skilmálum bílasamninga SP-Fjármögnunnar:

Sé leigugjald í lið III, gengistryggt að hluta eða að öllu leiti er miðað við breytingar á gengi þeirra erlendu gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni á samningstímanum.  Á útgáfudegi hvers leigureiknings taka einstakar leigugreiðslur því breytingum til hækkunar eða lækkunar miðað við sölugengi hinna erlendu gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni.  Jafnframt taka leigugreiðslurnar breytingum miðað við vexti erlendu gjaldmiðlanna á millibankamarkaði í London (LIBOR). Leigufjárhæðin er hins vegar alltaf innheimt í íslenskum krónum.  Við útreikning á leigu skal miða við skráð sölugengi Sparisjóðabanka Íslands ehf, á viðkomandi gjaldmiðli/eða gjaldmiðlum eins og það er á hverjum tíma.

Haukur Baukur, 31.8.2009 kl. 13:20

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ragnar, ég hef einbeitt mér að hagsmunabaráttu vegna húsnæðislána og þar eru mál í gangi sem munu leiða til málaferla.  Ég er bara að benda fólki á, sem er í þessum vanda að þarna eru ýmsar brotalamir sem það getur nýtt sér.

Haugurinn bloggar, þetta er nákvæmlega það sem er ólöglegt samkvæmt 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 og því ætti að vera borðleggjandi að vinna svona mál fyrir dómi.

Marinó G. Njálsson, 31.8.2009 kl. 14:25

4 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Þetta er auðvitað nákvæmlega rétt hjá þér Marinó. Bróðir minn stendur í því þessa dagana að láta skoða lögmæti þessara bílasamninga SP á sömu forsendum og þú ert að skrifa hér.

Það sem ég velti fyrir mér er þetta: ok, þetta eru kölluð erlend lán þó þau séu að öllu leyti í íslenskum krónum (meira að segja yfirlitin eru víst í ISK). En afþví að þau eru langflest til lengri tíma en 5 ára er þá ekki SKYLDA að verðtryggja þau? Þannig að ekki aðeins hafa þeir tengt íslenskar krónur við dagsgengi gjaldmiðla heldur líka lánað út í ISK til lengri tíma en 5 ára, ÁN þess að verðtryggja?

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 31.8.2009 kl. 17:27

5 identicon

Sæll, gætir þú komið mér í samband við einhvern sem er þegar að kanna lögmæti þessara bílasamninga?

Dísa (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 17:19

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Dísa, ég veit að hann Björn Þorri Viktorsson er að skoða þessi mál.  Sendu honum póst á bjorn@llaw.is og sjáðu hvort hann geti aðstoðað þig.  Það eru vafalaust einhverjir aðrir lögfræðingar að sinna þessu, en hann er sá eini sem ég veit um.

Marinó G. Njálsson, 8.9.2009 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 195
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 176
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband