28.8.2009 | 08:58
Greiðsluverkfall er til að knýja fram réttlæti
Síðustu 80 ár eða svo hefur verklýður á Íslandi nýtt sér verkfallsvopnið til að knýja fram sanngjarna úrlausn sinna mála. Þegar launagreiðendur hafa ekki hlustað á kröfur launafólks um betri aðbúnað, betri starfskjör og betri lífeyrisrétt, þá hafa verkalýðsfélög haft þann möguleika að lýsa yfir verkfalli. Þetta hefur þótt sjálfsagður réttur enda hefur notkun verkfallsvopnsins nýst vel í baráttunni fyrir bættum kjörum.
Ég er viss um að atvinnurekendur á hverjum tíma hafa talið þessa baráttu launafólks fyrir bættum kjörum vera barátta þar sem verið var "að búa til nýtt réttlæti til að mæta óréttlæti" og þeim hafi fundist það "ekki raunhæft".
Skoðum orð forseta Alþýðusambandsins og setjum þau í annað samhengi. Haft er eftir Gylfa:
Ef á að finna lausn á því óréttlæti að lán landsmanna hafi hækkað þá er sú lausn ekki til. Persónulegt stríð við lánastofnun er ekki skynsamlegt. Ég óttast að fólk sem fari þessa leið lendi í enn meiri vanda.
Og svona líta þau út í breyttu samhengi:
Ef á að finna lausn á því óréttlæti að kaupmáttur launamanna hafi lækkað þá er sú lausn ekki til. Persónulegt stríð við atvinnurekendur er ekki skynsamlegt. Ég óttast að fólk sem fari þessa leið lendi í enn meiri vanda.
Réttindabarátta sérhagsmunahópa hafa fært landsmönnum öllum alls konar ávinning í gegnum árin. Verkföll til að knýja fram betri réttindi launafólks þóttu frekjuleg og furðuleg ráðstöfun fyrir 80 árum. "Hvers vegna vill fólk hætta að vinna og tapa launum til að knýja fram hærri laun?" "Hvernig dettur ykkur í hug að skaða hag vinnuveitenda ykkar með því að neita að vinna?" "Þið eruð að valda atvinnurekandanum tjóni með því að neita að vinna." Ég er viss um að eitthvað svona hefur heyrst í gegnum tíðina. Fyrirtæki hafa orðið fyrir skaða, launafólk hefur lent í erfiðri stöðu (ekki átt fyrir nauðsynjum), saklausir vegfarendur hafa liðið fyrir aðgerðir verkalýðsins. En hefur það verið til einskis?
Við Íslendingar njótum baráttu verkalýðshreyfingarinnar á margan hátt í dag. Við erum með mjög almannatryggingakerfi, lífeyriskerfi sem á sér engan líka í heiminum, sjúkrasjóði, orlofssjóði, starfsmenntakerfi og nú síðast bættist við starfsendurhæfingarkerfi. Ætlar forseti ASÍ að halda því fram, að það hafi ekki verið raunhæft að "búa til nýtt réttlæti til að mæta óréttlæti"? Eða er þetta bara óraunhæft vegna þess að þetta er aðgerð sem er fyrir utan kassann? Verkföll launafólks voru utan kassans fyrir 80 árum, en þau báru samt árangur.
Greiðsluverkfall er aðgerð til að knýja fram bætta stöðu fyrir lántakendur. Þeir hafa þurft að láta mikið óréttlæti yfir sig ganga án þess að lánveitendur hafi komið nægilega til móts við kröfur um leiðréttingu. Úrræði stjórnvalda og fjármálafyrirtækja má frekar líkja við máttlaust klór en raunverulegar aðgerðir. Það hefur engin tilraun verið gerði til að ræða við lántakendur og fá á hreint hvað þeir vilja og þá hvort hægt sé að koma til móts við kröfur þeirra. Það sem gert hefur verið má í besta falli líkja við að útvega launamanni eina skyrtu á kroppinn, þegar viðkomandi getur ekki framfleytt fjölskyldunni með laununum sínum.
Vandi heimilanna í dag er sá, að mörg þeirra hafa ekki efni á brýnustu nauðsynjum. Ráðstöfunartekjur hafa dregist gríðarlega mikið saman. Kaupmáttur hefur t.d. minnkað um 14,7% og er kominn á sama stig og fyrir 7 eða 8 árum. Umbjóðendur ASÍ hafa misst vinnuna í stórum stíl sem eykur enn frekar á vanda þeirra heimila. Það eru nokkrar leiðir til að bregðast við þessu. Ein er sú leið sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa barist fyrir frá stofnun samtakanna, þ.e. að lán heimilanna verði leiðrétt á þann hátt, að hækkun höfuðstóls, sem orðið hefur vegna hruns krónunnar á síðustu tveimur árum og verðbólgunnar sem fylgdi í kjölfarið, verði að verulegu leiti dregin til baka. Einnig að lögum verði breytt þannig að ekki megi ganga að öðrum eigum en þeim sem lagðar voru til tryggingar.
Ég hefði haldið að þessar kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna væri stærsta hagsmunamál launafólks í dag. Ég hefði haldið að þetta væri mál sem hagsmunasamtök launafólks væru á fullu að berjast fyrir til að verja kjör umbjóðenda sinna. Nei, í staðinn velur forseti ASÍ þann kost að grafa undan þessari baráttuaðferð og segja hana óraunhæfa. Ég veit ekki hverra hagsmuna forseti ASÍ er að gæta, en það er í mínum huga ekki hagsmuna umbjóðenda sinna.
Greiðsluverkfallið verður kynnt á blaðamannafundi á eftir (28. ágúst kl. 10.00). Ég ætla því ekki að fara núna frekar út í fyrirkomulag þess. En eitt get ég sagt: Greiðsluverkfall er ekki eins framandi hugmynd í dag og það að leggja niður vinnu til að krefjast bættra kjara var fyrir 80 árum!
Úrræði en ekki óskapnað! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 1680016
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.