27.8.2009 | 21:59
Batnandi manni er best að lifa. Er friðarpípa í augsýn?
Var að hlusta á viðtal við Árna Pál Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, í Kastljósi. Loksins rúmum 18 mánuðum eftir að kreppan fór að bíta efnahag íslenskra heimila áttar hann sig á því að eitthvað þurfi að gera. Loksins viðurkennir hann að sumar skuldir verða ekki innheimtar. Loksins skilur hann þörfina fyrir aðgerðir fyrir heimilin. Batnandi manni er best að lifa.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa frá því í janúar barist fyrir leiðréttingu lána heimilanna. Ég og fleiri forráðamenn samtakanna hófum þessa baráttu í lok september og höfum alla tíð síðan haldið á lofti þeirri kröfu að eitthvað þyrfti að gera. Íbúðalánasjóður áttaði sig á því í ágúst 2008 að eitthvað þyrfti að gera. En það tók Samfylkinguna þar til í 35. viku ársins 2009 að átta sig á þessu. Sem afleiðing á þessu getuleysi Samfylkingarinnar að átta sig á vandanum og grípa til úrræða sem koma að notum, þá hafa margir komist í þrot og tapað háum fjárhæðum.
Ég talaði í dag við mann sem seldi íbúðina sína um daginn. Það væri svo sem ekki frásögufærandi nema hann situr uppi með hátt í 6 milljónir af húsnæðislánunum eftir að nýr eigandi er búinn að taka við íbúðinni. Söluverð var í kringum 28 milljónir, áhvílandi var 31 milljón og til að bankinn samþykkti söluna, þá varð hann að taka með sér hátt í 6 milljónir. Þessi dæmi eru mýmörg. Um daginn var Morgunblaðið með viðtal við Guðbjörgu Þórðardóttur, sem leitaði í greiðsluaðlögun vegna nákvæmlega sams konar dæmis. Finnst félagsmálaráðherra í lagi að almennir borgarar séu þannig að greiða fyrir klúður íslenskra fjármálamanna? (Það skal tekið fram að maðurinn setti fyrirvara í uppgjörssamninginn um betri rétt neytenda, þannig að hann ná einhverja von um að endurheimta hluta af tapi sínu.)
Ég hef alltaf trúað því að dropinn myndi hola steininn. Að blindir myndu að lokum sjá. Nú virðist biðin á enda. Og þó. Ég efast um að lausnirnar komi alveg strax. Samfylkingin stofnaði nefnd um málið um daginn og sérstök "pólitísk vinkona" félagsmálaráðherra stýrir þeirri nefnd. Kristrún Heimisdóttir er allra góðra gjalda verð, en ég treysti ekki pólitískri nefnd til að finna sanngjarna niðurstöðu, þegar yfirmaðurinn (Árni Páll) er búinn að lýsa sinni skoðun eins eindregið og hann sagði í kvöld. Afskriftir, leiðréttingar, niðurfærslur eða hvað við köllum þetta verða eingöngu framkvæmdar á sannanlega tapaðar kröfur. Auðvitað á ég að vera glaður yfir því, að hann er þó búinn að átta sig á hugtakinu "sokkinn kostnaður" sem ég er búinn að vera að benda á í nokkra mánuði. Næst er að hann átti sig á því að sannanlega tapaðar kröfur eru ekki bara kröfur umfram veð. Nei, þær eru fyrst og fremst kröfur umfram greiðslugetu.
En þetta snýst ekki bara um þær kröfur sem eru sannanlega tapaðar. Þetta snýst líka um þær kröfur sem hafa myndast vegna forsendubrests og gætu því fallið niður/tapast, ef dómstólar komast að því að forsendubrestur hafi átt sér stað. Síðan eru það kröfur í gengistryggðum lánum, en svo ég rifji það upp, þá voru þau bönnuð með lögum nr. 38/2001. Það er mjög mikilvægt að leysa úr þessum tveimur álitaefnum áður en efnahagsreikningar nýju bankanna verða gefnir út. Geri efnahagsreikningarnir ráð fyrir annarri niðurstöðu en dómstólar komast að, þá getur það skekkt fjárhagsstöðu bankanna verulega. Það er líka mikilvægt að fá úr þessu skorið fyrir innlenda lántakendur. Ef dómar falla lántakendum í vil, gæti það orðið sú friðarpípa sem mun skapa sátt í þjóðfélaginu. Við skulum ekki gleyma því að innlend lánasöfn gömlu bankanna eru færð yfir í nýju bankanna með miklum afslætti. Hvernig væri að upplýsa almenning um það hvernig lán heimilanna eru metin í yfirfærslunni og bjóða heimilunum nokkurn veginn sama afslátt á eigin lánum? Það væri annars konar friðarpípa sem skilar sama árangri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Marinó og þakka þér fyrir skrif þín.
Þessi mál öll eru orðin svo ógnvænleg að mann setur hljóðan. Er það þá virkilega þannig að tvenns; jafnvel þrenns, konar lög og reglur eru í þessu landi? Almenningur virðist vera alveg varnarlaus gagnvart öllu sem á dynur. Plebbar, eins og Bakkavararbræður, virðast hinsvegar vera búsettir á annari plánetu: engin lög hrófla við þeim...
harkalegur vetur framundan...og Icesave á morgun.
Ég ætla ekki að segja eins og Geir Haarde sagði síðasta haust, en hver eða hvað getur hjálpað þessu fordæmda landi?
Guðrún Garðarsdóttir-kt.2008624819 (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 22:15
Ég var reyndar ekki sammála honum um leiðir en finnst betra að fara einhverja leið en enga leið. Þrátt fyrir að sumir ráði við sínar skuldir hefur staða þeirra líka versnað þannig að ég tel það sangjarnt að allir skuldarar fái hlutfallslega sömu leiðréttingu, frekar en að allir þurfi að berjast í bökkum.
Offari, 27.8.2009 kl. 22:20
Ef friðarpípa er í augsýn, þá er ein spurning sem menn verða að spryja:
hvor aðilinn eru indjánarnir?
Sagan kennir okkur nefnilega það að þeir gengu alltaf í burtu með slæman samning.
AK-72, 27.8.2009 kl. 22:22
Talaði hann ekki um að þetta verði skoðað á næsta þingi???????Hvenær skildi næsta þing eiga að verða.????
Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 22:26
Heill og sæll Marinó; sem og, þið önnur, hér á síðu !
Í öllum bænum; Marinó minn - og þið önnur, látið ekki blekkjast, af fagurgala helvítis kratans, Árna Páls.
Hann er; álíka ógeðfelldur, og húsmóðir hans, Jóhanna Sigurðardóttir, gott fólk.
Eitt í dag - annað; á morgun, þetta andskotans pakk !
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 22:32
Næsta þing byrjar 1.október. Og félagsmálaráðherra segir þetta núna og þetta er nokkurs konar dúsa. Dúsa er að fá eitthvað í munninn í staðinn fyrir mat. Eða fá eitthvað lítið í staðinn fyrir það sem þig vantar raunverulega! En ráðherrann vill að allir séu rólegir því það muni verða komið til móts við fólk! En það er ekkert fast í hendi og hljómar falskt að þetta "verði skoðað á næsta þingi".
Ríkisstjórnin er búin að bregðast við almennum mótmælum og átökum á þennan sama hátt í marga mánuði: ef mikil læti þá kemur smá dúsa. Fólk róast og bíður og bíður eftir skjaldborginni sem aldrei kemur.
Á meðan missa sífellt fleiri fjölskyldur eignir sínar.
Margrét Sigurðardóttir, 27.8.2009 kl. 22:38
Sumir hér eru svo einfaldir að maður gæti farið að örvænta, enda í æfingu.
Spurningin er ekki hvenær næsta þing byrjar, hún er hvenær næsta þing endar og hverju verður logið að okkur þá, til teigja lopann!
Á virkilega að segja mér að þið trúið þessum þvættingi? Hin svokallaða vinstri stjórn þessa lands er í nákvæmlega sama leiðangri og sú fyrri; Að hlýða AGS og þeirra forriti, lesist styrkja fjármagnseigendur. Á meðan er skríllinn róaður niður öðru hverju með pillum frá völdum útsendara hverju sinni.
Það eina sem þetta lið skilur er samtakamáttur HH!
sr (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 23:02
AK-72, frumbyggjar Norður-Ameríku reyktu friðarpípur löngu áður en hinir svikulu og hrokafullu Evrópubúar komu til nýja heimsins. Þjóðflokkar frumbyggjanna voru mun heiðvirðlegri en hinir svo kölluðu ensku séntilmenni.
Óskar Helgi, hver segir að Árni Páll hafi stjórn á atburðarásinni? Málíð er að hann og ríkisstjórnin eru búin að missa stjórnina á þessu máli vegna seinagangs. Þess vegna verður ekki beðið til 1. október með aðgerðir. Gleymum því ekki að greiðsluverkfall er yfirvofandi.
Haldið þið að það hafi verið tilviljun að Sigurður G. Guðjónsson fór allt í einu að tala um að fólk eigi bara að greiða í samræmi við greiðsluáætlun? Sigurður er of tengdur Samfylkingunni til að koma með slíka athugasemd án þess að bera hana t.d. undir Björgvin G. Sigurðsson. Eru þeir ekki í sömu fjölskyldu? Nei, ég er sannfærður um að Sigurður var sendur út til að koma málunum í ákveðinn farveg eftir "ekkert í mannlegu valdi"-yfirlýsingu Árna Páls um daginn. Það nefnilega sló aðeins á fylgi Samfylkingarinnar í síðustu skoðunarkönnun og svona yfirlýsing er ekki vænleg til vinsælda.
Marinó G. Njálsson, 27.8.2009 kl. 23:08
Komið þið sæl; á ný !
Marinó !
Nei; fjarri fer því, að ég ætlaði þessu Brussel fífli (Árna Páli) það, að hafa nokkra stjórn, á þessum málum - umfram öðrum.
Við skulum gera okkur alveg ljóst; Marinó, að hyski Jóhönnu, er að uppistöðu þeir Quislingar íslenzkir, hvert veður uppi, í þágu gömlu nýlenduveldanna, suður í Evrópu, ágæti drengur.
Punktur !!!
Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 23:45
Þið verðið að afsaka mig en hvaða lausnir kom maðurinn með? Ég hlustaði bara á eintómt blaður og handapat. Spyrill komst ekki einu sinni að. Hann var með einhverjar óljósar almennar yfirlýsingar en engar konkret lausnir að mínu mati. Fyrir utan að vera óskaplega óspennandi karakter og einhvernveginn að mínu mati undirförull, þá kom ekkert út úr þessu viðtali sem er bitastætt. En ég er ef til vill svona tornæm og vitlaus.
Dúsa sagði einhver. Þeir eru mjög góðir þarna í ríkisstjórninni að gefa fólkinu dúsur. En litlar sem engar úrlausnir til langframa. Þess vegna verður að stokka upp á nýtt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2009 kl. 08:44
Ég segi hvergi að Árni Páll hafi komið með lausn. Hann viðurkenndi að núvernandi úrræði væru fullnægjandi og eitthvað meira þyrfti að gera. Fara þyrfti í stórtækar (þó ekki almennar) leiðréttingar á lánum. Það er stórt skref fyrir þann sem hefur verið í afneitun, líkt og Árni "ekkert í mannlegu valdi" Páll Árnason hefur verið í, og því sem hann sagði í Kastljóssviðtalinu.
Ekki misskilja mig. Ég hef enga trú á því að Árni Páll komi með lausn sem fólkið sættir sig við, en í fyrsta sinn viðurkennir hann að núverandi úrræði duga ekki og meira þurfi að gera. Hann er eins og alkóhólisti sem veit að hann þarf að leita hjálpar. Fyrsta skref í endurhæfingunni hefur verið tekið.
Marinó G. Njálsson, 28.8.2009 kl. 09:13
Já ég geri mér grein fyrir því. Það var hræðilegt að hlusta á orðgjálfrið í manninum. Jóhanna stóð sig vel í að reyna að halda honum við efnið. Vonandi tekst þjóðinni sjálfri að þrýsta á um endurbætur, þær verða ekki fyrir tilstilli stjórnvalda það er nokkuð ljóst. Svo þarf að spyrja af hverju enginn áhugi er hjá ríkisstjórninni á tilboði lífeyrisstjóðanna um milljarðar til endurreisnar atvinnulífsins.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2009 kl. 12:28
Ég get ekki lengur hlustað á þann mann. Hann hefur verið gersamlega lokaður gegn skuldurum og ráninu gegn þeim. Og gef ekki mikið fyrir neitt sem hann segir núna eða seinna. Það þarf mannlegri og allt öðruvísi persónuleika í hans stað.
ElleE (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.