26.8.2009 | 23:30
Svívirđileg hćkkun tryggingaiđgjalda
Ţađ er komiđ ađ ţessu árlega hjá mér. Endurnýjun trygginga. Fyrir nokkrum árum lét ég glepjast af ţví ađ fá afslátt međ ţví ađ hafa allar tryggingar á einum gjalddaga en setja tryggingarnar á bođgreiđslu. Fáránleg mistök ţar sem vextirnir af bođgreiđslunum eru mun hćrri en afslátturinn.
En ţađ eru hćkkanirnar á tryggingunum, sem mig langar ađ rćđa. Ég er međ allan pakkann og sumt kemst ég ekki hjá ađ taka. Annađ er valkvćtt, en var um tíma ákaflega skynsamlegt. Nú hefur ţađ gerst ađ á 4 árum, frá 1. september 2005 til 1. september 2009 hafa sumar af ţessum tryggingum hćkkađ um allt ađ 150%. Já, 150%.
Mig langar ađ sýna hérna nokkur dćmi um hćkkanir. Til ţess ađ uppljóstra ekki hverjar upphćđirnar eru, ţá mun ég eingöngu greina frá prósentuhćkkun iđgjaldanna. Fyrir aftan er svo ţróun vísitölu neysluverđs (VNV).
Endurnýjun | Nafnhćkkun | Hćkkun VNV | ||
Frá 1/9/05 | Milli ára | Frá 1/9/05 | Milli ára | |
Sjúkdómatrygging | ||||
1.sep.06 | 21,4% | 21,4% | 7,9% | 7,9% |
1.sep.07 | 52,4% | 25,5% | 12,2% | 4,0% |
1.sep.08 | 92,8% | 26,5% | 26,5% | 12,7% |
1.sep.09 | 150,5% | 29,9% | 41,9% | 12,2% |
Líftrygging hjóna | ||||
1.sep.06 | 16,4% | 16,4% | 7,9% | 7,9% |
1.sep.07 | 23,0% | 5,7% | 12,2% | 4,0% |
1.sep.08 | 50,6% | 22,5% | 26,5% | 12,7% |
1.sep.09 | 90,7% | 26,6% | 41,9% | 12,2% |
Slysa- og sjúkratrygging | ||||
1.sep.06 | 14,2% | 14,2% | 7,9% | 7,9% |
1.sep.07 | 22,7% | 7,4% | 12,2% | 4,0% |
1.sep.08 | 43,4% | 16,9% | 26,5% | 12,7% |
1.sep.09 | 75,1% | 22,1% | 41,9% | 12,2% |
Eins og sést á ţessum tölum hafa nokkrar tryggingar, sem ćtlađ er ađ auka fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar hćkkađ allverulega. Hćkkunin er mćld frá upphćđ iđgjalds 1. september 2005 til sama tíma hvert af hinum árunum.
Ég skil ekki svona viđskiptahćtti. Ţessar hćkkanir eru ţrátt fyrir ađ á hverju ári hafi ég hringt og kvartađ yfir iđgjöldunum og fengiđ ţau leiđrétt. En núna tók steininn úr. Hćkkun sjúkratryggingar er um 29,9%, líftrygging hjóna hćkkar um 26,6% og slysa- og sjúkratrygging 22,1%, ţegar verđbólgan er 12,2%. Hvers konar bull er ţetta? Ég geri mér grein fyrir ađ ég hef elst um fjögur ár, en ţetta er brjálćđi.
Síđan er önnur saga ađ segja frá ţví, ađ ég fékk vitneskju um ţessa hćkkun seinni hluta júlí og hafđi samband viđ tryggingafélagiđ. Bar ég fram kvörtun mína og fékk samband viđ deildarstjóra. Viđkomandi lofađi ađ líta betur á ţetta og senda mér tilbođ innan 10 daga. Ţar sem ég ţekkti mitt heimafólk, ţá efađist ég um ađ ég heyrđi nokkuđ frá fyrirtćkinu fyrr a.m.k. mánuđi síđar. Međ ţađ í huga sagđi ég upp tveimur af ţessum okurtryggingum (hélt líftryggingunni), ţrátt fyrir ađ viđmćlandinn minn reyndi ađ fullvissa mig um ađ ég ţyrfti alls ekkert ađ gera ţađ. Svariđ kom sem sagt í dag og prósenturnar eru byggđar á tölunum sem ég fékk í dag. Hinar voru verri.
Ég skil vel ađ fćreyska tryggingafélagiđ vilji komast inn á íslenskan markađ. Hér virđist hćgt ađ okra á neytendum vegna fákeppni. Ég ćtla ekkert ađ segja um hvort tryggingafélögin hafi međ sér samráđ, enda ţarf ţess ekki lengur. Hér á landi nćgir ađ hafa ţegjandi samkomulag um ađ enginn ruggi bátnum. Olíufélögin eru skýrasta dćmiđ um ţann skrípaleik. Um leiđ og N1 hreyfir viđ verđi, ţá gera hin eins eđa ţađ lítur a.m.k. út fyrir ţađ. Ţađ sama virđist vera upp á teningunum hjá tryggingafélögunum. Ég hringdi nefnilega hringinn í fyrrahaust og komast ađ ţví, ađ ţađ munađi innan viđ 30 ţúsund á 800.000 kr. tryggingapakka hjá félögunum fjórum. Og mismunurinn fólst í ţví ađ áherslur voru mismunandi í einstökum tryggingum.
Ég veit ekki hvort ţađ er dćmi um samkeppni ađ allir séu svona nálćgt hverjum öđrum í verđi eđa hvort ţađ er dćmi um fákeppni. Ţađ er aftur alveg furđuleg tilviljun ađ iđgöld hafa hćkkađ nokkurn veginn jafnmikiđ hjá fjórum tryggingafélögum á fjögurra ára tímabili. Mađur hefđi haldiđ ađ eitthvert ţeirra hefđi komiđ betur út fjárhaglslega á ţessu tímabili og hefđi ţví betra svigrúm til ađ reyna ađ fjölga viđskiptavinum sínum, međan ţađ međ lökustu afkomuna ţyrfti ađ sćtta sig einhvern missi viđskiptavina í nokkur ár. Nei, á ţessum markađi ruggar enginn bátnum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Fćrsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ţetta er óhuggulegt. Ćtli ţađ sé veriđ ađ láta almenning fylla bótasjóđi?
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.8.2009 kl. 00:27
Já! Tryggingaiđgjöld eru svo sannarlega orđinn alltof stór hluti mánađarlegra útgjalda og ekki á ţađ bćtandi!
Og, Jakobína: Viđ verđum ađ vona og treysta ţví ađ bótasjóđirnir séu raunverulega til stađar hér og tiltćkir fyrir tjónţola, eins og fullyrt er, en ekki í fjárleysingum einhvers stađar úti í heimi, tryggingafyrirtćkja-"eigendunum" eđa öđrum til hagsbóta.
Kristinn Snćvar Jónsson, 27.8.2009 kl. 00:58
Tryggingafélögin eiga ađ eiga feita bótasjóđi, ţótt örugglega sé búiđ ađ tćma ţá núna af útrásarvíkingunum. Hitt finnst mér verra ađ félögin sjá sér hag í ţví ađ hafa tryggingarnar ekki alveg sambćrilegar til ađ torvelda samanburđinn. Ţađ er ekki hćgt ađ bera saman sjúkdómatryggingu á einum stađ viđ hana á öđrum ţar sem viđmiđ og upphćđir eru ekki ţćr sömu.
Svo segjast tryggingafélögin vera í samkeppni!
Gúrúinn, 27.8.2009 kl. 07:34
Vinkona mín kaupir eingöngu skyldutryggingar. Síđan leggur hún mánađarlega í sjóđ ţađ sem annars fćri til tryggingarfélaganna. Hún varđ fyrir vatnsskađa í fyrra og átti fyrir viđgerđum úr sjóđ sínum.
Hún sagđist hugsa máliđ svona: Hvađ eru miklar líkur á ţví ađ ég verđi fyrir skađa? Líkurnar eru ekki mjög miklar, flestir greiđa tryggingarfélögum háar upphćđir og átta sig ekki á ţví ađ ţađ er ekki skylda og gćti veriđ betra ađ greiđa sjálfur í varasjóđ.
Margrét Sigurđardóttir, 27.8.2009 kl. 07:41
Áhugaverđur punktur, Margrét. Ég vćri búinn ađ safna mér einhverjum milljónum í sjóđ á síđustu 10 árum, ef ég hefđi fariđ ţessa leiđ. Ţađ er rétt ađ út frá líkindum eru möguleikarnir á tjóni ekki miklir. Máliđ er vćntur skađi af tjóni, ţ.e. samtala af líkum á öllum útkomum sinnum kostnađur, og hvernig mađur dekkar tjón ţar til varasjóđurinn er orđinn ađ veruleika.
Marinó G. Njálsson, 27.8.2009 kl. 08:22
Tryggingarfélög stunda rassaríđingar ţví ţú ert bara tryggđur fyrir öll öđru en ţú lendir í.
Offari, 27.8.2009 kl. 11:50
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.