Leita í fréttum mbl.is

Eru námsmenn ferðamenn og hvað með debetkort?

Ef maður les lýsingu Hagstofunnar á því hvernig hún reiknar út notkun Íslendinga á gjaldeyri á ferðalögum sínum, þá er hún harla innantóm.  Það segir:

Ferðaútgjöld Íslendinga erlendis  Byggir á upplýsingum um kreditkortanotkun og upplýsingar frá fyrirtækjum.

Af þessu má draga þá ályktun að sé kreditkort notað erlendis, þá sé þar ferðamaður á ferð.  Það þýðir að íslenskur námsmaður, sem nota íslenskt kreditkort erlendis, flokkast sem ferðamaður í tölum Hagstofunnar.  Það er svo sem allt í lagi, en það mætti skýra betur út.

Skoðum nánar á hverju Hagstofan byggir tölur sínar neyslu erlenda ferðamanna:

Tekjur af neyslu erlendra ferðamanna innanlands Byggir á upplýsingum um kreditkortanotkun og upplýsingar frá fyrirtækjum.

Það vekur furðu mína, að debetkortavelta telst ekki með í útreikningum Hagstofunnar (a.m.k. miðað við þessa forsendu).  Ég hef aðeins umgengist erlenda ferðamenn í sumar, enda er ég leiðsögumaður í hlutastarfi.  Útlendingarnir nota debetkort umtalsvert og taka út pening í hraðbönkum.  Getur verið að það valdi einhverri skekkju í þessum tölum? Ég hef rætt við fólk og það er búið að spara fyrir ferðinni og greiðir stóran hluta útgjalda með peningum sem það á.

Vonandi er þetta bara röng orðanotkun hjá Hagstofunni og öll greiðslukort eru flokkuð sem kreditkort.  Sé svo ekki, þá er fullástæða fyrir Hagstofuna að endurskoða útreikninga sína.  Ég trúi því ekki að kreditkortanotkun segi allt um útgjöld erlendra ferðamanna hér á landi.


mbl.is Íslenskir ferðamenn eyða meiru en erlendir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Marinó

Takk fyrir allar frábæru færslurnar í gegnum tíðina. Ég fylgist alltaf með blgginu þínu og það er eitt af því sem hefur hjálpað mér að halda í vonina um að eitthvað réttlæti nái fram að ganga. Ég er ekki með athugasemd við þessa færslu þína en ég vil fá að koma eftirfarandi á framfæri þar sem bloggið þitt er víðlesið.

Innheimtustofnanir dusta rykið af úreltum ábyrgðum:

Langar til að vara við aðferðum innheimtustofnanna. Maðurinn minn var í sjálfskuldarábyrgð fyrir kreditkort hjá ættingja sínum. Ættinginn er í dag ekki borgunarmaður fyrir skuldinni og fékk maðurinn minn innheimtubréf frá Lögheimtunni þar sem honum var gefinn 7 daga frestur til að semja um skuldina ella yrði krafan innheimt samkvæmt ákvæðum réttarfarslaga. Ættinginn óskaði eftir afriti af sjálfskuldaryfirlýsingunni og kom þá í ljós að sjálfskuldarábyrgðin hafði fallið úr gildi fyrir tveimur og hálfu ári!!!
Þessar vinnuaðferðir innheimtustofnanna eru algjörlega ólíðandi og ég hvet alla ábyrgðarmenn að skoða vel gildistíma ábyrgðar en þeir virðast ekki hika við að reyna að innheimta skuldir hjá ábyrgðarmönnum þrátt fyrir að hafa ekkert í höndunum!!

Eva (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 22:26

2 identicon

Ef ég panta vörur frá útlöndum og greiði fyrir með kreditkorti, er ég þá  ferðamaður í útlöndum?

spadagosinn (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 22:29

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Eva, það voru samþykkt lög á Alþingi í vor um ábyrgðarmenn (lög nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn).  Þar segir í 7. gr.:

Ábyrgðarmaður verður ekki krafinn um greiðslur á dráttarvöxtum eða öðrum innheimtukostnaði lántaka sem fellur til eftir gjalddaga nema liðnar séu tvær vikur frá því að ábyrgðarmanni var sannanlega gefinn kostur á að greiða gjaldfallna afborgun.

Þarna kemur skýrt fram að minnst skuli gefnar 2 vikur.  Síðan er margt annað í þessum lögum sem forvitnilegt er að skoða.

Marinó G. Njálsson, 26.8.2009 kl. 23:41

4 identicon

Já nákvæmlega. Það sem mér finnst alvarlegast í þessu er að ábyrgðin er löngu dottin úr gildi en samt senda þeir hótunarbréfið út. Er þetta almennt leikur sem innheimtufyrirtækin leika? Spila á það að ábyrgðarmenn uppgötvi ekki að ábyrgð þeirra hafi fallið úr gildi? (Ábyrgðin var til fjögra ára í þessu tilfelli - frá 2003-2007 og hefur ekki verið endurnýjuð). Veit hreinlega ekki hvað maður á að halda lengur. Þvílík ósvífni!!

Eva (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 00:34

5 identicon

Sæll Marínó,

Mjög góð athugasemd um tölfræði Hagstofunnar. Vandamálið með svona stofnanir er að maður tekur allt gott og gilt sem frá þeim kemur. Maður hreinlega gerir ráð fyrir að verið sé að segja meira satt en ekki, ég er allavega í góðri trú með það. Eða hvað?

Þegar ég les bloggið þitt hér, þá hugsa ég hvort þetta sé "spin" hjá Hagstofunni /yfirvöldum til að fá fólk til þess að halda að sér höndum í neyslu erlendis. Ég trúi ekki á að einhver háttsettur aðili hafi fyrirskipað slíka stefnu, en sé alveg fyrir mér að einhver sem skrifar skýrslu eða túlkar niðurstöður sé með réttætiskennd til þess að hafa áhrif á gang samfélagsins og gengur vísast gott eitt til. Þannig verður þessi "sannleikur" til.

Djísus, maður verður svo gott sem vænisjúkur vegna ástandsins.

Þorvarður Goði (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 07:04

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

sapdagosi, spurningin er hvort notast sé við skilyrðið að kortið þurfi að vera til staðar við notkun (card present).

Marinó G. Njálsson, 27.8.2009 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband