25.8.2009 | 08:35
Eru úrræðin einkamál lánveitenda?
Því ber að fagna, að fjármálafyrirtæki eru loksins byrjuð að huga að einhverjum bitastæðum úrræðum fyrir illa setta lántakendur. Lántakendur sem þessi sömu fjármálafyrirtæki eða forverar þeirra komu á kaldan klakann með glæfralegum fjárfestingum og útlánum til eigenda og einkavina. En mér er spurn: Hafa þessi úrræði verið borin undir fulltrúa skuldara? Bæta þessi úrræði þann skaða sem fjármálafyrirtæki og eigendur þeirra ollu lántakendum á síðustu árum?
Ég ætla ekki að efast um vilja fjármálafyrirtækja, þar með nýju bankanna, til að koma með úrræði sem léttir á stöðu lántakenda. En mótun úrræðanna er ekki einkamál lánveitendanna. Það eru tveir aðilar að hverjum einasta lánasamningi. Hagsmunasamtökum heimilanna hafa barist linnulítið fyrir réttindum lántakenda og bent á ýmsar leiðir sem eru færar. Ég hef ekki hugmynd um það hvort fjármálafyrirtækin eru á nokkurn hátt að taka mark á málflutningi samtakanna. Þau svo sem þurfa það ekki, en væri nú ekki skynsamlegt að bera hugmyndirnar undir hagsmunahópa á borð við HH?
Eins og ég hef ítrekað bent á hér á þessari síðu, þá finnst mér vanta að greina vandann og skilgreina markmiðin með úrræðunum. Nýja Kaupþing kynnti úrræði fyrr í þessum mánuði, sem eingöngu eru ætluð þeim sem eru komin fram yfir veðrými á eignum sínum. Hvað með hina, sem eru með mjög svo þyngri greiðslubyrði og hækkun höfuðstóls, þó svo lánin rúmist innan veðrýmist eignarinnar? Þessir aðilar þurfa líka lausnir. Fjármálafyrirtæki geta ekki hunsað þennan hóp vegna þess að hann á nægar eignir. Eða hvað með þá sem eru með þokkalegar tekjur og hafa því greiðslugetuna, en ráðstöfunartekjur eftir afborganir lána hafa kannski dregist saman um 30%? Það er mikilvægt fyrir neysluna í samfélaginu að þessi hópur sé áfram virkur á neytendamarkaði.
Meðan mótun úrræðanna er einkamál fjármálafyrirtækjanna, þá er ekki hægt að treysta því að komið sé til móts við þarfir fjöldans. Einnig er ekki hægt treysta því að hagsmunir lántakenda séu tryggðir að fullu. Við sjáum bara hliðarverkunina af greiðsluaðlöguninni. Kona sem fékk greiðsluaðlögun hjá héraðsdómi var sett á vanskilaskrá. Ég hélt einmitt að greiðsluaðlögun væri samningur um skuldaskil sem koma ætti í veg fyrir að einstaklingurinn lenti á vanskilaskrá. Var þetta það sem löggjafinn ætlaði sér? Var það virkilega ætlun löggjafans að bjóða fólki úrræði sem hefur þessar afleiðingar? Spyr sá sem ekki veit.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa stutt tillögu Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda, um gerðadóm. Það getur vel verið að tillögur hans þurfi að útfæra upp á nýtt, en það sem mikilvægast í hans tillögum er ekki hvaða úrræði eiga koma út úr gerðadómnum, heldur sú greining og skilgreining sem á að eiga sér stað á einstökum hópum lántakenda. Vanti þetta, þá er ómögulegt að treysta því að þarfir allra hópa lántakenda hafi verið uppfylltar. Dæmið um greiðsluaðlögunina að ofan sannar að það úrræði er bjarnargreiði og við þurfum ekki fleiri slíka greiða.
Bankarnir skoða leiðir til að skuldbreyta íbúðalánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 1679976
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Mjög góð færsla. Það er einmitt svo niðurlægjandi fyrir okkur, þetta "venjulega fólk", að þurfa að fara bónleið til bankanna um lausnir og fá þar misgóðar viðtökur, þegar það voru þessir sömu bankar sem komu þjóðinni í þessa stöðu. Alveg ótrúlega öfugsnúið eitthvað.
Ninna (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 08:41
Alveg er ég ykkur sammála. Á meðan lánastofnanir hafa kröfurétt umfram fasteign sem lögð er að veði þá eru lán okkar afar persónulegur pappír. Ég á þá við að þetta er samningur sem gefur eiganda hans rétt til þess að ganga á okkur persónulega og er í raun afsal á ákveðnu frelsi. Ég hafna því að fara megi með þessi lán eins og hverja aðra vöru og ættu skuldarar að vera eins mikið með í ráðum og hægt er þegar verið er að sýsla með þessa þau.
Hvers vegna fékk ég ekki tækifæri á að kaupa skuldabréfin af gömlu bönkunum í hruninu? Ég var ekki í vanskilum, ég hefði ef til vill getað gert ágætis samning við kröfuhafa gömlu bankana um að gera upp erlenda og innlenda lánið á húsinu mínu.
Ég er bara leiður á að farið sé með þessa pappíra eins og þetta séu bara eignir bankanna. Það á að fara með þetta eins og hlekki um háls okkar og muna það hverja stund þegar verið er að hrista þá að á hinum endanum hringlar einstaklingur og oftar en ekki fjölskylda.
Sveinn Ríkarður Jóelsson, 25.8.2009 kl. 08:59
Sæll
Ég tek að venju undir allt sem þú segir en eitt veldur mér hugar angri. Þannig er að ég ákvað að fara í nám til danmerkur önnina fyrir hrun. Ég er með fjölskyldu, konu og 2 börn. Við áttum smá sparnað og með því að legja út húsið okkar þá átti þetta allt að blessast. Ég er reyndar með allt í skilum ennþá en það er ekki bönkunum heima eða LÍN að þakka. En forvitni mín berst að einu atriði og það er að ég er með húsnæðislán hjá Kaupþing - stærsti eigandi bankans er Exista sem maður les svo um að sé sá aðli sem var að gambla hvað mest með gjaldeyrissamninga og tók beinlínis stöðu gegn krónunni og þá um leið mér sem tók lán hjá þeim. Þeir eru að mínu mati að reyna beint með óbilgjörnum hætti að hafa áhrif á það að lánin mín hækka. Svo les maður annarsstaðar að EXISTA er að höfða mál vegna þessara gjaldeyrisviðskipta, þeir vilja að það sé farið eftir gjaldskrá evrópska seðlabankans enda gengi krónunar þar helmingi lægra, ef við gefum okkur að þeir vinni slíkt mál eiga þá ekki námsmenn eða fólk sem býr erlendis kröfu á bankanna vegna þeirra fjármuna sem það þurfti að flytja út og krefja Exista(kaupþing) um leiðréttingu á gengi. Þeir geta ekki sjálfir haldið því fram að ef þeir fá leiðréttingu að þeir geti svo selt almúganum kr og erlendan gjaldeyri og borgað þá sjálfir samkv. Ísenska seðlabankanum þá verður viðmiðið að vera það sama fyrir alla.
Ég vildi bara bæta þessu inn hvort að þetta er relevant veit ég ekki en samt það má allveg lemja á þessum körlum frá öllum hliðum. Því sú flugeldasýnig sem þeir eru búnir að bjóða upp á er ótrúleg síðast í fréttum í gær um tilboð um að taka að sér að stjórna (þrotabúi) fyrir 1 milljarð er bara hlægilegt!!
Þorbjörn Ólafsson
Markaðshagfræði nemi
Þorbjörn Ólafsson (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 09:17
Ég leiddi einmitt hugann að þessu þegar ég sat fyrir framan útibústjórann og ræddi um mín skuldamál.
Það er að öllu leyti fáránlegt að venjulegt fólk sé sett í þessa stöðu að þurfa að semja beint við þann aðila sem hefur "allan rétt" sín megin og ber þar fyrir utan meginábyrgð á því hvernig komið er fyrir manni.
Þetta er eins og fyrir dæmdan einstakling(saklausum auðvitað) að sitja fyrir framan böðul sinn og semja um aftökuaðferð.
Þórður M (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 09:23
Þorbjörn, þú ert að snúa þessu á haus. Þú hefðir fengið færri evrur eða danskar krónur með því að miða við gengi Seðlabanka Evrópu. Vertu bara manna fegnastur að miðað sé við eins sterkt gengi krónunnar og hægt er.
Ég tek fram, að ég hef fullan skilning á tilraun Exista til að hámarka greiðsluna til sín. Það er ekki þar með sagt að ég sé sammála því. Mörg þeirra fyrirtækja sem tapað hafa háum upphæðum vegna hruns bankanna og hagkerfisins, telja sig örugglega vera jafnmikið fórnarlamb aðstæðna eins og við sauðsvartur almúginn. Sum hafa líklegast fullan rétt á því viðhorfi. Ég hef sagt það áður og endurtek núna, að tímasetningin á falli bankanna var líklegast ekki bönkunum og eigendum þeirra að kenna, en umfangið og afleiðingarnar eru þeirra sök.
Þórður, góð samlíking hjá þér.
Marinó G. Njálsson, 25.8.2009 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.