Leita í fréttum mbl.is

42% telja sig vera með ekkert eða neikvætt eigið fé

Þetta eru sláandi tölur sem koma fram í þjóðarpúlsi Gallup, þó þær komi ekki á óvart.  42% telja að skuldir séu álíka miklar eða meiri en verðmæti fasteignar. Þetta er meira en 4 af hverjum 10 íbúðaeigendum.

Hvers vegna kemur niðurstaða Gallup ekki á óvart?  Jú, hún eru nákvæmlega sú sama og niðurstaða Seðlabankans var í mars. Í bráðabirgðaniðurstöðum starfshóps Seðlabanka Íslands um áhrif fjármálakreppu á efnahag heimila frá 11. mars 2009, þá kom fram að tæp 20% heimila væri komin með neikvæða eiginfjárstöðu og 22% væru með afar takmarkaða jákvæða eiginfjárstöðu.  Þetta takmarkaða eigið fé hefur líklegast verið að étast upp síðustu 4 mánuði og þróunin mun bara halda áfram í þá átt á næstu mánuðum meðan ekkert er gert til að sporna við þeirri þróun.

En það er ekki eiginfjárstaðan sem skiptir öllu máli.  Það er greiðslugetan sem ræður mestu.

Samkvæmt útreikningum Hagsmunasamtaka heimilanna, þá eru 54% heimila með þunga eða mjög þunga greiðslubyrði af föstum lánum.  Þetta er talan sem skiptir öllu.  Útreikningur HH er byggður á tölum Seðlabanka Íslands sem fjallað var um á málstofu bankans 11. júní sl. og hægt er að nálgast á vef bankans.  Munum við kynna okkar niðurstöður betur á næstu dögum.

Það er niðurstaða könnunar Hagsmunasamtaka heimilanna meðal félagsmanna, að 61% þeirra er ekki að ná endum saman um hver mánaðarmót.  Þetta fólk er annað hvort gjaldþrota eða á leið þangað, safnar skuldum eða er að ganga á sparifé sitt.  Í þessu felst hinn raunverulegi vandi okkar um þessar mundir.


mbl.is 58% telja eignir meiri en skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég tel mig vera í plúss þótt reikningarnir hætti ekki að koma inn bréfalúguna.

Offari, 3.7.2009 kl. 12:37

2 identicon

Ég skil ekki hvers vegna Íslendingar mótmæla ekki KRÖFTUGLEGA þeirri gríðarlegu eignaupptöku sem felst í verðtryggingunni.

Ríkisstjórnin og ASÍ tala ekkert lengur um þetta stóra vandamál, lenging í ólinni er það eina sem er í boði. Greiðsluaðlögun er náttúrlega bara fyrir þá sem eru að fara á hausinn.

Fólk mótmælir Icesave hástöfum, en nánast ekkert heyrist í fólki sem fær á sig drápsklyfjar í formi verðtryggingar og okurvaxta og svo ég tali nú ekki um gengistryggðu lánin ógrátandi.

Hvað þarf eiginlega til Íslendingar til að við gerum eitthvað í málunum?

Margrét Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 12:44

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Margrét, þetta er það sem við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna erum búin að vera að tala um síðustu mánuði.  Við krefjumst afturvirkrar leiðréttingar á höfuðstól verðtryggðra lána til 1. janúar 2008.  Síðan viljum við þak á verðtryggingu og vexti.  Loks viljum við að fjármagnseigendur taki líka á sig ábyrgð vegna sveiflna í hagkerfinu.  Það er út í hött að eigendur fjármagnsins (já, það eru líka sparifjáreigendur) geti verið með belti, axlabönd og gjörð, en lántakendur þurfi að borga allt.

Marinó G. Njálsson, 3.7.2009 kl. 12:51

4 Smámynd: Arnmundur Kristinn Jónasson

Ég er nú hræddur um að útkomann yrði önnur og verri ef fólk gerði sér grein fyrir raunverulegu verðmæti eignanna. Og eiga þær ekki eftir að lækka um 40% á næstunni, samkvæmt spám?

Eftir ár verður sennilega spurt um hversu margir skuldi ekki nema þrefalt verðmæti eignarinnar.  

Arnmundur Kristinn Jónasson, 3.7.2009 kl. 12:56

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Arnmundur, þess vegna er nauðsynlegt að miða við fasteignamat en ekki markaðsverð.  Að vísu er fasteignamat sums staðar hærra en markaðsverð, en hér á höfuðborgarsvæðinu er því almennt öfugt farið.

Marinó G. Njálsson, 3.7.2009 kl. 13:21

6 Smámynd: Arnmundur Kristinn Jónasson

Marínó, er ekki rétt að miða við raunverulega eign?, en hún hefur ekkert með fasteignamatið að gera.  Ég fékk sent heim nýtt fasteigamat um daginn sem hafði hækkað upp í upphæð sem er 5 milljónum hærri en verðið sem ég borgað fyrir fasteignina fyrir rúmum 2 árum, í miðju góðærinu.  Ég veit ekki um gangverðið í dag, en það hlýtur að hafa lækkað frá því ég keypti. Nýja matið hefur því hvorki með byggingarkostnað né gangverð að gera, heldur er það verkfæri til að hækka fasteignagjöldin.

Arnmundur Kristinn Jónasson, 3.7.2009 kl. 13:41

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég fékk 6 milljón króna hækkun á nýbyggingu sem ekki hefur verið unnið við í 12 mánuði.  Ég sneri mér til Fasteignaskrár og bað um skýringu.  Það var ekki hægt nema senda inn beiðni um slíkt samkvæmt leiðbeiningu aftan á matsblaðinu.  Skora ég á þig að gera slíkt.

Konan sem ég talaði við, var frekar undin og önug og var ekki tilbúin að hlusta á ábendingar mínar.  "Þetta er bara svona og ef þú vilt nánari skýringar, þá verður þú bara senda inn kvörtun."  Þó ég benti henni á að húsið hefði verið metið í ágúst 2008 og síðan hefði fasteignaverð lækkað um tugi prósenta, þá var viðkvæðið bara "Okkar tölur sýna annað".

Marinó G. Njálsson, 3.7.2009 kl. 14:11

8 Smámynd: Elle_

Ég mótmælti fasteignamats-hækkun fyrir 5-7 árum og hef ekki enn fengið svar.

Elle_, 3.7.2009 kl. 15:57

9 identicon

Sæll Marínó.

Þetta eru ótrúlegar hörmungar sem við blasa alveg sárgrætilegt. Það er því miður lítið sem hægt er að gera núna, ögurstundin er liðin. Þegar rykið fellur og skyggnið verður skýrara blasir því miður við ótrúlega svört staða og að mörgu leiti miklu miklu verri en margir hafa haldið.

Íslenska ríkið og ríkisfyrirtæki eru stórskuldug og hafa ekki lánstraust. Staðan í ríkisfjármálum er hrikaleg og alveg ótrúlegt að ekki sé farið að skera niður strax. Hallinn á þessu og næsta ári verður væntanlega jafn mikið og þessar Icesave skuldbindingar um 350 miljarðar. Fjármálakerfið er hrunið og ekki virðist takast að endurfjármagna það. Þessi íslenska fjármálasvikamilla er hrunin og það verður að gæta þess að restin af lífvænlegu atvinnulífi ekki dregst með í kjölsoginu.

Skulda og eignastaða margra heimila er hræðileg og á því miður einungis eftir að versna. Get ekki komið auga á hvernig það gæti batnað. Það á eftir að versna mikið áður en það batnar.

Við verðum ofurseld verðlítilli krónu (getum ekki tekið upp neitt annað), háum vöxtum og lélegri tiltrú almennings.

Gunnr (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 23:28

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sæll Gunnr

Ég hef séð að þú hefur verið virkur annars staðar.  Já, ástandið er ekki gott og ég hef það á tilfinningunni að það eigi eftir að versna talsvert áður en við sjáum batamerkin.  Það skiptir engu máli hverjir eiga í hlut, AGS, ríkisstjórnin, Seðlabanki, FME, menn eru ekki að ráða við verkefnið.  Líklegast er greiningin röng og þar með meðalið.   Valið var meðal sem virkar hægt og er með miklum aukaverkunum.

Marinó G. Njálsson, 3.7.2009 kl. 23:52

11 identicon

Svo sem ekkert nýtt við þetta meðal, það veikir/þurrkar millistéttina út þar sem því er beitt, búið að stunda þetta árum saman. Þetta er hrein og klár eignaupptaka sem á sér stað, almenningi er blætt skipulega út á nokkrum árum á sama tíma og ríkið/almenningur einkavinavæðir/selur allt draslið á brunaútsölu til útlendinga. Þetta er sama mynstur og sést hefur um allan heim, það er komið að íslandi og þrátt fyrir svokallað hátt menntunar- og þekkingarstig þá er það greinilega einskis virði, hér skal þrammað sömu leið!

sr (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 09:22

12 identicon

Sæll Marínó

Langaði nú bara að hrósa þér fyrir allar þær uppls. sem sjá má á blogginu frá hruninu í haust . Heyr þér!

Hef verið að reyna að finna hvað 100% ábyrgð á íslenskar innistæður í bönkum hafa kostað ríkissjóð, heyrði að bara sjóðirnir hafi fengið 200 milljarða. O

Og þá spyr maður sig hefði ekki verið réttara að allir íslenskir sem erlendir hefðu fengið lámarksinnstæður greiddar. landið hefði þá allavega haldið mannorðinu erlendis, og maður getað sagst með stolti vera íslendingur.

Mannstu til að hafa séð þessar tölur????

Jón bróðir (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 00:14

13 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jón, talið er að innistæðutryggingarnar íslensku hafi kostað á bilinu 6-700 milljarða.  Ég hef raunar séð tölur upp í 730 milljarða.  Þetta er sem sagt af sömu stærðargráðu og Icesave.

Marinó G. Njálsson, 7.7.2009 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 1680564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband