Hvers konar bull er þetta í Bretum? Hér er greinilega komin haldgóð rök fyrir því að fara í mál við bresk stjórnvöld fyrir valdníðslu og vanhæfi. Breska fjármálaráðuneytið segir "að ekki hafi fengist skýr svör frá íslenskum stjórnvöldum um hvernig Ísland ætlaði að axla skuldbindingar sínar vegna innlánsreikninga íslensku bankanna í Bretlandi". Mér sýnist þetta sanna að Bretar eru eigingjarnir og sjálfhverfir. Vegna þess að ekki vannst tími til að gefa þeim fullnægjandi svar meðan allt brann á Íslandi, þá "neyddust" þeir til að nýta hryðjuverkalög og frysta eignir Landsbankans í Bretlandi. Það var ekki einu sinni gefinn kostur á umræðum siðmenntaðra þjóða. Ég held varla að þetta fari vel í íslenska þingmenn sem eiga að fjalla um Icesave samninginn á næstu vikum.
Bresk stjórnvöld verja hryðjuverkalögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Já fróðlegt að rifja upp það sem gerðist a þessum örlagaríku dögum fyrst í október 2008. Mig minnir að Gordon Brown hafi sagt í viðtali eftir að hann setti á okkur hryðjuverkalögin : " þið verðið að finna þessa peninga " . Það var nú einmitt í fréttunum áðan að bretar og hollendingar munu aðstoða okkur við að nálgast upplýsingar um leynireikninga í skattaparadísum, samkvæmt icesave samningnum. Gæti nú trúað að bretar og kannski hollendingar viti allt um hvert þessir fjármunir fóru. Og svo þetta : http://www.visir.is/article/20081011/VIDSKIPTI06/694985695/1235
eyjaskeggi (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 19:06
Hluti af því að endurreisa eðlileg samskipti milli þjóða sem byggð eru á gagnkvæmri virðingu og skilningi er að taka fast á þessum yfirgangi og kúgun sem bretar hafa ástundað nýlega í skjóli Evrópusambandsins.
Það er ekki önnur leið út úr því.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 19:29
Þeir sem hafa áhyggjur af því að leggja Icesave-samninginn á börnin okkar ættu þá í þessu ljósi að hugleiða hvað það gæti kostað okkur að semja ekki við Breta, - jafnvel þó seint og síðarmeir við myndum vinna dómsmál að hluta eða fullu, hvað myndi það kosta okkur í millitíðinni og hver væri staða okkar ef það svo tapaðist? - Það er ástæða þess að flestir semja í dómsmálum að betra er tap innan ramma en alltof dýr sigur eða tap sem vísast riði okkur að fullu.
Gunnar (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 03:23
Bresk yfirvöld hlupu á sig og vita af því. Þegar mannfólk hefur gert mistök og veit af því þá er gripið til lélegra útskýringa eða afsakana. Einhver ástæða er fyrir því að í Icesave samningnum er ákvæði um að Íslendingar fari ekki í málsókn.
Svanborg E. Ó. (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 12:53
Bretar hafa líklega séð það augljósa að Ísland var ekki skuldbundið til að koma Tryggingasjóði innistæðna til bjargar og sem 320.000 manna þjóð mundi hvort eð er aldrei geta staðið undir því að borga 20.000 Evrur til 340.000 IceSave reikningshafa í Bretlandi...
Róbert Viðar Bjarnason, 21.6.2009 kl. 21:29
Ekki lái ég Bretum að hafa tekið hart á þessum glæpum. Hinsvegar skil ég ekki hvernig þeim dettur í hug að ætlast til þess að börnin okkar borgi þessar skuldir.
Offari, 21.6.2009 kl. 22:54
Gallinn við þessa aðgerð Breta er að hún gerði mun meira en bara "frysta eigur Landsbankans". Það verður til n.k. viðskiptabann á alla Íslendinga við þennan "hryðjuverkastimpil" og það veldur því að aðilar sem hafa ekkert með Landsbankann að gera lenda í erfileikum með greiðslur og viðskipti, bara vegna þess að þeir eru íslenskir.
Þannig að Bretar skutu þarna Íslendinga sem hjörð vegna þess að Landsbankinn var þarna einhvers staðar innanum.
Næs, ekki satt? Segir allt sem segja þarf um Bretahelvítin. Munum þetta. Ávalt.
Offari láir Bretum það ekki að taka hart á þessum glæpum. Maður veltir því fyrir sér hvort allt sem er til sýnis í British Museum (http://www.britishmuseum.org) sé borgað og afgreitt. Eru Bretar eitthvað minni glæpamenn? Svona í sögulegum skilningi? Grikkir voru t.d. að opna nýtt safn við Akropolis hæðina og báðu um leið Breta um að vinsamlegast skila því sem þeir (Lord Elgin) stálu fyrir einni öld síðan.
http://www.youtube.com/watch?v=UWy1UzF8JVI
Svipað á við um fullt, fullt af dóti sem Bretar stálu, og hafa stolið í gegnum tíðina.
Annað: Washington Mutual og Leeman Brothers gerðu svipað og Landsbankinn. Fóru á hausinn með útibú í London. Ekki var hryðjuverkalögum beitt á þá banka né Bandríkin. Af hverju ætli það hafi verið? Hmmmmm.
Sigurjón Sveinsson, 22.6.2009 kl. 13:19
Sammála því sem Sigurjón segir hér fyrir ofan. Íslendingar skotnir sem hjörð er vel orðað um þetta. Langalvarlegast við Iceslave samninginn eru ákvæðin um að við megum ekki fara í mál við bretana. Það segir eitthvað um að þeir treysti ekki á að vinna málaferli og eru sennilega búnir að láta færustu menn sína fara yfir það. Íslendingar hafa bara verið leidd eins og hjörð til slátrunar í þessu máli án nokkurrar viðspyrnu.
Ævar Rafn Kjartansson, 23.6.2009 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.