Leita í fréttum mbl.is

8% hátekjuskattur, en 27% "lífeyrisþegaskattur"

Ég skrifaði færslu um þetta fyrr í kvöld.  Sjá: 

Bandormurinn er ómerkileg árás á þá sem minnst mega sín

Samkvæmt mínum útreikningi þá fela tillögur ríkisstjórnarinnar í sér allt að 27% "lífeyrisþegarskatt".  Já, 27% meðan hátekjuhópurinn greiðir 8% og aðrir ekki neitt.

Jafnaðarmennska Samfylkingarinnar á sér engan líka.


mbl.is ÖBÍ: Siðlaus tekjulækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þetta er rétt sem þú segir þá segi ég mig úr Samfylkingunni.

Valsól (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 23:25

2 Smámynd: Guðmundur Björn

Valsól!  Þú ert öll að koma til. Ræstu nú heilann!!

Guðmundur Björn, 20.6.2009 kl. 02:20

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta er rétt, Valsól. 

Marinó G. Njálsson, 20.6.2009 kl. 11:34

4 identicon

Ég er alveg gáttuð á hugmyndaleysi í sambandi við aðgerðir.  Núna eru lífeyrissjóðir að tala um að láta 25 milljarða inn til styrktar atvinnulífinu.  Af hverju er ríkisstjórnin ekki látin fá þessa peninga til að stoppa í gat þessa árs.  Síðan geta þeir komið aftur með peninga næsta ár.  Ef lífvænleg fyrirtæki geta endurskipulagt sig og fengið eðlilega fyrirgreiðslu (bankalán) á viðráðanlegum vöxtum þá eiga þau að geta spjarað sig.  Að setja misvitra menn í úthlutun á hvað er lífvænlegt kallar á mikil völd og hættu á hlutdrægni (sleppi þvi að kalla það spillingu).  Síðan legg ég til að allar lífeyrissjóðsgreiðslur um tíma séu greiddar til ríkisins.  Þetta eru peningar sem fólk hefur ekki á milli handanna og saknar því ekki.  Þegar betur árar ef þörf er má hækka greiðslurnar til lífeyrissjóðanna til að ná þessu upp aftur. Ef þetta hefur áhrif á útgreiðslu þá er það varla verra en fyrirhuguð skerðing á ellilífeyrisþega.

Nú reka sjálfsagt margir upp ramma kvein og finna þessu allt til forráttu, en ég vil minna á að þetta er okkar land og við hjótum að geta haft áhrif á úr hvaða sjóði við tökum til að rétta land okkar við.

Umfram allt þarf að gæta þess að lán landsmanna hækki ekki, en allt sem hækkar ratar inn í einhverja vísitölur, sem einhverjir snillingar settu yfir okkur og aðrir snillingar vita ekki hvernig á að taka út.

Annað, sem ég vildi nefna fyrst ég er komin af stað er að ég skil ekki hvernig nokkrum dettur í hug að skila ekki gjaldeyri heim.  Skammtíma gróði mun hefna sín þegar til lengri tíma er litið.

Saman stöndum við, en sundruð föllum við. 

Svanborg E. Ó. (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 12:36

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég benti á leið um daginn sem hægt væri að fara og gæfi um 20-25 milljarða.  Það er tilfærsla á lífeyrisiðgjöldum til ríkisins í gegnum tryggingagjald.  Ég stakk upp á að mótframlag launagreiðenda væri lækkað úr 8% í 6% og tryggingagjaldið hækkað sem því næmi í 3-4 ár.  Þessi 2% skipta engu máli fyrir þá sem greiða í lífeyrissjóð í 30 - 40 ár, en geta skipt sköpum til að stoppa í fjárlagagatið.  Hugmynd sjálfstæðismanna um að greiða strax skatt af lífeyrisiðgjöldum er öllu róttækari og gæti skapað fjáröflunarvanda í framtíðinni.  En erfiðir tímar krefjast róttækra lausna, en þær mega ekki verða til þess að staða þjóðfélagshópa sem eru í miklum vanda versni líkt og tillögur ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir.

Nú fyrst Jóhanna vill verða næst tekjuhæst ríkisstarfsmanna á eftir forseta Íslands, þá legg ég til að félagsmálaráðherra fái ekki hærri laun en sem nemur hæstu bótum skjólstæðinga hans.

Marinó G. Njálsson, 20.6.2009 kl. 12:53

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðist er á gamla fólkið. Í desember voru líka samþykkt lög um "ráðstafanir í ríkisfjármálum" þar sem einn hópur kom hrikalega illa út. Það voru ellilífeyrisþegar með lítil lífeyrisréttindi.

Sjá færslu með dæmum hér

Orsakavaldurinn var aukin tekjutenging vegna vaxtatekna. Hægt hefði verið að hlífa þessu fólki með tvöföldun frítekjumarks, en með reglugerð frá 23. desember var það aðeins hækkað úr 90.000 krónum í 98.640. Undir reglugerðina skrifaði Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi félagsmálaráðherra.

Þarna fengu efnalitlir eldri borgarar kjaftshögg í jólagjöf. Það er ekki fyrir hvern sem er að skilja jafnaðarmennsku Samfylkingarinnar, en þessi nýjasta atlaga að þeim sem minnst mega sín þarf ekki að koma á óvart.

Haraldur Hansson, 20.6.2009 kl. 13:35

7 identicon

Marínó.

 Veistu hve há upphæðin er á ári sem við greiðum í lífeyrissjóðina?

Svanborg E. Ó. (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 14:15

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Svanberg, ég kastaði á þetta um daginn í færslunni Það er til betri leið.  Þar nýtti ég tölur frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna um að iðgjöld 2008 hafi verið um 15 milljarðar.  Eignir LíVe eru síðan um 1/6 af eignum lífeyrissjóðanna samkvæmt gögnum frá Landsamtökum lífeyrissjóða og ef við gefum okkur að sama gildi um innborguð lífeyrisiðgjöld, þá voru iðgjöld síðasta árs (þ.e. bæði framlag launþega og mótframlag launagreiðenda) um 90 milljarðar.  Ofan á þetta bætast svo líklegast séreignaiðgjöld. 90 milljarðar í lífeyrisiðgjöld samsvara þá launagreiðslum upp á um 750 milljarða.

Marinó G. Njálsson, 20.6.2009 kl. 14:27

9 identicon

Takk fyrir upplýsingarnar Marínó. Ég vissi að ég kæmi ekki að tómum kofanum hjá þér.

En þá sjáum við það.  90 milljarðar á ári ef bara er talað um skyldulífeyrissparnaðinn. Af hverju í ósköpunum fáum við ekki að taka sundtökin og synda til lands í stað þess að níðþungum steinum sé varpað til okkar út á hafsjó.  Steinum, sem munu með þessu áframhaldi drekkja okkur. Við þurfum ekki leiðtoga, sem hugsa í einu og öllu fyrir okkur.  Við þurfum að snúa bökum saman sem þjóð og nýta okkur þann sjóð, sem við Íslendingar eigum saman. Við eigum að hafa þann rétt að fá að hjálpa við að koma okkur úr þessum vandræðum í stað þess að bíða milli vonar og ótta hvað næst.  Við skulum muna að það sameinar okkur að hjálpast að í stað þess að bítast um hvar verði höggið.

Að lokum vil ég bæta við að tel ég að allir eigi að hafa þann möguleika að eiga eina íbúð eða hús, skuldlaust þegar vinnukvöldi lýkur og að það eigi að vera hans lífeyrissjóður. Eins og nú horfir verður fólk alveg eignalaust þegar að þeim tímapunkti kemur.   Þá eru þessar lífeyrissjóðsgreiðslur hvort sem er eins og dropi í hafið.

Svanborg E. Ó. (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 14:54

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Til frekari upplýsinga, þá fóru um 1,4% af eignum Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda til greiðslu lífeyris á síðasta ári.  Hjá Festa lífeyrissjóði er þetta hlutfall um 2,8% og rétt um 40% af iðgjöldum ársins.  Hjá LíVe voru iðgjöld síðasta árs víst 17,1 milljarður, lífeyrisgreiðslur 5 milljarðar og eign í árslok 2008 248,8 milljarðar.  Útgreiddur lífeyrir var því 29,3% af inngreiddum iðgjöldum og 2% af eignum í árslok.

Marinó G. Njálsson, 20.6.2009 kl. 15:21

11 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

með ólíkindum hvernig menn hafa geð í sér að níðast sífelllt á öldruðum.

sá hópur fólks ætti að vera friðhelgur. fólk sem hefur stritað og skilað sínu til samfélagsins og ætti að fá að njóta lífsins, án áhyggja, í ellinni.

alla vega vil ég fá að eiga áhyggjulausa elli, þegar og ef ég næ þeim áfanga. ég skal hins vegar alveg díla við áhyggjurnar núna, meðan ég er hraustur og get unnið.

Brjánn Guðjónsson, 20.6.2009 kl. 15:23

12 identicon

Voðalegar reiknikúnistir eru þetta. Núna er búið að reikna okkur margsinnis til helvítis vegna Iceve reikningana, og nú heyrist grátur vegna aldraðra og örykja, sem hafa vælt allt góðærið.

Það verða allir að bera birgðar og engin þar undntekning. Þjóðin kaus Sjálfstæðisflokkinn til valda í 18 ár og við verðum að borga fyrir það. Það er ekki flóknara en það. Þetta er rétt byrjunin, ég held að þetta eigi bara eftir að versna.

Sigurdur (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 17:15

13 identicon

Frábært hjá þér Sigurður!...einbeitum okkur að fortíðinni.  Ég kaus ekki sjálfstæðisflokkinn.

Marinó, þessi leið sem þú að aðrir hafa komið með með að nota lífeyrissjóðina er sú eina og allrabesta í stöðunni.  Það er skrýtið að það er lítið spáð í þetta.  Eru ekki réttir aðilar að tala hennar máli?

Itg (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 18:06

14 identicon

Við getum þá gengið á höfuðstólinn í þó nokkur ár án þess að skerða greiðslur.  Málið er bara hverning dettur nokkrum manni í hug að betra sé að skulda eða taka ný lán með tilheyrandi vaxtabyrði ef þjóðin á fjármagn sem getur grynnkað á skuldum ríkssjóðs og jafnframt komið í veg fyrir að fjölskyldur sökkvi dýpra í skuldafenið vegna hækkandi skatta, lána og framfærslu.  Hvað eru menn að hugsa?  Hvar er stoltið?

Ríkið getur sveiflað niðurskurðarkylfunni og hækkað álögur.  En hvar á almenningur að taka viðbótar fjármagn til að greiða sínar skuldir? Skuldir þar að auki, sem var ekki tekið að láni.  Hvað á hann að hækka? Fá kauphækkun? Nei ekki hægt.  Það er verið að lækka þau ef þau nema einhverri tölu.  Fá sér meiri vinnu? Nei, ekki hægt því að það er bullandi atvinnuleysi. Jú, eitt getur almenningur. Hann getur skorið niður í framfærslukostnaði fjölskyldunnar og borðað t.d. spaghetti, núðlur og hafragraut. Fyrirtæki landsins, sem enn eru á lifi eru líka að kikna undan skuldum, útgjöldum og samdrætti í tekjum. Hvað eiga þau að gera? Borga meiri skatta er svarið sem felst í aðgerðum ríkisstjórnarinnar.  Þessi svokölluðu lífvænlegu fyrirtæki verða kannski ekki svo lífvænleg mikið lengur þegar engir eru lengur viðskiptavinirinir. 

Svanborg E. Ó. (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 18:32

15 identicon

Nú skal trampa yfir eldri borgara eina ógeðslega ferðina enn.  Ólýsanlega aumt og ómerkilegt.  Kallast það mannréttindi að draga eldra fólk um á asnaeyrunum og leyfa auðrónunum að halda höllunum og milljörðunum?  Fólk, sættum okkur alls ekki við það.  Verjum eldri borgara okkar, við verðum að gera það.

EE elle (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 19:48

16 identicon

Og ég var að lesa comment Sigurðar.  ELdri borgarar verða EKKERT að bera neinar fjárans byrgðar.  Eldri borgarar eru búnir að bera nóg og þola nóg.  Nú er komið að auðmönnunum.  Og Sigurður getur borið þungar byrðar sjáflur. 

EE elle (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 20:03

17 identicon

Komdu sæll Marínó

Ég verð að spyrja beint: hefur þú getað kynnt lífeyrissjóðum og stjórnvöldum hugmyndir þínar um 6% - 2% leiðina?

Ef svo: hver voru viðbrögðin?

Ef ekki: af hverju ekki?  

Mér heyrist þetta vera algerlega brilljant en í staðinn ákveða stjórnvöld að HÆKKA tryggingargjaldið og svo er verið að víla og díla um lífeyrissjóðina okkar en þar er allt enn með kyrrum kjörum - stjórnir undarlega skipaðar o.s.frv.

Í rauninni finnst mér að launþegar ættu nú þegar að sameinast um þá kröfu að haldnir verði aðalfundir í öllum lífeyrissjóðum þegar í stað þar sem í fyrsta lagi verði kynnar allar hugmyndir sem eru í gangi um heimfærslu/lán/gjöf/fjárfestingar á peningunum okkar og í öðru lagi verði tekin fyrir lög sjóðanna með áherslu að skipun stjórna.   Það lítur út fyrir að þeir sem ráða heyri eða finni mjög illa þann anda sem er í gangi í þjóðfélaginu um breytingar; réttlæti og gegnsæi. Þeir halda bara áfram sínum kúrs.   Og við erum að sofna.. skiljum ekki hvað er mikilvægt að bregðast fljótt við áður en liðið sem er vant að ráða öllu, ráða örlögum okkar, siglir sinn sjó og við sitjum eftir... á eyðieyju!

Oddný H. (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 20:52

18 identicon

Yfirvöld eru að sofna, ekki fólkið, svo framarlega sem þau geta sofið á meðan þau draga almenning og eldri borgara um í drullu-skatta-og skulda-svaði.  Og fólkið grætur.  Og fólkið flýr.  Og sumt fólk fremur sjálfsvíg.

EE elle (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband