30.5.2009 | 10:26
Þjóðarsátt um þak á verðbætur
Birti hér fyrir neðan ályktun og hvatningu Hagsmunasamtaka heimilana til þjóðarsáttar um þak á verðbætur:
Hagsmunasamtök heimilanna undrast að ríkisstjórninni finnist sjálfsagt mál að grípa einhliða til aðgerða sem leiða til hækkunar á höfuðstól verðtryggðra íbúðalána. Á tímum þegar nauðsynlegt er að gera allt sem hægt er til að draga úr skuldsetningu heimilanna, þá sýnir ríkisstjórnin algjört skilningsleysi á því ófremdarástandi sem hér ríkir.
Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að ríkisstjórnin grípi tafarlaust til aðgerða sem koma í veg fyrir að þær hækkanir, sem samþykktar voru á Alþingi [á fimmtudagskvöld], þyngi lánabyrði heimilanna. Samtökin taka undir tillögur þingflokks Framsóknarmanna um að sett verði 4% þak á verðbótarþátt fjárskuldbindinga, enda er það ein af grundvallarkröfum samtakanna. Frumvarpið endurómar tillögur margra flokka og einstakra þingmanna í öðrum flokkum. Hvetja samtökin því til þess að frumvarpið fái sem fyrst þinglega meðferð, þrátt fyrir að um þingmannamál minnihluta sé að ræða. Fólkið í landinu er örvæntinarfullt og þingið þarf að sýna að það skilji neyð þess. Nú er ekki tíminn til að karpa um hver lagði frumvarpið fram eða hver fær heiðurinn af því.
Með því að setja 4% þak á verðbótaþátt fjárskuldbindinga gefst ríkisstjórninni auk þess svigrúm til frekari tekjuaflandi aðgerða, án þess að slíkar aðgerðir hafi áhrif á greiðslubyrði lána um ófyrirséða framtíð.
Samtökin gera sér fulla grein fyrir að fleira er verðtryggt en fjárskuldbindingar, svo sem lífeyrir, bætur úr ríkissjóði og skattleysismörk. Vissulega þurfi að fara varlega í að rjúfa sumar slíkar tengingar með einu pennastriki, en ef tíminn til áramóta er nýttur vel, þá má örugglega finna farsæla lausn á þeim vanda. Í því samhengi lýsa samtökin yfir eindregnum samstarfsvilja.
Hér mun aldrei ríkja þjóðarsátt um aðhaldsaðgerðir af neinu tagi nema að skuldsettar fjölskyldur sjái að staða þeirra batni við aðgerðir stjórnvalda í stað þess að versna. Fólk verður að sjá ljós við enda ganganna.Mikilvæg aðgerð á þeirri vegferð er að grípa án tafar inn í verðlagstengingu lána. Því fara samtökin þess á leit við Alþingi að frumvarp Framsóknarflokksins um breytingar á lögum nr. 38/2001 verði afgreitt hratt og vel. Hagsmunasamtök heimilanna hvetja Alþingi til að senda þjóðinni skýr skilaboð um að það skilji áhyggjur þjóðarinnar og skuldbindi sig til aðgerða sem veiti henni von inn í framtíðina.29. maí 2009Hagsmunasamtök heimilanna
www.heimilin.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Marinó.
Enn er ekki búið að gera upp skuldirnar sem fluttar voru í nýju bankana, þannig að sá hluti skulda almennings er ekki á hendi ríkisins ennþá og ekkert hægt að gera með þær á meðan.
Ég hef bent á tvær leiðir sem geta gjörbreytt stöðunni varðandi skuldirnar:
Þessi kostar ekkert: Stórkostlegir möguleikar á skuldalækkun með skattkerfisbreytingu
Og þessi kostar 6%: Afskriftir skulda, skilvirk og heiðarleg aðferð
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 11:05
Ég hef bent á tvær leiðir sem geta gjörbreytt stöðunni varðandi skuldirnar:
Skattkerfisbreyting
Skuldaafskrift
(Fyrirgefðu Marinó, þú getur þurkað út þessar tvær athugasemdir mínar hér á undan.)
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 11:12
Íslenska ríkisstjórnin HELDUR að hægt sé að "nauðga íslenska þrælnum út í það óendarlega" - við okkur er ávalt sagt: "bend over and take it like a man...", en íslenski þrælinn er sem betur fer búinn að fá nóg af slæmri meðferð..! "Við mótmælum ÖLL mjög slæmri meðferð & úrræðaleysi stjórnvalda í okkar garð...!". Þessi AUMA ríkisstjórn er vita GAGNLAUS fyrir fólkið & fyrirtæki í landinu..!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 15:13
Í dag eru miklu hagstæðari raunvextir á verðtryggðum heldur en óverðtryggðum lánum.
Matthías Ásgeirsson, 30.5.2009 kl. 15:36
Matthías, þeir yrðu þá ennþá hagstæðari með 4% þaki. Að því sögðu, þá jafngilti verðbólga milli apríl og maí 14,4% ársverðbólgu. Með 6% ofan á gerir það 20,4%. Ég held að yfirdráttarvextir séu svipaðir. Nú stýrivaxtaviðmiðaðir vextir Landsbankans eru 14,5%, sem er lægra en verðtryggðir vextir hjá öllum.
Hafa verður í huga, að ekki er hægt að fara út í svona þak á verðbætur nema jafnframt sé sett þak á vextina sem bætast ofan á verðbæturnar.
Marinó G. Njálsson, 30.5.2009 kl. 15:51
Ég miða reyndar við að það sé engin verðbólga í dag, eins og raunin er ef Hagstofan notaði ekki furðulegar aðferðir við að meta fasteignavísitölu.
Ertu í raun að segja að þeir sem taka verðtryggð lán eigi rétt á að þau lán fuðri upp í verðbólgu? Svona svipað og þetta var í gamla daga?
Þeir sem eiga sparifé eiga þá um leið engan rétt á að eiga það fé, heldur skal það einnig fuðra upp í verðbólgu.
Semsagt, engan sparnað á Íslandi. Niður með réttindi lífeyrissjóðsfélaga og svo framvegis?
Matthías Ásgeirsson, 30.5.2009 kl. 16:27
Matthías, við verðum seint sammála í þessu máli og mín reynsla er sú að það er sama hvað ég segi, þú tekur alltaf andstæða afstöðu, þannig að ég ætla ekki að togast inn í slíka umræðu með þér. Ég hef marg bent þér á að markmið alls þessa er að koma á stöðugleika. Hann næst ekki nema báðir aðilar taki sinn hluta af áhættunni. Síðan er ekkert sem segir að einhver banki geti ekki verðtryggt innlán, þó hann verðtryggi ekki útlán. T.d. er staðan á fjármálamarkaði í dag, að yfir 1.400 milljarðar af skuldum heimilanna eru verðtryggðar, en innan við 200 milljarðar af innlánum. Það getur vel verið að ýmsir þættir séu verðtryggðir. T.d. eru lífeyrisréttindi hluta launafólks verðtryggður eftir að taka lífeyris hefst. Þá koma rökin að svo og svo stór hluti eigna lífeyrissjóðanna séu verðtryggðar, en þar gildir að 10% af eignum þeirra eru í sjóðfélaga lánum og önnur 20% eru örugglega í verðtryggðum eignum. Vafi leikur á um 15% til viðbótar, en samkvæmt mínum athugunum, þá er líklegast um helmingur þeirra verðtryggður. Þá er spurningin hve hátt hlutfall eigna lífeyrissjóðanna þarf til að dekka verðtryggðar lífeyrisbætur. Ég nennti ekki að fletta í gegnum vef Landsamtaka lífeyrissjóða til að finna heildartölur fyrir sjóðina. Ef Lífeyrissjóður verzlunarmanna er notaður til að reikna þetta út, þá kemur í ljós að útgreiddar bætur á síðasta ári námu 2% af eignum og innan við þriðjungi af inngreiddum iðgjöldum. Verðbætur á þessi 2% vega nákvæmlega ekkert inn í heildar ávöxtun sjóðsins.
Það er bábilja að enginn sparnaður verði á Íslandi. Nú þegar fara 12% af launum í sparnað! Það getur vel verið að valkvæður sparnaður í innlánum minnki tímabundið en er það ekki bara allt í lagi. Það er mun mikilvægara í augnablikinu að koma hér á stöðugleika og heilbrigðu fjármálakerfi en að hafa áhyggjur af samdrætti í valkvæðum sparnaði. Það er líka mikilvægara að sporna við hruni heimilanna, endurreisa fasteignamarkaðinn og fjölga störfum í landinu. Hitt er svo, hvað ætlar fólk að gera við peninginn sem það er ekki með á vöxtum í banka? Geyma hann undir kodda eða í bankahólfi? Einvherjir vextir eru betri en engir vextir og ef við náum stöðugleika án verðtryggingar, þá mun þjóðarbúið allt græða á því, ekki bara þeir sem eru í þeirri aðstöðu að geta ávaxtað fé sitt án áhættu. Ég er sannfærður um að ef við afnemum verðtryggingu fjárskuldbindinga, þá verður ekki langt að bíða að nafnvextir innlána verða orðnir stöðugir í svona 3-4% umfram verðbólgu.
Marinó G. Njálsson, 30.5.2009 kl. 17:27
@Sveinn hinn ungi: Þetta er mjög svipuð tillaga og kom frá efnahagshóp landsfundar VG. Vona að hún fái vinnslu á þingi.
Héðinn Björnsson, 30.5.2009 kl. 17:37
Héðinn, ég dáist alltaf af þessari bjartsýni ykkar VG manna að trúa því að forystan hlusti á almenna félagsmenn. Steingrímur er búinn að fá mýmörg tækifæri til að seilast í landsfundarályktunina án þess að gera það. Hann er bara sama gungan og allir hinir eða lætur valdið spilla sér. Ég hef sett fram þá kenningu, að þegar Steingrímur og Jóhanna tólku við, þá kom sendiboði frá AGS með innsiglaða skjaltösku. Innsiglið var rofið og taskan opnuð. Þá kom í ljós afsal til AGS og erlendra kröfuhafa undirritað af GHH og ISG á öllum orkuréttindum þjóðarinnar og þar með Landsvirkjun og hugsanlega 100 - 200 önnur óyfirstíganleg skilyrði. Sorry, en bæði Steingrímur og Jóhanna virðast hafa fengið einni stöðuhækkuninni of mikið.
Marinó G. Njálsson, 30.5.2009 kl. 17:52
Matthías, ég tek undir með þér að þessi mæling Hagstofunnar á verðhækkun fasteignaverðs er í besta falli grunsamleg. Hvernig stendur á því að sá aðili sem heldur utan um mælinguna fær gjör ólíka niðurstöðu en þá sem les út úr gögnunum. Svo eru fréttamenn svo skyni skroppnir að þeir leita ekki svara frekar en þegar fulltrúi AGS segir að Íslendingar geti greitt af skuldum sínum, þá datt engum í hug að spyrja hversu háar AGS mæti skuldirnar.
Marinó G. Njálsson, 30.5.2009 kl. 17:55
Eitt er á hreinu að á meðan gömlu bankarnir eru í samningarviðræðum við sína kröfuhafa, og þar af leiðandi ekki að borga neinar af sínurm skuldum á meðan, þá eru nýju bankarnir að ganga á almenning og fyrirtæki sem skulda gömlu bönkunum. Þannig eru aðstæður í dag að nýju bankarnir eru að drukkna úr peningum vegna þess að þeir þurfa ekkert að borga. Þá er umboð nýju bankann þannig að þeir geta á mjög auðveldan hátt fryst allanr skuldir á meðan það er verið að semja við kröfuhafa gömlu bankanna.
Gerum okkur líka grein fyrir því að Lífeyrissjóðirnir fjarfestu að stærsta hluta erlendis þar sem verðtrygging er ekki við líðu. Af hverju?
Afnemum verðtryggingu af íbúðarlanum strax!
Haraldur Haraldsson, 30.5.2009 kl. 23:57
Offari, 31.5.2009 kl. 01:15
Finnst fólki það ekki grugguglega undarlegt að yfirvöld skuli geta lagt milljónir ofan á fasteignaskuldir fólks þegar þeim dettur í hug að hækka skatta á bensín og tóbak og VODKA?!? Og af hverju voru yfirvöld að hækka bensínskatta núna? Voru ekki himinháir skattar á bensíni nú þegar? Ætli yfirvöld vilji að við flýjum öll úr landi og skiljum þau ein eftir með peninganiðingunum og IMF?
EE elle (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 01:39
Eru Hagsmunasamtök heimilanna deild í Framsóknarflokknum?
Væri ekki eðlilegra að setja þak á verðbólgu, fremur en verðbætur? þar sem það er verðbólgan sem drífur áfram vísitöluna sem aftur veldur hækkun verðtryggðra lána.
Ekki verður hitasótt læknuð með því að breyta kvarðanum á hitamælinum.
Nú hafa verðtryggð lán hækkað mun minna en mintkörfulán, hvað viljið þið gera í þeim?
Nú eru það lífeyrissjóðirnir okkar og ríkissjóðurinn okkar sem eiga flest þau útlán sem þið viljið lækka og afnema verðtryggingu á, sem sagt þjóðin á að borga, mest til þeirra sem mest skulda en ekkert til þeirra sem ekkert skulda. Hvað kostar þetta?
Er réttlátt að láta komandi kynslóðir borga brúsann vegna okkar mistaka og bjartsýni?
Nú vilja menn "að allt sé upp á borðinu". Hvernig er með skuldir ykkar sem mest krefjast "leiðréttinga", hvursu miklar og hvernig var stofnað til þeirra. þetta væri gott að fá upplýsingar um til að auka trúverðugleika ykkar, þannig að maður þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að hér séu menn í einkaerindum fyrir sinn eigin fjárhag. Sem sagt "gagnsæi".
magnus (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 13:16
Magnus, viltu ekki lesa það sem við fólkið erum búin að vera að skrifa í þetta blogg og önnur síðan í október sl? Með því að fletta bloggi Marinós og Haraldar að ofan og lesa pistla Hagsmunasamtakanna muntu kannski skilja þjófnaðinn gegn venjulegum skuldurum með venjuleg lán sem var ýtt upp um milljónir á milljónir ofan af bönkum og yfirvöldum með vísitölutryggingu sem hefur ekkert neitt með fasteignaskuldir fólks að gera.
Almennur borgari (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 14:31
Magnús, bara svo þú vitir, þá voru Hagsmunasamtök heimilanna stofnuð í janúar, m.a. í kringum þessa hugmynd um 4% þak á verðbætur. Framsóknarflokkurinn tók þessa hugmynd upp eftir okkur og erum við bara mjög ánægð með það. Samtökin eru þverpólitísk og ópólitísk. Okkur er sama hvaðan gott kemur og berjumst gegn órétti sama hvaða stjórnmálaafl heldur því á lofti. Við höfum t.d. verið órög við að gagnrýna Framsóknar í undanfara hrunsins, en lítum svo á, að gagnvart hagsmunum heimilanna, sé mikilvægara að finna lausnir. Finnum líka skaðvaldana, endilega, en það getur einn hópur einbeitt sér að því meðan aðrir vinna að lausnunum.
Verðbólga er mælin á verðlagsþróun. Hún er ekki vandamálið. Vandamálið er hvernig við látum þessa mælingu hafa áhrif á kjör fjárskuldbindinga. Verðtryggingin er ekki kvarðinn á hitamælinum heldur aðferð við vaxtaútreikning til að tryggja að vextir ákveðinna lána geti ekki farið niður fyrir fyrirfram ákveðin gildi. Verðtrygging er ekki náttúrulögmál heldur mannanna verk sett til að breiða yfir vanhæfi þeirra sem stjórnuðu lífeyrissjóðum landsmanna fyrir um 30 árum. Hún er barn síns tíma sem átti við í allt öðru hagkerfi en við búum við í dag.
Við höfum lagt til leiðir vegna gengisbundinna lána. Nú kemur í ljós að slík lán eru líklegast ólögleg og gætu því fallið um sig sjálf. Annars ætla ég ekki að skrifa upp allar kröfur HH. Þú getur lesið þær hér: Tillögur um bráðaaðgerðir vegna efnahagskreppunnar
Ég kannast ekki við að almenningur/heimilin hafa gert slík mistök, að það réttlæti að þessi hópur sitji uppi með það tjón sem honum virðist vera ætlað að bera. Heimilin tóku ekki stöðu gegn krónunni. Heimilin bera ekki ábyrgð á verðbóglunni sem kom í kjölfar falls krónunnar. þetta er hvorutveggja afleiðing af hagstjórnarmistökum og það sem getur ekki fallið undir neitt annað en vanhæfi stjórnenda og eigenda bankanna.
Varðandi þetta með lífeyrissjóðina, þá ættir þú nú bara að lesa það sem ég sagði í athugasemd að ofan. Þar er svarið. Annars er það gömlu tugga að einhver tapi því sem hann á með því að afnema verðtrygginguna. Það er verið að breyta forsendum vegna útreiknings ávöxtunar. Það er verið að leggja til að bæði lántakendur og lánveitendur beri áhættu. Ísland er eina landið í heiminum, þar sem húsnæðislán eru verðtryggð. Hvers vegna skyldi það vera? Þegar svona lán var borið undir bankastjóra í Svíþjóð, þá taldi hann að pappírarnir væru falsaðir og að mafían á Ítalíu yrði alsæl með svona ávöxtun.
Bara svo ég nefni mína stöðu, þá eru mín vandamál eingöngu vegna þess að ég er að byggja og get ekki selt. Minn glæpur er að fjölskyldan mín stækkaði og sprengdi utan af sér núverandi húsnæði. Ég hef marg oft nefnt þetta í pistlum mínum. Þú ert annað hvort nýr hér á blogginu eða nýr þingmaður Samfylkingarinnar sem sér sig knúinn til að verja Jóhönnu fyrir eðlilegri gagnrýni . Svona öllu grýni sleppt (og eins og Almennur borgari bendir á), þá eru búnar að vera mjög líflegar umræður um þessi mál hér undanfarna 8 mánuði eða svo. Hvet þig til að renna í gegnum hana.
Marinó G. Njálsson, 31.5.2009 kl. 14:41
Ég kom frá Bandaríkjunum og þar lækkuðu fasteignaskuldir jafnóðum og fólk borgaði af þeim. Eðlilega. Þannig er það líkl. í öllum löndum heims. Nema í Skuldalandi. Í Skuldalandi fljúga fasteignaskuldir venjuegs fólks upp um milljónir vegna hækkunar á bensíni, sígarettum, VODKA!?! Finnst Magnúsi og öðru fortölufólki ekkert bogið við það? Og þó fasteignaverð hafi kol-fallið geta bankar með óstjórn og rán-vísitölu lagt milljónir ofan á faseignaskuldir fólks. Samkvæmt kol-falli fasteignaverðs ættu fasteignaskuldir fólksins að hafa farið niður, EKKI upp, ef nota á vísitölu. Nei, ekki í Skuldalandi, þar er notuð ránvísitala sem kemur ekki fasteignaskuldum neitt við. Lærður maður kallar þessa vísitölu fábjánavísitölu:
http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/882364/
EE elle (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 15:20
Þakka þér fyrir svörin Marinó.
Ég ætla að taka fram að sjálfur á ég ekki krónu á verðtryggðum reikningi en skulda hins vegar slatta í verðtryggðu húsnæðisláni sem ég ræð við meðan ég hef atvinnu. Mínar eignir eru aðallega bundnar í mínu húsi og 10 ára gömlum díseljeppa. Svo "allt sé upp á borðinu"
Þú segir:
"Verðbólga er mæling á verðlagsþróun. Hún er ekki vandamálið."
Verðbólga er einmitt vandamálið og hún er mæld með vísitölu sem með misgóðum hætti leitast við að endurspegla verðlagsþróun. Ef við hefðum haft hér gegnum tíðina alvöru mint, alvöru hagkerfi og alvöru hagstjórn og hefðum geta haldið verrðbólgu í svipuðum skefjum og alvöru ríki á vesturlöndum, hefði engum dottið í hug að taka upp verðtryggingu á Íslandi. Verðtryggingin var neyðarúrræði við þær aðstæður sem hér höfðu ríkt og ennþá eru til staðar, eins og við sjáum glögglega núna.
Ef engin væri verðbólgan væru heldur engar verðbætur, aðeins nafnvextir. Þannig að verðbólgan er vandamálið. Vísitalan er mælirinn.
Ef við hefðum lága verðbólgu á svipuðu róli og alvöru vestrænt ríki hefðum við ekkert við verðtryggingu að gera. Það væri auðvitað best.
Þegar ég var barnungur að reyna að byggja yfir mig úti á landi rétt fyrir 1980, gat ég ekki geymt peninga í banka, ég keypti steypu ofl. fyrirfram og verðtryggði þannig aura sem rjátluðust inn í stað þess að láta aurana liggja í bankanum og eyðast upp á óverðtryggðum reikningi sem bar vexti sem voru aðeins brot af verðbólgunni á þeim tíma.
Á þessum tíma voru útlánsvextir banka til muna lægri en nam verðbólgu og þess vegna kepptust allir sem höfðu góðan aðgang að bankastjóra við að framlengja víxla út í eitt, með þeim árangri að verðgildi skulda þeirra varð að lokum aðeins brot af því sem það var í upphafi. Þá greiddu þeir upp það litla sem eftir var. Sparifjáreigendur borguðu meirihlutann.
Menn þurftu að vera vel tengdir, í réttum flokkum, rétta leynifélaginu og rétta íþróttafélaginu til að fá þessi gjafalán. Ég var ekki í þeim hópi, ég var í þeim hópi sem fékk oftast svarið "engir peningar til".
Ekki trúi ég á að þú viljir endurvekja þessa tíma.
Þjóðin á bankana, lífeyrissjóðina og íbúðalánasjóð, þannig að þjóðin, ég og þú og fleiri munum borga reikninginn vegna neikvæðra vaxta og niðurfellinga á lánum landsmanna. Hvað ætli það kosti?
Þegar maður skrifar undir (verðtryggt) skuldabréf tekur maður áhættu.
Fasteignir hækka og lækka eftir tímabilum og árferði, maður tekur áhættuna og situr uppi með hana.
Þeir sem eru í greiðsluerfiðleikum eiga samt mína samúð, sérstaklega þeir sem kljást við atvinnuleysi og aðrir sem hafa ekki upp á mikið að hlaupa.
Hins vegar þeir sem geta borgað en vilja það ekki út frá pælingum um eiginfjárstöðu, eiga takmarkaða samúð mína og alls ekki þeir sem aðeins þurfa að fækka ferðalögum sínum lítilsháttar og draga úr gróðæris-lífsstílnum til að ná endum saman.
Því miður sýnist mér ekki að við verðum mjög sammála.
magnus (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 17:37
Magnús, í því samhengi sem við erum að tala um lánin, þá er verðtryggingin vandamælið. Hvernig verðbætur eru metnar og nýttar í þessu kerfi er vandamálið. Mér finnst vera dálítið röng hugsun að álíta að ekki sé hægt að verðtryggja innlán þó útlán séu ekki verðtryggð. Hvaðan kom það náttúrulögmál?
Ástandið sem var fyrir 1980 var tímabil þar sem sumir högnuðust og aðrir töpuðu. Ætlum við að halda í úr sér gengið verðtryggingarfyrirkomulag vegna þess að einu sinni kunnu menn ekki að ávaxta peninga eða höfðu ekki tækifæri til þess? Eigum við þá ekki að hætta að nota bíla vegna þess að banaslys voru færri áður en bílum fjölgaði svona mikið? Verðtryggingin er búin að koma okkur í þau spor að fólk er fast í skuldafangelsi um aldur og ævi. Verðtryggingin veldur óstöðugleika vegna þess að fjármagnseigendur taka enga áhættu. Þeir geta gert hvað sem þeir vilja með verðtryggðum innlánum og útlánum og því fylgir engin áhætta. Þetta kerfi er hvergi notað í heiminum, eins og hér. Ætli það sé vegna þess að við séum skynsömust í heimi?
Þú spyrð hvað það kostar að fella niður lán? Veistu hvað, lán verða felld niður. Spurningin er bara hver á að njóta þess og hvort núverandi eigendur íbúðarhúsnæðis munu fá að vera virkir aðilar á fasteignamarkaði næstu árin eða ekki. Þú talar fjálglega um að vilja ekki það ástand sem var um og upp úr 1980, en þú ert einmitt að biðja um það. Kostnaður þjóðfélagsins af því að setja 30.000 heimili í þrot verður svo mikill að bankarnir og Íbúðalánasjóður munu falla. Og ekki bara það, stór hluti fyrirtækja landsins munu fylgja.
Stór hópur fólks er búinn að tapa viljanum til að borga, ekki getunni. Það sér ekki tilganginn, sérstaklega ekki þegar stjórnvöld og bankarnir gera ekkert annað en að reka löngutöng framan í það. Í 8 mánuði þá er það eina sem sagt hefur verið: Þið verðið bara að borga. Við rústuðum efnahag landsins, enda bað enginn okkur um að gera það ekki, en þið eigið að borga reikninginn! Veistu hvað, Magnús, ég neita að borga reikninginn. Ég skal greiða það sem er sanngjarnt og ég skrifaði upp á í greiðsluáætluninni, en hitt neita ég að greiða. Ef þú vilt greiða meira, en þú hafðir gengist undir að greiða, þá er það þitt val. Er frelsið ekki yndislegt? Ég get valið hvað ég vill gera og þú getur valið hvað þú vilt gera! Mitt val er einfalt: Ég ætla EKKI að greiða fyrir fyllerí bankanna og eigenda þeirra. Ég gæti raunar gengið lengra og sagst ekki viðurkenna að nýju bankarnir hafi nokkuð yfir lánunum mínum að segja, þar sem ekki er búið að ljúka uppgjöri milli bankanna. Nýi bankinn veit ekki einu sinni hvert er verðgildi lánsins míns í lánasafninu sínu.
Það er kjaftæði að afnám verðtryggingar á útlán muni hafa slæm áhrif á lífeyrissjóðina. Eins og ég bendi á að ofan, þá námu lífeyrisgreiðslur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á síðasta ári 2% af heildareignum sjóðsins. Hvaða máli skiptir það hvort útlánin voru verðtryggð eða ekki? Ég geri mér grein fyrir að þetta hlutfall á eftir að hækka, en ávöxtun lífeyrissjóðanna síðustu 10 ár hefur ekki byggt á verðtryggingu. Hún hefur verið hluti af ávöxtuninni, en ekki stærsti hlutinn. Hún verður áfram hluti af ávöxtuninni næstu ár, en ekki stærsti hlutinn. Verðtryggingin vóg þungt í ávöxtun sjóðanna á síðasta ári, en gengishagnaður vóg þyngra.
Ég er fenginn, Magnús, að við erum ekki sammála um úrræði, þar sem þín leið er sú sem mun tryggja að hrunið verður algjört.
Marinó G. Njálsson, 31.5.2009 kl. 18:24
Magnus segir:
"Ef við hefðum haft hér gegnum tíðina alvöru mint, alvöru hagkerfi og alvöru hagstjórn og hefðum geta haldið verrðbólgu í svipuðum skefjum og alvöru ríki á vesturlöndum, hefði engum dottið í hug að taka upp verðtryggingu á Íslandi. Verðtryggingin var neyðarúrræði við þær aðstæður sem hér höfðu ríkt og ennþá eru til staðar, eins og við sjáum glögglega núna.
Þegar ég var barnungur að reyna að byggja yfir mig úti á landi rétt fyrir 1980, gat ég ekki geymt peninga í banka, ég keypti steypu ofl. fyrirfram og verðtryggði þannig aura sem rjátluðust inn í stað þess að láta aurana. . . "Pabbi og ýmsir lýstu líka svipuðum hryllingi þar sem fólk fjárfesti í hlutum þar sem peningar gufuðu upp í bönkunum. Og ekki vantaði spillinguna í landinu frekar en nú. Held við hljótum þó að geta verið sammála um að það er ekki eðlilegt að bankar og yfirvöld geti notað hækkun á VODKA og öllu öðru óviðkomandi fasteignaverði og lagt bara si-svona ofan á fasteignaskuldir fólks.
Og vísa í orð TJ í næsta pistli á undan:
" Verðtrygging er ekki náttúrulögmál og gengisviðmið ekki heldur. Þetta eru einfaldlega tæki sem notuð voru í ákveðnum tilgangi en núna eru þessi tæki biluð og þá á auðvitað að gera við þau.
Maður heldur ekki áfram að aka úrbræddum bíl og maður notar ekki tölvuna áfram eftir að hún smitast af vírus (eða það ætti maður a.m.k. ekki að gera!).
Maður níðist heldur ekki á þjóð sinni með því að fleygja henni fyrir borð úti á rúmsjó með blöðru í stað björgunarvestis. Segja henni svo að synda bara heim þótt hvergi sjáist til lands, jafnvel þótt synda verði út yfir gröf og dauða."
Við viljum ekki og ætlum ekki að borga fyrir þýfi.
EE elle (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 19:00
Marinó. Það er ekki heil brú í þessum málflutningi hjá þér og hagsmunasamtökunum. Þið virðist vera búnir að heilaþvo ykkur svo rækilega að þið þykist ekkert skilja eða viljið það ekki. Ég sé ekki tilgang í því að reyna frekar að koma vitinu fyrir ykkur að sinni, Í svörum þínum er flestu snúið á haus og öllu hrært saman í graut, en ég ráðlegg þér að skoða málin betur á alla kanta og lesa rólega yfir kommentin þín og mín í góðu tómi. Það er eins og við séum ekki alveg að "tala saman".
magnus (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 19:18
Magnús, þú misskilur hlutina, ef þú telur það þitt hlutverk "að koma vitinu" fyrir okkur. Ég var ekkert að reyna að "tala" við þig. Ég var að setja saman mín rök. Auðveldast er fyrir þig að hætta að skrifa athugasemdir, ef þú telur þetta vonlaust. Ég á móti er að berjast fyrir því sem mér finnst réttlát lausn og nota þennan vettvag til þess. Þér er gjörsamlega frjálst að gera slíkt hið sama.
Marinó G. Njálsson, 31.5.2009 kl. 19:51
Hlustun fyrir Mganus:
Björn Þorri Viktorsson lögm, Haraldur Líndal próf.:
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/804694/
Almennur borgari (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 20:05
Magnus
Almennur borgari (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.