Leita í fréttum mbl.is

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna var ekki á staðnum

Vegna orða Jóhönnu Sigurðardóttur í frétt Mbl.is, þá vilja Hagsmunasamtök heimilanna taka fram að enginn talsmaður Hagsmunasamtaka heimilanna eða aðili með umboð samtakanna var á fundi fulltrúa Nýrra tíma með Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni í dag.  Vilji þau ræða við Hagsmunasamtökin þá verður það ekki í gegnum mótmælaaðgerðir eins og í dag, heldur á fyrirfram skipulögðum fundi.  Hagsmunasamtökin hafa lagt sig fram um fagleg og vel undirbúin vinnubrögð.  Kaffiboð með nokkurra mínútna fyrirvara fellur ekki undir það.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna er tilbúin að hitta forsætisráðherra og fjármálaráðherra hvenær sem er.  Við höfum þegar átt fund með mörgum aðilum, m.a. ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, og eigum fulltrúa í undirnefnd Velferðarvaktarinnar.  Viljum við því koma þeim skilaboðum til forsætisráðherra og fjármálaráðherra að nefna þann tíma sem þeim hentar að hitta okkur og við munum ekki láta bíða eftir okkur.

Við hörmum að forsætisráðherra hafi þann skilning að fulltrúar Nýrra tíma hafi verið talsmenn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Fyrir hönd Hagsmunasamtaka heimilanna

Marinó G. Njálsson, ritari


mbl.is Kuldaboli bítur mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já ég var hissa á þessum skilningi Jóhönnu því enginn í þessum hópi kynnti sig sem sem fulltrúa Hagsmuna heimilanna. Flestir sem tóku þátt í þessum mótmælum voru í þeim hópi sem var mjög virkur í mótmælum fram eftir vetri og hefur síðan ratað hingað og þangað. Þarna voru t.d. mjög margir þeirra sem staðið hafa að borgarafundum en ég held að þetta geti varla talist skipulagt framtak.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.5.2009 kl. 18:30

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það skal tekið fram að við fögnum því að Jóhanna og Steingrímur hafi talað við þá aðila sem fóru á fundinn.  Treystum við því að þau hafi komið mörgu góðu á framfæri, enda um einvala hóp að ræða.

Marinó G. Njálsson, 8.5.2009 kl. 18:33

3 identicon

Þetta hljómar allt dáldið einsog kritur milli  KSML, Maóista, Trotskyista og /eða sellukomma í gamladaga. Eru menn ekki allir á sama báti hérna eða er þetta einhver pólitík?

Stefán Benediktsson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 21:11

4 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Hvet menn til að lesa þetta:
http://tbs.blog.is/blog/tbs/entry/873153/

Málið snýst fyrst og fremst um að rétt sé skýrt frá því sem á sér stað og að hlutir séu settir í rétt samhengi. 

Ég veit ekki betur en að HH hafi sent út tilkynningu á póstlistann sinn um þennan viðburð og hafi lýst yfir stuðningi við meginkröfur þær sem tilgreindar voru í tilkynningunni frá Nýjum tímum.  HH hafa áður lýst yfir stuðningi við eitt og annað án þess að vera bendluð við slíkt af ráðamönnum, nú síðast tillögu talsmanns neytenda. 

En að forsætisráðherra skuli heimfæra viðburðinn upp á samtökin er bara ekki rétt og að hún skuli halda því fram að þeir sem hún hafi verið að tala við séu frá HH er heldur ekki rétt.  Ég er ekkert að gera lítið úr þeim sem þarna voru, síður en svo, en rétt skal vera rétt. 

Það má alveg nefna í þessu samhengi að ASÍ hvöttu almenning til að mæta, forsætisráðherra hefði allt eins geta sagst hafa átt fund með ASÍ í dag.

Svo er það hinn vinkillinn, ef það stóð til allan tímann að eiga fund með HH, af hverju vissu HH þá ekki af því? 

HH hafa nú komið þessum skilaboðum sem Marinó birtir í þessari færslu á fjölmiðla og til ráðherra. 

Ég trúi ekki öðru en að forsætisráðherra leiðrétti ananð hvort ummælin eða bjóði HH á fund, eins og hún ætlaði að gera:

„Þetta voru ákaflega gagnlegar umræður og viðræður við þau og reyndar var það svo að við ætluðum að kalla þau til okkar.  Við höfum verið að kalla til ýmsa aðila, aðila vinnumarkaðarins, bændasamtökin, við munum kalla til LÍÚ í kvöld og stjórnarandstöðuna.  Svo ætluðum við að kalla til Hagsmunasamtök heimilanna en þau komu til okkar, það var bara fínt“.

Auðvitað erum við á sama báti.  Annað kemur ekki til mála í mínum huga.  Um það snýst þetta.

Þórður Björn Sigurðsson, 8.5.2009 kl. 21:30

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hilmar, ég sagði aldrei að enginn félagsmaður samtakanna hefði verið þarna.  Sigurlaug Ragnarsdóttir er að ég best veit í samtökunum, einnig sýndist mér Héðinn Björnsson hafa verið þarna og ég held að hún Heiða B sé líka í samtökunum.  Þetta er hið mætasta fólk og fannst mér frábært að þau hefðu fengið þetta tækifæri.  Ég er að benda á að ekkert af þessu fólki eru talsmenn samtakanna.  Það er eingöngu stjórnin og síðan félagsfundir sem ákveða hvað fer frá samtökunum og hverjir mæta á fundi fyrir hönd samtakanna.

Líkt og Þórður segir, viljum við gjarna leiðrétta þann misskilning að Jóhanna sé búin að ræða við Hagsmunasamtök heimilanna.

Marinó G. Njálsson, 8.5.2009 kl. 23:26

6 identicon

Það kemur fram í frétt MBL að um 100 manns hafi verið þarna. Þeir sem fóru inn í kaffi eru  verðugir fulltrúar þessa hóps sem lagði það þó á sig að standa fyrir þessum aðgerðum í skíta kulda. Gott mál hjá þeim. Tónninn í Jóhönnu var hinsvegar ekki góður í sjónvarpinu í kvöld,taldi sig greinilega búinn að gera það sem gera þarf fyrir heimili þessa lands.

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 23:40

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hilmar, ég tafðist á fundi, en ætlaði að vera þarna.  Maður þarf víst að vinna inn fyrir framfærslu fjölskyldunnar.

Varðandi það hverjir geta verið talsmenn eða ekki, þá held ég að það gildi í öllum félagasamtökum að óbreyttir félagsmenn geta ekki án samráðs við stjórn komið fram fyrir hönd félagsins.  Mér skilst á Heiðu að þið hafið ekki kynnt ykkur sem slík, heldur hafi Jóhanna bara tekið því þannig að þið væruð frá HH.

Ég bið þig um að taka þessu ekki þannig að verið sé að setja út á hvað þið gerðuð.  Það var allt mjög gott.  Raunar frábært.  En ef ég sem óbreyttur félagsmaður í t.d. Lions (sem ég er ekki) fer og hitti forsætisráðherra, þá er rangt að forsætisráðherra túlki það svo að þarna hafi átt sér stað viðræður við Lionshreyfinguna.

Marinó G. Njálsson, 9.5.2009 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband