Leita í fréttum mbl.is

Þjóðin hefur talað - verkefnin framundan eru stór

Niðurstaðan orðin ljós.  Þjóðin hefur kveðið upp úrskurð sinn.  Sjálfstæðisflokknum er refsað, Framsókn og Samfylkingu fyrirgefið, en Vinstri grænir fá traustsyfirlýsingu.  Kjósendur voru ekki nógu óánægðir til að vilja meiri breytingu og er það í dúr og moll við skoðanakannanir.  Verst þykir mér að Samfylkingunni tókst að beina umræðunni frá vandanum innanlands yfir á ESB-aðild á síðustu metrunum og héldur því blákalt fram að eingöngu þeir hefðu vilja til að tala við ESB.

Framsókn 27.699 atkvæði eða 14,8% og 9 þingmenn,
Sjálfstæðisflokkur 44.369 atkvæði  eða 23,7% og 16 þingmenn,
Frjálslyndi flokkurinn 4.148 atkvæði eða 2,2% og engan mann,
Borgarahreyfingin 13.519 atkvæði eða 7,2% og 4 þingmenn,
Lýðræðishreyfingin 1.107 atkvæði eða 0,6% og engan mann,
Samfylkingin 55.758 atkvæði eða 29,8% og 20 þingmenn,
Vinstrihreyfingin grænt framboð 40.580 atkvæði eða 21,7% og 14 þingmenn

Sjálfstæðisflokkurinn náði einum manni af Framsókn á síðustu metrunum og sýnist mér Framsókn vanta 35 atkvæði (0,13%) á landsvísu til að endurheimta manninn.  Þá fengi Framsókn jöfnunarmann á kostnað Sjálfstæðiflokksins. Aðrar breytingar eru langsóttari.

Ef landið væri eitt kjördæmi og þingmönnum væri dreift á flokka eftir heildaratkvæðafjölda, þá hefðu úrslitin orðið:

B-10, D-15, F-0, O-5, P-0, S-19, V-14

Þetta þýðir að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking eru að nýta atkvæðin sín betur en atkvæðahlutfall segir til um á kostnað Borgarahreyfingar og Framsóknar.

Væru ekki 5% mörkin hefðu úrslitin orðið sem hér segir:

B-9, D-15, F-1, O-5, P-0, S-19, V-14

Jafnvel í þessum samanburði ætti Borgarahreyfingin að fá 5 menn.

Verkefnin framundan

Ég verð að viðurkenna, að mér finnst ekki brýnasta verkefnið framundan að ákveða hvort tala eigi við ESB.  Brýnasta verkefnið er kljást við efnahagsvanda þjóðarinnar.  Það er nokkuð sem Samfylkingunni hefur ekki tekist í tveimur ríkisstjórnum.  Ég spyr bara:  Af hverju ætti þeim að takast eitthvað betur upp núna?  Heimilunum og atvinnulifinu er að blæða út.  ESB leysir ekki þann vanda.  Ef við eigum að bíða eftir ESB aðild áður en tekið verður á þessum vanda verður ekkert eftir.  Núna eru tæpir 14 mánuðir frá því að hagkerfið missti fótanna og tæpir 7 mánuðir síðan bankarnir hrundu.  Það sem hefur gerst á þessum mánuðum er að ástandið hefur versnað dag frá degi.  Þökk sé hugmyndasnauð og aðgerðaleysi tveggja ríkisstjórna sem Samfylkingin hefur setið í.  Nú heyrist mér Samfylkingarfólk ekki komið einni setningu frá sér án þess að segja ESB og mér finnst það hryllilegt.

Í færslu sumardaginn fyrsta (sjá Brýnustu málin eftir kosningar - verkefni þjóðstjórnar) set ég fram  þau verkefni sem ég tel vera brýnast að leysa úr á næstu vikum og mánuðum.  Þetta eru nákvæmlega sömu verkefni og brýnast var að leysa úr í október, nóvember, desember, janúar, febrúar, mars og núna í apríl.  Þessi verkefni eru brýnust þangað til mönnum tekst að leysa þau.  Takist það ekki, er ein sniðug lausn að draga norska fánann að húni.  Takist það ekki, er tilgangslaust að velta fyrir sér umsókn um ESB aðild.  Takist það ekki, er vonlaust að láta sig dreyma um að krónan rétti úr kútnum, hvað þá að taka hér upp Evru.

Þessi brýnu verkefni eru:

1.  Koma á fót starfhæfu bankakerfi

2.  Stöðva aukningu atvinnuleysis

3.  Skapa atvinnulífinu eðlilegt rekstrarumhverfi svo endurbygging þess geti hafist

4.  Skapa heimilunum eðlileg skilyrði svo þeim hætti að blæða

5.  Fara í aðgerðir til að verja velferðarkerfi

6.  Móta framtíðarsýn fyrir Ísland


mbl.is Nýtt Alþingi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka góð skrif Marinó. Tek undir mat þitt á ESB viðræðum. Samfylkingin hefur stundað blekkingarleik í kosningabaráttunni. Aðildarviðræður, innganga í ESB og upptaka evru er a.m.k. 10 - 15 ára ferill.

Það er að sama skapi rétt sem þú segir um getuleysi Samfylkingarinnar í landsstjórn síðustu ára. Á einhvern undarlegan hátt kýs þjóðin að kenna sjáLfstæðisFLokknum um bankahrunið. Þjóðin virðist hafa gleymt því að Samfylkingin stóð vaktina með FLokknum í undanfara hrunsins og eftir er að gera upp aðkomu/undirlægjuhátt utanríkisráðuneytisins í ICESAVE deilunni við Breta.

Bendi á möguleikann á NAFTA-lausn. Í stað þess að koma skríðandi til þjóða eins og Breta, sem settu á okkur hryðjuverkalög og rústuðu hagkerfi okkar, væri karlmannlegra að leita í vesturveg og semja við frændur okkar í Kanada um inngöngu/aðild að NAFTA og upptöku dollars.

Við erum sammála um brýnustu verkefnin. Við erum líka sammála um að íslenskir stjórnmálaflokkar hafa ekki hugrekki og getu til að leysa þau verkefni. Búum okkur undir júníbyltinguna.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 14:17

2 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Sambandið.

Það er undarleg þessi árátta Íslendinga að láta kúga sig. Fyrir um 100 árum tóku bændur upp á því að stofna kaupfélög vegna þess að þeir nenntu ekki að stjórna sínum málum sjálfir. Upp úr því kom svo Sambandið sem með tímanum náði slíkum hreðjatökum á bændum að þeir hafa ekki enn jafnað sig á þeim. Sambandið var svo rotið fyrirbæri að það drapst að lokum sjálft sig og tók marga með sér í gröfina, en líkmennirnir stálu því sem eftir var af eignunum. Nú eru þessir líkmenn ásamt öðrum búnir að koma öllu landinu á hausinn og þá er það eina sem mönnum dettur í hug er að koma sér aftur í skjól Sambandsins. Og þetta Evrópu-Samband er öflugra og grimmara en það gamla. Reyndar er nokkuð ljóst að það mun rotna eins og gamla íslenska Sambandið en það mun gera mikinn skaða áður, og líkmennirnir sem munu stela eignunum verða útlendir. 

Sigurjón Jónsson, 26.4.2009 kl. 15:12

3 Smámynd: Offari

1.  Koma á fót starfhæfu bankakerfi

=Afskrifa skuldi að greiðslugetu fólks og fyritækja til að tryggja bönkunum stöðugt veltuflæði.

2.  Stöðva aukningu atvinnuleysis

=Slíta sundur stórfyrirtæki og reka þau í minni einingum. Þær sameininga sem gerðar voru áttu að auka hagræðingu en hagræðingin fólst í því að leggja niður lítil fyritæki sem stóðu undir rekstri og búa til eitt stórt skuldsett fyrirtæki sem ekki stóð undir rekstri. Þetta þaraf að leiðrétta aftur því litlu fyrirtækin sköpuðu meiri atvinnu og stóðu í skilum.

3.  Skapa atvinnulífinu eðlilegt rekstrarumhverfi svo endurbygging þess geti hafist

=Afskrifa skuldir svo rextrargrundvöllur sjáist aftur. Skipta fyrirtækjum í minni einingar.

4.  Skapa heimilunum eðlileg skilyrði svo þeim hætti að blæða

=Afskrifa skuldir heimila. 20% leiðin finnst mér koma best út því þeir sem ekki þurfa hana geta nýtt sér hana til að skipta upp í dýrara og bætt þar með stöðu verr settra heimila.

5.  Fara í aðgerðir til að verja velferðarkerfi

Því miður hef ég engar afgerandi lausnir á þeim vanda en ég er ekki einn í heiminum og hef trú á að einhverjir aðrir hafi lausnir.

6.  Móta framtíðarsýn fyrir Ísland

Mín framtíðarsýn er að við getum leyst þennan vanda með samstöðu þjóðar. Ég hef hinsvegar litla trú á því að hægt sé að leysa þennan vanda með einhverr sameiginlegri Evrópuaðgerðsem ekki verður hægt að bakka með reynist hún röng.

Vonandi kemur ríkisstjórn sem vill leysa vandamálið. Ég er þér sammála að mér hefur fundist Samfylking og Sjálfstæðisflokkur vera úrræðalitlir flokkar. En hef  trú á að Vg Framsókn og Borgarahreyfingin vilji fara í aðgerðir sem virka.

Offari, 26.4.2009 kl. 16:04

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Starri, ég tek undir áhyggjur þínar varðandi Samfylkinguna og mér fannst þjóðin ekki vera að leggja blessun sína yfir stefnumál flokksins.  Ef Jóhanna væri ekki í brúnni, þá hefði Samfylkingin fengið skell eins og Sjálfstæðisflokkurinn.

Marinó G. Njálsson, 26.4.2009 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 427
  • Frá upphafi: 1680813

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband