25.4.2009 | 00:40
Reynslan frá 2007: Hvert atkvæði skiptir máli!
Það er áhugavert að skoða úrslit síðustu Alþingiskosninga. Þá rýndi ég í tölur (sjá Rýnt í tölur) að kosningum loknum og komst að því að fáein atkvæði á réttum stöðum hefðu breytt heilmiklu.
- 11 atkvæðum munaði á 8. þingmanni Framsóknar og 25. þingmanni Sjálfstæðisflokksins.
- 86 atkvæðasveifla hjá Samfylkingunni í Reykjavík norður og suður, þ.e. fjölgun í norðri og fækkun í suðri hefði sett af stað hringekju sem hefði haft áhrif á 7 frambjóðendur og með atkvæðunum 11 í lið hefði Jón Sigurðsson farið inn og væri líklega ennþá formaður Framsóknarflokksins.
- 57 atkvæða sveifla frá Sjálfstæðisflokks til Samfylkingar á Suðurlandi hefði þýtt að þingmönnum Samfylkingarinnar hefði fjölgað á kostnað Sjálfstæðimanna og hringekja hefði farið af stað hjá 5 öðrum.
- Innan við 200 atkvæða sveifla frá Framsókn til annað hvort Sjálfstæðisflokks eða Samfylkingar í Kraganum hefðu fært til kjördæmakjörna þingmenn og jöfnunarmenn.
- Nú ef 104 atkvæði hefðu sveiflast frá D til B í Norðvesturkjördæmi, þá hefði farið af stað hringekja og Jón Sigurðsson orðið þingmaður.
- Svo má nefna að 117 atkvæði í viðbót til Frjálslyndra hvar sem er á landinu hefðu fjölgað þingmönnum þeirra um einn og fellt ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þá hefði Kaffibandalagið (þ.e. VG, Samfylking og Frjálslyndir) náð meirihluta á þingi og líklegt að stofnuð hefði verið ríkisstjórn þessara flokka. Spurningin er hvort við stæðum þá í þeim sporum efnahagslega sem við stöndum í dag. 117 atkvæði svaraði til 0,88% atkvæða Frjálslyndra í kosningunum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 1681403
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Autt atkvæði er atkvæði greitt óbreyttu ástandi, áfram gömlu spillingunni. Eða eg hélt það. Samkvæmt Marinó er auður seðill tifandi tímasprengja, en þó veit enginn hvenær eða hvort hún springur, eða hvar.
Kosningakompás Morgunblaðsins hefur hjálpað mörgum að ákveða sig:
http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/compass.html
Rómverji (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 01:00
Ég stóð nú í þeirri meiningu að autt atkvæði sé dautt atkvæði og þessvegna hef ég ákveðið að kjósa með hjartanu og kjósa X-O. Því XO minnir mig svo á gott koníak.
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 13:07
Sæll Marínó,
Þar sem er nú kannki farið að slá í mína kerfistjórnarkunnáttu, þá væri athyglisvert að fá einhverjar hugrenningar frá þér, kannski í öðrum pistli, varðandi þessa dulkóðuðu skýrslu sem Framsóknarmenn tala um.
Nú náði ég ekki úr vörslu hvaða embættis hún á að hafa komið. Meðal annars spurning með vinnulag á viðkomandi vinnustað, auditing hefði ég haldið að væri notað undantekningalaust í meðferð svo (meintra) mikilvægra gagna. Þá væri eftirleikurinn einfaldur ekki satt?
Ef að umsagnaraðilinn setur svo ströng skilyrði fyrir notkun skjalsins (Eins og Steingrímur J. segir) er þá ekki skrýtið að ekki skuli fylgja sérstakar umgengnisreglur um skjalið?
Dulkóðunin IP-sec eða hvað er náttúrulega ekki brotin heldur hefur viðkomandi einfaldlega náð sér í certificate eða lykil, þetta er því innanhússmál.
Afsakaðu útúrsnúninginn en þar sem þú ert sérfræðingur á þessu sviði þá væri gaman að fá þínar pælingar.
bkv.
p.s. ég tek fram að ég er fullkomnlega ánægður með að Framsóknarmenn hafi komist yfir gögnin.
sandkassi (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 18:29
Gunnar, ég verð að segja, að sé þessi lýsing Steingríms rétt (sem ég efast ekki um), þá finnst mér framkvæmdin til fyrirmyndar. Það sem ég set spurningu við er hvernig var ákveðið hverjir hefðu aðganginn. Við skulum hafa í huga, að upplýsingarnar í skýrslunni gætu haft áhrif á fjármálamarkað og því virkar þetta í minnst tvær áttir. Þá ég við að áhrif geta bæði haft áhrif til hækkunar og lækkunar á markaðsvirði þeirra fyrirtækja sem eiga í hlut. Þar sem fyrirtækin eru í mörgum löndum togast á mjög mörg atriði.
Ég held að Framsókn hafi fengið í hendur samantekt úr einhverju vinnuskjali, en ekki skýrslunni sjálfri, ef taka á mark á lýsingu Steingríms. Trúnaðarbresturinn hefur því átt sér stað á vinnslustigi. Hvort hann felst í því að einhver bar út skjal sem ekki átti að fara út eða menn fóru í "dumpster diving", það er ég ekki í aðstöðu til að meta.
Ég hef rekið áróður fyrir því að menn skilgreindu allt í tengslum við upplýsingaöryggi í kringum skilanefndir, rannsóknarvinnuna og uppgjörsvinnuna. Hef ég sent tölvupósta út og suður til að kynna mig og mína þjónustu, en ekki einu sinni verið virtur svars. Hvort það hefði breytt einhverju í þessu tilfelli veit ég ekki.
Marinó G. Njálsson, 25.4.2009 kl. 18:41
Já, maður hefur oft velt fyrir sér hvort gagnaöryggi sé ekki gífurlega ábótavant hér í kerfinu.
Það er athyglisvert að heyra að þú skulir ekki vera virtur svars varðandi þessi mál. Það getur ekki talist eðlileg stjórnsýsla. Það er vel hægt að hafa kerfin mjög örugg og er það skrýtið ef að ekki er áhugi fyrir því.
Þetta er þó nokkur lenska hér að ekki sé neitt sérstaklega sóst eftir sérfræðiþjónustu á ýmsum sviðum.
Vonandi verður breyting á.
sandkassi (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.