24.4.2009 | 14:18
Þetta var vitað í október - Af hverju gerði Pétur ekkert í málunum?
Stundum get ég ekki annað en furðað mig á málflutningi Sjálfstæðismanna. Þeir býsnast yfir því að hitt og þetta hafi ekki verið gert, en átt sig ekki á því að trekk í trekk eru þeir sjálfir mesti sökudólgurinn. Hér er eitt dæmið í viðbót, sem hefur lengið fyrir frá því að bankarnir féllu að þyrfti að leysa. Hlutabréfin urðu verðlaus, en vegna þess að bankarnir voru ekki gerðir gjaldþrota, þá er eignin ennþá til staðar.
Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórn í tæpa fjóra mánuði eftir hrun bankanna. Þeir stýrðu ráðuneyti fjármála, en það fer með skattamál. Pétur Blöndal var formaður efnahags- og skattanefndar á þessu tímabili. Til að bregðast við þessu vandamáli varðandi hlutabréfin, þá hefði þurft að breyta lögunum fyrir áramót. Að það hafi ekki verið gert er alfarið á ábyrgð Sjálfstæðismanna.
Þetta er því miður eitt af fjölmörgum dæmum um klúður ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. Ríkisstjórnarinnar sem lét ótal tækifæri sér úr greipum ganga. Ríkisstjórnarinnar sem tók óteljandi rangar ákvarðanir sem eiga eftir að kosta þjóðina óhemju upphæðir á næstu árum og áratugum. Ákvarðanir sem lögðu íslenskt atvinnulíf og heimili í rúst. Ákvarðanir sem eiga eftir að valda miklum landflótta og gjaldþroti ótal fyrirtækja og einstaklinga.
![]() |
Verðlausar eignir skattlagðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 1681406
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Marinó.
Bara smá athugasemd. Þú segir "vegna þess að bankarnir voru ekki gerðir gjaldþrota". En þó þeir hefðu verið keyrðir í gjaldþrot hefði það ekki breytt neinu varðandi það sem Pétur er að tala um, þ.e. að færa tapið á móti söluhagnaði af öðrum bréfum. Tap á hlutabréfum vegna gjaldþrots er aldrei hægt að færa sem frádrátt.
Það er hins vegar alveg rétt að þeir sem höfðu tækifæri til að bregðast við með lagabreytingu voru Sjálfstæðismenn og Samfylking. En þau gerðu það ekki og því missir gagnrýni þingmannsins marks.
Haraldur Hansson, 24.4.2009 kl. 14:34
Haraldur, það getur verið að ég hafi eitthvað mistúlkað orð Péturs. Málið er að maðurinn fer alveg einstaklega í taugarnar á mér. Ég er búinn að standa hann að ósannindum, rangfærslum og eins og í þessum máli að reyna koma eigin skömm á aðra, að ég gat ekki orða bundist. Ég fór á fund efnahags- og skattanefndar um daginn og bullið sem vall upp úr manninum þar var alveg með ólíkindum. Hann hélt greinilega að hann ætti að vera með pólitíska framboðsræðu yfir mér frá Hagsmunasamtökum heimilanna, fulltrúa Samtaka atvinnulífsins (sem var líka út á þekju) og tveimur fulltrúum frá fjármálaráðuneytinu.
Þessi frétt ber þess svo merki, að hann er að reyna að koma eigin skömm yfir á Steingrím J. en eins og oft áður átta hann sig ekki á því að þó einn fingur bendi fram, þá benda fjórir til baka!
Marinó G. Njálsson, 24.4.2009 kl. 14:48
Þú nefnir Hagsmunasamtök heimilanna. Ég hef fylgst með samtökunum og skrifum þínum og tel að þið séuð að vinna þarft verk og gott.
Þetta með hlutabréfin er bara einn angi af vandanum. Hrun viðskiptabankanna var stór biti en það hafa fleiri félög bæst við (Straumur, SPRON, Eimskip, Exista o.fl.) og óvíst hvort gripið verði til lagabreytinga. Það verður varla alvöru umræða um það fyrr en eftir kosningar. Núna stendur loforðatíminn yfir.
Haraldur Hansson, 24.4.2009 kl. 15:36
"Til að bregðast við þessu vandamáli varðandi hlutabréfin, þá hefði þurft að breyta lögunum fyrir áramót."
Hvað áttu við með þessu? Af hverju ætti ekki að nægja að breyta lögum núna?
Máni Atlason (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 16:03
Takk fyrir þetta, Haraldur. Stundum finnst manni eins og maður sé að tala við steininn.
Mér finnst það í raun sorglegt hvað stjórnvöld hafa lítið hugað að því tapi sem fjölmargir almennir hluthafar urðu fyrir í tengslum við hrun bankanna og eftirmála þess. Mjög margir töpuðu ævisparnaði sínum. Ég er ekki í þeim hópi, en mér finnst ekkert réttlæti í því að þessir aðilar þurfi að bera tjón sitt óbætt. Sama á við um þá sem hafa tapað stórum hluta af lífeyrissparnaði sínum. Við skulum hafa í huga að þarna er að miklu leiti um lögbundinn sparnað. Það lögbundið að ígildi 12% launa fari í lífeyrissjóðina. Viðbótarlífeyrissparnaðurinn er vissulega val, en margir völdu hann og þurfa að bera skaðann. Hinir sem settu peningana inn á bankareikning fengu ekki bara höfuðstólinn sinn bættan við fall bankanna, heldur líka ávöxtunina! Ég held raunar að það sé ekki í anda tilskipunar ESB, en það er annað mál. Mér svíður það óréttlæti sem felst í þessu og mér svíður líka að húsnæðiseigendur eigi að sætta sig við að eigið fé í fasteignum sé að brenna upp.
Það sem mér finnst samt verst í þessu öllu, er að stjórnvöldum virðist standa alveg á sama. Greiðsluaðlögunarlögin eru klór. Þau hafa verið uppnefndar "líknardeildin", þar sem enginn kemur með fjárræði þaðan út. 30% hækkun vaxtabóta fyrir tekjulág og allt að 500% hækkun fyrir þá tekjuhærri er annað brandari. Síðan er rétt að nefna samkomulag viðskiptaráðuneytisins og fjármálafyrirtækja, þar sem ekkert samráð var haft við lántakendur. Er hægt að ætlast til að við tökum þetta alvarlega.
Það hefur ekkert verið gert til að styðja við atvinnulífið. Nærri sjö mánuðum eftir hrun bankanna og 14 mánuðum frá falli krónunnar hafa menn að því mér virðist bara horft í gaupnir sér. Ég skil vel að fólk ætli að flytja úr landi.
Marinó G. Njálsson, 24.4.2009 kl. 16:06
Máni, af því að venjan er að taka tillit til slíkra breytinga í fjárlögum. Allt sem breytir forsendum skattaútreikninga eru tekin með í fjárlög. Auðvitað hefi mátt gera það síðar, en þá er verið með afturvirk lög sem þykir ekki góð aðferðafræði.
Marinó G. Njálsson, 24.4.2009 kl. 16:08
Ég skil ekki hvað Pétur er að fara.
Ég sé ekkert athugavert við að skattleggja hagnað af hlutabréfaviðskiptum árið 2008. Tapið sem fólk verður fyrir kemur inn fyrr eða síðar eins og alltaf hefur verið og þá getur fólk notað það til frádráttar í hlutabréfaviðskiptum á því ári.
Þetta er í rauninni það sama og með fasteignaskatta sem lækka sáralítið þrátt fyrir að markaðsverð fasteigna hafi lækkað umtalsvert, því fasteignamatið stendur svo til í stað.
En óréttlætið er mikið að öðru leiti og sennilega erfitt og ekki öfundsvert að vera sá aðili sem á að skammta réttlætinu.
Fyrsta mál á dagskrá til að koma á einhverju réttlæti finnst mér vera að leiðrétta það að 1% Íslendinga (rúmlega 600 fjölskyldur) hafi náð að sölsa undir sig 20% af tekjum þjóðarinnar. Setja þarf t.d. 95% eignaskatt (eignaupptaka) á allar eigur einstaklings yfir 150 milljónum (300milljónir per hjón). Þá myndum við með einfaldri aðgerð ná til baka mestu af græðgisvæðingunni og ættum fjármuni til þess að leiðrétta ranglega skráð lán og gætum borgað einhvern hluta þeirra skuldna sem velt var á ríkissjóð.
Halldór Grétar Einarsson, 24.4.2009 kl. 16:45
Halldór Grétar: Tap á hlutabréfum vegna gjaldþrots fyrirtækja er EKKI hægt að nota sem frádrátt. Hvorki núna né síðar. Slíkt tap er ekki lagt að jöfnu við sölutap og hefur aldrei verið gert. Til að svo geti orðið þarf að breyta lögum.
Haraldur Hansson, 24.4.2009 kl. 17:00
Takk Haraldur, las greinilega ekki nógu vel fyrstu athugsemdina frá þér
Mér finnst allavegana ekki forgangsatriði að breyta þessum lögum eða yfirleytt ástæða til þess.
Halldór Grétar Einarsson, 24.4.2009 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.