24.4.2009 | 08:43
En hver er ávinningurinn ef vextir lækka um 3% án ESB-aðildar?
Merkileg getur hún verið tölfræðin. Þarna er reiknaður út ávinningur af 3% lækkun vaxta og gefið í skyn að þessi ávinningur komi bara, ef gengið er í ESB. Ég get alveg fullyrt að ef vextir lækka um 10% án ESB-aðildar, þá verði ávinningurinn mun meiri. Ég get líka fullyrt að ef vextir lækka um 15% með því að ganga í NAFTA, þá verði ávinningurinn alveg ótrúlega mikill.
Að tengja ávinning af 3% vaxtalækkun við ESB-aðild er hlægileg og lýsir rökþroti mann. Ávinningurinn er líklegast hinn sami hvað svo sem annað er gert. Spurningin sem menn hefðu átt að svara er frekar hvort líkurnar á vaxtalækkun aukist með ESB-aðild.
Glæpsamleg vaxtastefna Seðlabanka Íslands og ríkissjóðs er grunnurinn að vanda íslenska hagkerfisins. Það var þessi vaxtastefna Seðlabankans sem varð þess valdandi að krónan styrktist umfram það sem gat talið eðlilegt. Þar af leiðandi óx kaupmáttur Íslendinga í útlöndum meira en hagkerfið stóð undir. Það var þessi vaxtastefna Seðlabankans og ríkissjóðs sem bauð upp á vaxtaskiptasamninga og að erlendir aðilar leituðu hingað til að fá háa ávöxtun. Og ennþá er þessi glæpsamlega vaxtastefna að vinna gegn uppbyggingu í þjóðfélaginu.
Raunstýrivextir eru um þessar mundir yfir 16%! og hafa þeir aldrei verið hærri í Íslandssögunni. Meðan öll lönd í kringum okkur eru með neikvæða raunstýrivexti, þá er Seðlabankinn haldinn sjálfeyðingarhvöt fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Þessi raunstýrivextir eru hengingaról atvinnulífsins, heimilanna og sveitarfélaga í landinu. Verði þessu ekki breytt STRAX, þá verður hér engu að bjarga. Það verður ekkert hér eftir til að ganga í ESB, þar sem það verður búið að innlima landið í eitthvert af nágrannaríkjum okkar.
Bara til að svara strax þeim sem líklegir eru til að snúa út úr orðum mínum, þá fjallar þessi færsla ekki um ESB-aðild eða ekki. Hún fjallar um furðulega tengingu orsaka og afleiðinga.
Vaxtaávinningur af ESB-aðild: 228 milljarða lækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Frábært inlegg ! Svo innlega sammála þér Maínó !
Að tengja vaxtalækkun svona við ESB er bara ein sjónhverfingin enn !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 08:54
Flott grein Marinó, enda er tilefnið lýsandi dæmi um einhliða ESB áróður af hendi fjölmiðla og annarra, algerlega án rökstuðnings.
Sigurður Sigurðsson, 24.4.2009 kl. 09:05
Sæll Marinó
Ég vil benda á að það er neikvætt spread (vaxtamunur) á milli Svíþjóðar og Þýskalands. Svíþjóð stendur fyrir utan myntbandalagið og markaðurinn álítur að Svíþjóð hafi betri möguleika á að standa í skilum með lán sín en ÖLL lönd myntbandalagsins. Sænska ríkið er álitið vera betri skuldari sökum þess að hafa eigin peningastjórn heldur en lönd í myntbandalaginu. Svona væri staðan einnig á Íslandi ef Ísland hefði ekki farið í það að byggja Banka Zeppelin loftför sem stýrt var af brjálæðingum.
Anders Dam bankastjóri Jyske Bank sem er næst stærsti banki Danmerkur útskýrir þetta ágætlega hér á þessu video sem er upptaka frá "høring" í danska þinginu fyrir stuttu, því þá ætlaði ESB aðdáandinn Anders Fogh að reyna að hræða Dani til evru upptöku á meðan verstu lausafjárvandamálin voru. Rökin voru þau sömu og í frétt Moggans, þ.e. eintóm þvæla og áróður.
Anders Dam kritiserer regeringen til euro-høring
Einnig bendi ég á að vextir á húsnæðislánum Spánverja hafa hækkað mikið á síðustu 12 mánuðum á meðan EURIBOR viðmiðunarvextir á evrusvæðinu hafa fallið og fallið. Hvernig skyldi standa á þessu? Jú vegna þess að spánska bankakerfið er í steik vegna offjárfestinga og skuldsetninga. Þessutan þá eru raunvextir skuggalega háir á Spáni núna sökum eiginlegrar verðhjöðnunar. Það gilda sömu lögmál í og utan myntbandalaga. Ef þú ert á hausnum þá hjálpar ekkert annað en að koma fjármálunum í lag aftur.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 24.4.2009 kl. 09:18
Takk fyrir góðar ábendingar, Gunnar. Vandamálið hér á landi, er að menn treysta svo á "ólæsi" landsmanna þegar kemur að svona málum. Menn slengja fram staðlausum stöfum í trausti þess að fólk nenni ekki að elta rangfærslurnar. Blaðamenn eru því miður mest auðtrúa þegar kemur að þessu.
Það getur vel verið að ESB sé besta lausnin út frá efnahagslegum forsendum til langstíma, en það er ennþá langt þar til við komumst þangað inn. Ég held aftur að það sé best að við reynum að endurreisa hagkerfið svo fljótt sem auðið er og uppfylla Maastricht skilyrðin fyrir inngöngu í myntbandalagið burt séð frá því hvort við göngu í ESB eða ekki. Þetta er svona eins og að innleiða alþjóðlegan staðal án þess að biðja um vottun. Góðir stjórnhættir eru alltaf til bóta.
Marinó G. Njálsson, 24.4.2009 kl. 09:37
Þakka þér Marinó. Já þetta er hræðilegt með fjölmiðlana sem virðast einungis vinna við að grafa undan lýðræðinu á Íslandi.
Myntbandalag Evrópusambandsins mun 100% örugglega springa í loft upp ef það verður ekki bráðlega alger pólitískur samruni á bak við myntina. ÖLL myntbandalög sem fá ekki loks einn seðlabanka, eitt þing, eina ríkisstjórn og ein SAMEIGINLEG fjárlög munu verða tætt og rifin í tætlur af markaðinum. ÖLL!
Ef Evrópusambandið nær ekki fram takmarki Rómarsáttmálans um "æ meiri samruna" - þ.e að að verða Uniited States of Europe, þá mun myntbandalagið springa í loft upp. Það er 100% öruggt.
Það eru engin vandamál í bankakerfi Ástralíu og Kanada.
Ekkert jafnast á við góða hagstjórn
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 24.4.2009 kl. 09:50
Kærar þakkir fyrir þetta, Marinó og Gunnar.
Allir eru sammála um að vexti verði að lækka en engu að síður er núverandi stefna staðreynd og ekkert hefur verið gert til þess að breyta um kúrs. Ég hef verið að velta fyrir mér af hverju þetta stafar.
Blasir ekki við að innanga í ESB til þess að ná vaxtastiginu niður er verulega ótrygg og seinvirk leið til þess að ná þessu sjálfsagða markmiði sem allir eru sammála um?
kveðja
Kristján Torfi Einarsson, 24.4.2009 kl. 15:25
Ég held reindar að fólkið sem setur fram þessar viðmiðanir trúi því sem það er að leggja fram og það er mikið um svona rökleysur í framsetningu, jafnvel hjá vel menntuðum hagfræðingum.
Vilhjálmur Árnason, 25.4.2009 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.