Leita í fréttum mbl.is

Ávöxtunin sem ríkið býður er glæpur gegn þjóðinni

Ríkissjóður Íslands hefur ákveðið að leggja línur um vaxtakjör í landinu næstu 17 ár.  Ávöxtunarkrafan er sett á 8,82 - 9,98%!  Í mínum huga er þetta glæpur gegn þjóðinni.  Með þessu er ríkissjóður að endurspegla tiltrú sína á hagkerfið og endurreisnina, þ.e. verið er að lýsa frati á uppbygginguna.  Ef ríkið er að bjóða hátt í 10% ávöxtun hvernig á að vera hægt að lækka vaxtastigið í landinu.  Mér er alveg sama þó um óverðtryggða vexti sé að ræða.

Stjórnvöld eiga að ganga fram með góðu fordæmi og bjóða þá vexti, sem þau telja að hjálpi þjóðinni til langframa, en ekki horfa til skammtímasjónarmiða.  Ef ríkisstjórnin trúir því að efnahagsástandið eigi eftir að batna, þá verður það að endurspeglast í þeirri ávöxtun sem hún bíður fjárfestum.  Verðbólgumarkmið Seðlabankans eru 2,5%.  Hæfileg raunávöxtun á 17 ára láni er 2,5%.  Ríkið hefði því ekki átt að bjóða stiginu hærra en 5% vexti.  Ef það gengur ekki, þá verður bara að reyna síðar.

Ávöxtunin sem ríkissjóður bíður setur fyrirtæki og heimili í mikinn vanda.  Varla fá þessir aðilar betri kjör en ríkið!  Þetta er vel yfir væntanlegum hagvexti og þar með umfram væntanlega verðmæta aukningu í þjóðfélaginu.  Það getur ekki þýtt neitt annað en að gert er ráð fyrir verulegri verðbólgu á líftíma þessara skuldabréfa, þar sem öðru vísi geta heimilin og atvinnulífið ekki aflað nægilegra tekna til að greiða 12 - 14% nafnvexti (miðað við að vaxtaálag þeirra sé minnst 3-4% ofan á kjör ríkisins).  Ég spyr bara, er ekki í lagi hjá þeim sem ákveða þetta?  Meðan ríkisstjórnir í nágrannalöndum eru að selja ríkisskuldabréf með ávöxtunarkröfu sem er nálægt því að vera 0%, þá gefur hið gjaldþrota Ísland kost á allt að 10%.  Það er naumast að við erum rík.


mbl.is Skuldabréf seld fyrir 15 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

þetta er óskiljanlegt? Hvað liggur á bak við svona vexti?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.4.2009 kl. 16:01

2 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Marínó ! 

Hverjir skyldu nú vera hinu megin borðsins og kaupa (leggja til lánsfé) ? 
Er ekki líklegt að lífeyrissjóðir séu þarna á ferðinni með sitt lausa fé ?

Ef svo er horfa málin þannig við að skattfé okkar er notað í ríkum mæli til
að ávaxta iðgjöldin okkar sem lífeyrissjóðunum er falið að ávaxta.

Lífeyrissjóðirnir hafa tapað miklu í hneisuför fjármagns sjóðanna í
loftbóluhagkerfi liðinna ára. Þar sem ávöxtun hefur verið engin og jafnvel
tap, nema þá í flokknum sjóðfélagalán sem borið hafa hitann og þungan af
þeirri litlu ávöxtun sem sjóðirnir geta sýnt fram á síðustu 10 árin eða
svo. 

Ef lífeyrissjóðirnir hafa verið stórtækir í útboðinu í dag er kominn upp sú
fáranlega staða að ríkið er að bæta sjóðunum upp slælega stöðu þeirra með
háum vöxtum og fé sem í raun er sótt til sjóðfélaganna sjálfra í gegnum
skattana.  Galið ef rétt reynist !!

Um leið er verið að drepa endanlega allan rekstrargrundvöll fyrirtækja í
landinu og um leið vitanlega venjulegra heimila. 

ESv

Einar Sveinbjörnsson, 17.4.2009 kl. 16:33

3 identicon

Þetta er með vitlausustu ákvörðunum sem hafa verið teknar.  Hvað liggur á?..Halla sér aftur eins allir eru að gera um allan heim. 

itg (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 19:17

4 Smámynd: Hlédís

Spurningin er auðvitað: eru þetta raunvextir ( þ e verðtryggðir) eða nafnvextir. ÞAÐ veist þú Marínó, að skiptir öllu máli.

Hlédís, 17.4.2009 kl. 23:39

5 Smámynd: Hlédís

Ókei - ég leit aftur á pistilinn og sá að þú sagðir að þér væri alveg sama þó þetta væri óverðtryggt! ?

Hlédís, 17.4.2009 kl. 23:41

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hviss, bang, boing...skyndiákvarðanir án hugsunar....þessi krafa er brjálæði!!

Haraldur Haraldsson, 18.4.2009 kl. 05:10

7 Smámynd: Hlédís

Satt segirðu Haraldur - bráðræðisblær á þessu!

Hlédís, 18.4.2009 kl. 14:05

8 identicon

Sæll Marinó,

Ég gef mér bessaleyfi að velta fram spurningu hérna sem ekki tengist ofangreindri grein. En ég var að lesa mjög áhugaverða grein sem ég held að þú hafir sent inn. Greinin heitir Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar og birtist þann 17. jan s.l. í Tíðarandunum. Þetta er mjög áhugaverð grein um jöklabréfin og útskýrir þau í smáatriði.

Ég er að reyna að átta mig á því hvernig erlendu aðilarnir sem gáfu út jöklabréfin græddu á þeim. Skv. greininni þá gengur þetta þannig fyrir sig að íslensku banki tekur svissneskt lán til skamms tíma á Libor vöxtum. Erlendur banki gefur út íslenskt lán á t.d 17.5% vöxtum (íslenskum vöxtum). Þessir aðila skipta svo um lán þannig að íslenski bankinn tekur íslenska lánið og erlendi bankinn tekur svissneska lánið. Vegna vaxtamunar á þessum tveimur lánum þá gera þeir upp sín á milli þennan vaxtamun. Vegna þess að íslenski bankinn er núna kominn með íslenskt lán á hærri vöxtum en lætur erlenda bankann fá erlent lán á lægri vöxtum þá greiðir erlendi bankinn íslenska bankanum mismuninn. Sem í greininni voru 19 milljarðar.

Íslenski bankinn græðir svo þannig að hann lánar aftur svissnesk lán til lengri tíma, t.d 20 ára, og með vaxtaálagi. Bankinn græðir því þarna á því á genginubreytingunum á þessum tíma auk þess að fá vaxtamuninn greiddan frá erlendu aðilunum.  En skv. greininni þá myndi ég halda að 19 ma færu hvort eð er í að greiða upp ísl skammtímalánið sem þeir fengu. Þannig að hagnaður bankans er því aðeins á gengismuninum á langa láninu sem hann lánar til neytenda hér á landi.

En nú er erlendi bankinn kominn með libor CHF lánið auk þess að hafa þurft að greiða vaxtamuninn vegna skiptanna. Hvar græðir þessi aðili á þessu? Hér er engin gengishagnaður vegna þess að hann er með skuldabréf í eigin mynt.

Kanski er ég algjörlega að misskilja þetta en endilega leiðréttu mig ef ég fer rangt með mál. En ég hélt alltaf að ástæðan fyrir útgáfu jöklabréfanna væri sá að erlendu aðilarnir gætu grætt á vaxtamuninum hér á landi og erlendis, en þeir hafa þurft að greiða vaxtamuninn þannig að hann er þá enginn...eða hvað?

D (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 17:29

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

D, Tíðarandinn pikkar upp færslur héðan og þaðan með samþykki þess sem skrifar.

En að spurningunni þinni.  Útgefandi jöklabréfanna veðjar á að krónan veikist nægilega mikið til að vinna upp vextina sem hann greiðir.  Svo einfalt er það.

Marinó G. Njálsson, 18.4.2009 kl. 18:02

10 identicon

Bíddu við, eru þá báðir bankarnir að veðja á veikingu krónunnar? Erlendi bankinn til að bæta upp vaxtamuninn og íslenski bankinn vegna þess að hann hefur endurlánað til íslenskra einstaklinga í erlendri mynt?

D (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 1681218

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband