Leita í fréttum mbl.is

Formgalli eða orðhengilsháttur - dæmi hver fyrir sig

Kjörstjórnir í 4 kjördæmum af 6 hafa ákveðið að framlögð gögn Lýðræðishreyfingarinnar séu fullnægjandi, en í 2 kjör dæmum hafa kjörstjórnir ákveðið að sambærilegar upplýsingar séu ófullnægjandi.  En um hvað snýst deilan.  Svo allir geti gert sér grein fyrir því, þá fletti ég upp hinum umdeildu greinum laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis.  Í VII. kafla er fjallað um framboð.  Fyrstu greinar kaflans hljóma sem hér segir:

VII. kafli. Framboð.
30. gr. Þegar alþingiskosningar eiga að fara fram skulu öll framboð tilkynnt skriflega yfirkjörstjórn þeirri sem í hlut á eigi síðar en kl. 12 á hádegi 15 dögum fyrir kjördag.
Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu eða starfsheiti og heimili til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri.
31. gr. Á framboðslista skulu vera nöfn tvöfalt fleiri frambjóðenda en nemur þingsætum í kjördæminu, hvorki fleiri né færri.
32. gr. Hverjum framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann.

 

Það er túlkun á þessum "um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann", sem þessi deila snýst um.  Þarna er ekkert talað um að tilgreina þurfi kjördæmið, en auðvitað má segja að listi sé fyrir tiltekið kjördæmi.

Spurningin sem vaknar í mínum huga, er hvort kjörstjórn sé ekki hluti af stjórnsýslu og sé þar af leiðandi skylt að gæta meðalhófs og veita upplýsingar um hvernig staðið skuli að útfyllingu gagna.  Það þýðir líklegast jafnframt, að kjörstjórnir eiga að gefa út leiðbeiningar til framboðanna.

Nú verður úrskurði kjörstjórnanna í Reykjavík skotið til yfirkjörstjórnar.  Hún verður sett í furðulega stöðu nema úrskurðir annarra kjörstjórna verði einnig kærðir.  Verði þeir ekki kærðir, getur yfirkjörstjórn ekki annað en úrskurðað listana í Reykjavík lögmæta, því annars er verið að mismuna listum Lýðræðishreyfingarinnar eftir kjördæmum.  Verði úrskurðir annarra kjörstjórna einnig kærðir, þá gæti niðurstaðan orðið sú að öllum listum Lýðræðishreyfingarinnar yrði hafnað á grunni formgalla.  Illa væri komið fyrir lýðræðinu, ef núverandi valdablokkir ætla að verja sig með vísun í formgalla.


mbl.is Kjörstjórn klofnaði í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Mér hefur skilist að almenna venjan sé að túlka ekki lög þrengra en orðanna hljóðan. Þarna er þó augljóslega um það að ræða.

Það er merkilegast samt finnst mér að ekki skuli bara vera útveguð þessi form stöðluð frá hinu opinbera, öllum framboðum til hagræðis og upplýsinga.

Baldvin Jónsson, 16.4.2009 kl. 16:03

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Baldvin, ég segi bara, ef þetta verður túlkan orðanna, þá liggja bankarnir í því.  Þannig er nefnilega að samkvæmt lögum nr. 38/2001 um vextir og verðbætur, þá eingöngu vísitölutengja lán við vísitölu neysluverðs eða innlenda eða erlenda hlutabréfavísitölu.  Hvergi er minnst á gengistengingu.

Varðandi kjörstjórnirnar, þá er það misræmið í túlkun manna á lögunum sem ég furða mig mest á og sýnir að geðþóttaákvörðun fárra einstaklinga gætu hugsanlega ráðið úrslitum í kosningunum, t.d. með ákvörðunum um ógild atkvæði o.s.frv.

Marinó G. Njálsson, 16.4.2009 kl. 17:01

3 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Varðandi gengistenginguna. Það er það ekki vísitölutenging. Það er einfaldlega lán í erlendum gjaldeyri. Þar með sveiflast það með gengi.

Varðandi framboðslistana. Mér finnst orðin "...Á framboðslista skulu vera nöfn tvöfalt fleiri frambjóðenda en nemur þingsætum í kjördæminu..." segja sína sögu. Þíðir þetta ekki að meiningin sé að það sé lagður fram framboðslisti í hverju kjördæmi? Í það minnsta held ég að það hljóti að vera andi laganna og eftir þessu hefur verið starfað hingað til og því ætti að vera komin á það hefð.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 16.4.2009 kl. 17:24

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ólafur. Nei, þetta eru ekki lán í erlendum gjaldeyri.  Þetta eru lán í íslenskum krónum vísitölutryggð með gengi þeirra gjaldmiðla sem mynda myntkörfuna.  Ég hef prófað að fá svona lán greitt út í þeim gjaldmiðlum sem gengistryggingin segir til um, en því var hafnað á þessari forsendu sem ég nefni.  Ég gat fengið íslensku upphæðina og síðan farið og keypt mér gjaldeyrinn hjá gjaldkera.

Varðandi tilvísun þína í lögin, þá er ekki verið að deila um hana.  Það reyndi ekki á þetta ákvæði.  Ákvæðið sem verið er að deila um, er hvort frambjóðandi hafi þurft að tilgreina að hann ætlaði að bjoða sig fram í Reykjavík suður, Reykjavík norður eða einhverju öðru kjördæmi.  Meirihluti kjörstjórna telur svo ekki vera samkvæmt lagana hljóðan, en kjörstjórnir í Reykjavík telja það nauðsynlegt.

Marinó G. Njálsson, 16.4.2009 kl. 17:41

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hefð skapast ekki að lögum Ólafur nema að um það hafi fallið dómur og er þá komin réttarvenja.

Það má einmitt túlka þessa orðanna hljóðan bæði þröngt og vítt. Það er meinið og eðlilegt að kjörstjórnir myndu sameina skilning sinn á þessu.

Baldvin Jónsson, 16.4.2009 kl. 18:14

6 Smámynd: Neddi

Þar sem að listinn er lagður fram í ákveðnu kjördæmi þarf þá eitthvað sérstaklega að taka fram að það sé verið að bjóða fram í þessu ákveðna kjördæmi.

Varla fer ég og legg fram lista í norðausturkjördæmi en ætla að bjóða fram í suðurkjördæmi.

Neddi, 16.4.2009 kl. 19:52

7 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Baldvin: Ég er klárlega ekki löglærður en eitthvað rekur mig minni til að í einhverjum þeirra lagakúrsa sem ég hef tekið (eru ekki margir) hafi komið fram að hefð getur vissulega skapast án undangengins dóms. Ég veit ekki við hvaða kringumstæður það á.

Ég veit heldur ekki hvaða formgalli (ef einhver) var á listunum en skv. þeim fréttum sem ég heyrði á "ritskoðuðu" Rás 2 var lagður fram listi ónúmeraður með heildar lista yfir alla frambjóðendur Ástþórs af öllu landinu. Ef svo er ekki lítur málið talsvert öðru vísi út. Hefur þessum listum verið líst nákvæmlega einhvers staðar?

Marínó: Ef þetta er svo fæ ég (með mína lagaþekkingu) ekki séð að þessi "vísitölubinding" standist skoðun.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 17.4.2009 kl. 11:00

8 identicon

Kolólögleg ákvörðun yfirkjörstjórnar. Enginn lögfræðingur með réttu viti hefði úrskurðað þetta. Það er grunnregla í lögfræði að þú tekur ekki íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun án þess að hafa skýra stoð til þess í lögum. Ég er mjög hissa að hafi ekki verið meira gert úr þessu. Hefði t.d. átt að vera mjög mikill álitshnekkur fyrir lögmannsstofuna Lex.

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 1680564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband