7.4.2009 | 18:33
Algjörlega fyrirséð
Séu einhverjir hér á landi, sem sáu ekki fyrir mikinn samdrátt í einkaneyslu, þá held ég að það sé rétt að vekja þá. Hávaxtastefna Seðlabankans, hrun krónunnar og mikil verðbólga hafa gert það að verkum að sífellt stærri hluti ráðstöfunartekna heimilanna fer beint til bankanna. Meðan ekkert er gert til að létta greiðslubyrðina, þá mun þetta ekki breytast. Það er sorglegt til þess að vita, að í 13 mánuði hefur almenningur í landinu mátt taka á sig sífellt auknar byrðar vegna efnahagsóstjórnar undanfarinna ára, vegna handónýttrar peningastefnu Seðlabankans og síðast en ekki síst vegna fjárhættuspils og svikastarfsemi bankanna og eigenda þeirra.
Afleiðingarnar af glannaskapnum er að koma í ljós. 16,6% samdráttur veltu dagvöruverslana, 21,6% samdráttur hjá fataverslunum, 54,7% í húsgagnaverslun og 50,6% í raftækjaverslun. Þetta endar ekki nema á einn veg. Fyrirtækin leggja upp laupana og störf tapast. Þá tekur við ennþá meiri samdráttur og svona heldur spírallinn áfram niður á við.
Í hagfræði er til hugtakið sokkinn kostnaður. Á Vísindavefnum er sokkinn kostnaður útskýrður á eftirfarandi hátt:
Sokkinn kostnaður er allur kostnaður sem fallið hefur til vegna kaupa á vöru eða þjónustu sem ekki er hægt að selja aftur og ekki er hægt að nýta til annars en upphaflega var ætlað. Slíkur kostnaður ætti ekki að hafa áhrif á ákvarðanir í framtíðinni.
Vissulega er ekki hægt að nota hugtakið "sokkinn kostnaður" beint um lán heimila og fyrirtækja, en það má gera það óbeint. Staðreyndin er nefnilega sú, að stór hluti útlána er tapaður. Það er því ekki rétt hjá fjármálafyrirtækjum að tala um þann hluta sem eign eða eitthvað sem er endurheimtanlegt. Upphæð þess hluta lánanna, sem er tapaður, ætti því ekki að hafa áhrif á ákvarðanir í framtíðinni. Fjármálafyrirtækin þurfa að setja alla sína orku í að verja þann hluta sem er ekki tapaður. Það gera þau best með því að gera núverandi skuldurum kleift að halda áfram að borga af lánunum með því að afskrifa þann hluta sem er í raun tapaður.
Það skiptir ekki máli hvaða leið fjármálafyrirtækin fara, þ.e. gjaldþrotaleiðina eða afskriftaleiðina, svo og svo stór hluti útlána mun ekki innheimtast! Þetta gerðu menn sér grein fyrir, þegar gert var frummat á innlendum útlánum þríburanna. Gert var ráð fyrir að lánasafn Kaupþings rýrnaði um 954 milljarða, lánasöfn Landsbankans um 1.100 milljarða og nýjustu tölur eru að lánasöfn Glitnis verði færð niður um 1.000 milljarða. Samtals eru þetta rúmlega 3.000 milljarðar. Ef litið er á þessa 3.000 milljarða sem sokkinn kostnað, þá eiga ákvarðanir bankanna að snúast um að verja hinn hluta lánasafna sinna. Það verður ekki gert með því að ganga fram af hörku og mergsjúga heimilin í landinu. Nei, það verður best gert með því að hjálpa heimilunum við að auka neysluna sína. Með aukinni neyslu eykst geta fyrirtækja til að standa í skilum og að halda uppi atvinnu. Meiri tekjur einstaklinga og fyrirtækja skila sér í hærri skatttekjum ríkissjóðs og sveitafélaga. Það er sama hvernig litið er á þetta. Það er allra hagur að létt sé á greiðslubyrði heimilanna.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt til að sett verði 4% þak á verðbætur frá 1. janúar 2008. Við köllum þetta sanngjarna leiðréttingu, þar sem það voru fjármálastofnanir þessa lands sem komu okkur í þessa stöðu. Við höfum einnig lagt til að boðið verði upp á að breyta upphaflegri lánsfjárhæð gengistryggðra lána yfir í verðtryggð lán frá útgáfudegi. Þau beri óskerta verðtryggingu til 1. janúar 2008, en færist undir 4% þakið eftir það. Við viljum einnig að 4% þakið haldi áfram út árið 2010 og verði eftir það lækkað í 2,5%. Við teljum, að verði ekki fljótlega gripið til róttækra aðgerða til að auka við neyslu heimilanna, þá munum við hverfa ofan í hyldýpið.
Einkaneysla dregst hratt saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 1
- Sl. sólarhring: 248
- Sl. viku: 425
- Frá upphafi: 1680811
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Hárrétt, enda hef ég talað um að von sé á öðru kerfishruni í haust og "yOu ain´t seeeeeen nothing yet...!". Ég gef mér að þá fyrst muni núverandi vinstri stjórn fara að virkja "Heilbrigða skynsemi", sá tími mun vonandi koma, og þá verð ég tilbúinn að veita hjálparhönd, gegn "smá þóknun......"
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 23:10
Vel mælt.
Hér er reyndar talað um 1.452 milljarða hjá Landsbankanum:
http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/02/21/afskrifa_1_500_milljarda/
Þórður Björn Sigurðsson, 7.4.2009 kl. 23:53
Þetta er svo augljóslega rétt hjá Marinó, að verkefnið er í raun ekki að rökræða um það, heldur hitt að reyna að skilja af hverju stjórnvöld reagera ekki.
Þetta blessaða fólk er vel meinandi og ekkert vitlausari en næsti maður. Þannig að annað hvort
a) trúa þau ekki varnaðarorðum,
b) þau eru að fá mjög misvísandi upplýsingar
c) Einhver kemur í veg fyrir að þau taki skynsamlegar ákvarðanir
d) Þau vita eitthvað sem við vitum ekki en geta ekki sagt okkur.
Það er þetta sem er rannsóknarefnið. Um þetta þarf að spyra og fá svör helst á Alþingi, þar sem menn eru eiðsvarnir sannleikanum.
Doddi D (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 23:54
Doddi D, ég held ég haldi bara áfram að skrifa d. Steingrímur J tók þá kröppustu U-beygju sem ég hef orðið vitni að í stjórnmálum, eftir að hann tók við stól fjármálaráðherra, þannig að það hangir eitthvað á spýtunni.
Marinó G. Njálsson, 8.4.2009 kl. 00:27
Mig undrar mikið hvað stjónmálaaflokkar virðast lítið vita af vandanum.
Offari, 8.4.2009 kl. 20:43
Sæll Marínó:
Get ekki annað en trúað að það sé búið að reikna dæmið út og þetta gangi bara ekki upp. Ég er orðinn ansi svartsýnn á þetta. IMF og skuldunautar bankanna liggja væntanlega eins og gammar yfir þessu. Ennþá er ekki búið að takast að endurreysa bankakerfið og nýju bankarnir eru á brauðfótum og yfirvofandi gríðarlegt verðhrun á fasteignum liggur yfir öllu eins og dökkur dimmur skuggi. Hef fylgst með þessum umræðum í eldhúsdagsumræðunni í gær og kosningfundinn á Kraganum og þetta er dapurlegt. Ég var svo vitlaus að kæra mig inn á kjörskrá og svei mér þetta er bara bull. Það kemur enginn með neinar tillögur að neinu vitu og já þvílikt lið sem fólk getur valið. Þetta er bara frasar og kjaftæði. Það vill enginn sýna spilin. Stjórnmálamenn tala mjög óskýrt núna það er hent í loftið hugmyndum og það er greinilega klárlega þeir sem minnstar líkur koma til að stjórna lofa mestu. Efnahagsstjórnin verður eins og ganga á eggjaskurn og sértæka leiðin fyrir þá sem sökkva, já og fara á hausinn verður að mínu viti farin. Hinir þurfa að synda sjálfir.
Gunnr (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 22:34
Gunnr, mér finnst bara vanta að allir hagsmunaaðilar séu kallaðir að borðinu. Tökum t.d. svo kallaðar aðgerðir vegna skulda heimilanna. Hverjir sömu þau skjöl? Fjármálafyrirtækin! Af hverju var talsmaður neytenda ekki fenginn að borðinu eða Hagsmunasamtök heimilanna? eru þessir blessuðu bankar búnir að strauja það gjörsamlega yfir viðskiptavini sína með svikamyllum sínum og fjárglæfrum að það hefði kannski verið óvitlaust að kalla fulltrúa lántakenda að borðinu.
Og síðan bullið með breytinguna á vaxtabótum (sjá næstu færslu). Boðið er upp á 500% hækkun, já 500% hækkun, vaxtabóta hjá hjónum með 12 milljónir í árslaun, en 30% hjá þeim sem eru með 3 milljónir í árslaun.
Marinó G. Njálsson, 9.4.2009 kl. 01:02
Fínn pistill frá þér að venju Marinó!
Óttast samt þann bitra "sannleik" sem brátt mun blasa við, þegar okkur gefst færi á að öðlast yfirsýn yfir heildarpakkann.
Skil ekki þann mikla trega sem ríkir hér að ná umfanginu, svo yfirleitt sé hægt að velta því fyrir sér hvort í boði verði "núllstilling", borgum ekki eða fátækt og örbirgð til handa næstu tveim til fjórum kynslóðum.
Skynja mikla AFNEITUN í bland við ÞETTA HLÝTUR AÐ REDDAST syndróm, hér á eyjunni bláu í upphafi páska. Þessi fáranlega kosningabarátta er náttúrulega ekki til þess fallin að opna augu þeirra sem helst vilja kreista þau fastast.
Fyrsta skref í hverju verkefni stóru eða litlu er að hafa yfirsýn. Hún liggur ekki fyrir, eða er haldinni leyndri. Á meðan eyðist dýrmæt orka lærðra og leikinna að skapa hugmyndir sem meika sens, í núinu.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.4.2009 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.