Leita í fréttum mbl.is

Bankaleynd úr sögunni!

Var að hlusta á ræðu herra Brúns.  Hann lofar nýju alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, endalok skattaskjóla sem veita ekki upplýsingar þegar um þær er beðið og að bankaleynd, eins og við þekkjum hana í dag, sé úr sögunni.  Hér er miklu lofað og spurningin er hverjar verða efndirnar.

En þeir sögðu svo sem meira, blessaðir leiðtogarnir.  Alveg merkilegt hvað margir svona háttsettir aðilar hafa góðan tíma til að semja texta!  En öllu gríni sleppt þá heita þessir heimsleiðtogar ýmsu.  Ætlunin er að:

  • endurheimta trúnað, vöxt og störf
  • endurreisa fjármálakerfið til að koma útlánum af stað
  • styrkja regluverk fjármálakerfisins til að endurbyggja traust
  • fjármagna og umbreyta alþjóðlegum fjármálastofnunum til að sigrast á núverandi kreppu og forðast nýjar í framtíðinni
  • styðja við alþjóðaviðskipti og fjárfestingu og hafna verndarstefnu til að auka velmegun
Þetta er stutt lengri lista yfir aðgerðir, sem innifela atriði eins og 1.000 milljarða dollara í fjármálakerfið, láta eftirlit ná til allra mikilvægra fjármálastofnana, þar á meðal mikilvægra vogunarsjóða!

Nú er bara að sjá hverjar efndirnar verða og hve langan tíma tekur að hrinda hlutum í framkvæmd.
mbl.is OECD birtir skattaskjólalista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 1680564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband