28.3.2009 | 10:31
Skoðanakönnun eða kosningaspá?
Mér finnst vera mjög áberandi í flóði "skoðanakannana" að þær eru ekki að lýsa skoðunum fólks, heldur er verið að birta kosningaspár. Það er haf og himinn á milli þessa.
Í niðurstöðum könnunar Gallups, sem birt var í gær, þá kemur í ljós að það er enginn óákveðinn, það er engin sem ætlar að skila auðu, það var að vísu getið að 76% ætluðu að kjósa. Þetta endurspeglar ekki niðurstöðu skoðunarkönnunar, heldur er þarna að mínu viti verið að birta niðurstöðu "hreinsaðra" gagna. Þetta er kosningaspá og á því að birta sem kosningaspá, en ekki niðurstöðu skoðanakönnunar.
Kosningaspá er allt annar hlutur en svör fólks í könnun. Það er gott og blessað að birta kosningaspá, en ekki telja trú um að þetta séu niðurstöður skoðunarkönnunar. Til þess vantar alltof mikið. Í raun má segja að um fölsun á niðurstöður könnunarinnar sé að ræða. Eigi tölurnar að endurspegla svör svarenda, þá á að birta þau eins og svörin eru gefin upp. Ef það er ekki gert, þá er lágmark að skýra út hve mörgum svörum var breytt.
Ég vil sem kjósandi, sem ekki er búinn að gera upp hug minn, fá að vita hve stór hluti annarra kjósenda, samkvæmt úrtaki, er ekki búinn að gera upp hug sinn. Ég myndi líka vilja fá að vita, hver stór hópur neitaði að svara, ætlar að skila auðu eða ætlar yfir höfuð ekki að kjósa. Að birta bara kosningaspá eftir að búið er að hreinsa út óæskileg svör og kalla það niðurstöðu skoðanakönnunar er ekkert annað en vísvitandi blekking. Fyrir utan að slík framsetning gagna virkar neikvæð fyrir ný framboð og þá sem sem eru að hugsa sér að styðja ný framboð (sem ég er ekki að segja að ég ætli að gera), þar sem barátta virðist gjörsamlega vonlaus.
Tekjuháir færa sig um set | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Heyr, heyr!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.3.2009 kl. 12:09
Skoðanakannanir endurspegla ekki alltaf raunverulegur vilja. Helsti galli þeirra er að listi spurninga og röð þeirra eru ekki birtar. Vilji einhver til að mynda fá neikvætt svar um loðfeldi er hægt að spyrja nokkurra spurninga um gæludýr fyrst, til að stilla viðmælandanum upp í dýra-vinveitt-hugafar. Líkurnar á neikvæðri afstöðu til loðdýraræktar vaxa við það. Spyrja má um heiðargæsir, hreindýr, fjallagrös, gil, dali og viðkvæma náttúru áður en spurt er um nýja virkjun. Spyrja má um verðbólgu, verðlag, stöðnun í launum, ferðalög á næstunni og stöðugleika áður en spurt er um framtíðargjaldmiðil.
Túlkun niðurstaðna skoðanakannana eru því þessu rýrari að við fáum ekki að meta röð og innihald allra spurninga sem spurðar voru.
Haraldur Baldursson, 28.3.2009 kl. 15:47
Fín færsla hjá þér Marinó og þarft að vekja athygli á þessu.
Skoðanakönnun er eins og ljósmynd. Ákveðið sjónarhorn og ákveðin sneið af raunveruleikanum eins og hann er á ákveðnum tíma miðað við ákveðnar forsendur.
Framkvæmd könnunar og úrvinnsla gagna, eins og í tilfellli ljósmyndar, hefur mikið um upplifunina að segja.
Því miður (eða sem betur fer?) eru þeir, sem búnir eru að ákveða sig, duglegir við að sía út þau skilaboð sem styðja ekki við þeirra skoðunar.
Addi (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.