27.3.2009 | 20:34
Kunnuglegur útúrsnúningur um LSR í fréttum Stöðvar 2
Stöð 2 bar saman epli og appelsínu í fréttatíma sínum í kvöld. Þar voru þeir að skoða stöðu LSR og kölluðu í viðtal helsta afbakara stöðu LSR í gegnum tíðina, þ.e. Pétur Blöndal, alþingismann. Minnst var á í fréttinni að LSR vantaði mikið til að standa undir skuldbindingum sínum. Pétur reyndi að tengja þetta við lélega stjórn Ögmundar Jónasson, sem formanns stjórnar sjóðsins, og gaf í skyn að ávöxtun sjóðsins væri svona léleg. Talaði hann um að Ögmundur bæri ábyrgð á því að svona eitt stykki icesave vantaði inn í eignir sjóðsins, svo hann stæði undir skuldbindingum.
Málið er að ákveðinn hluti skuldbindinga LSR kemur ávöxtun sjóðsins ekkert við. Þær hækka nefnilega í takt við kjarasamninga. Í hvert sinn, sem nýr kjarasamningur er gerðir, ætti ríkið að greiða inn í sjóðinn andvirði hækkunar skuldbindinga vegna samninganna. Það hefur brugðist. Þetta veit Pétur Blöndal og að kenna Ögmundi Jónassyni um skuld ríkisins við LSR er vitleysa sem Pétur hefur orðið uppvís að oftar en einu sinni. 22. maí 1996 svaraði ég þessu bulli í þingmanninum með grein í Morgunblaðið. Greinina er hægt að lesa hér - Lífeyrisréttindi. Verð ég að viðurkenna, að ég skil ekki af hverju þingmaðurinn heldur sífellt áfram með þessar rangfærslur sínar. Hann veit að hann er að fara með rangt mál, en það virðist ekki skipta hann neinu máli. Sorglegt í meira lagi.
Vissulega tapaði LSR við hrun bankanna, en það er ekki það sem Pétur er að draga fram til að koma óverðskuldugu höggi á Ögmund Jónasson. Mismunurinn á eignum og skuldbindingum LSR, sem Pétur Blöndal var að benda á í frétt Stöðvar 2, er eingöngu vegna nýrra kjarasamninga. Hækki laun kennara, þá aukast skuldbindingar LSR. Ríkið á að bæta sjóðnum þetta upp, en gerir ekki. Þannig myndast misræmið sem Pétur var að benda. Það er besta mál að benda á þessa staðreynd og ætla ég ekki að setja út á það, en hann átti að láta þar við sitja. Það er Ögmundi gjörsamlega óviðkomandi að fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki bætt LSR upp auknar skuldbindingar sjóðsins, eins og lög kveða á um.
Það skal tekið fram, að eftir grein mína fyrir nærri 13 árum, þá tók ríkissjóður sig tak. Á þeim tíma voru eignir LSR 20 milljarðar, en skuldbindingar 70 millarðar. Á næstu 10 árum eða svo gerði ríkissjóður upp við LSR, en slíkt verður að gera í kjölfar allra nýrra samninga við ríkisstarfsmenn. Þetta hefur ríkissjóður verið að spara sér undanfarin misseri eða hefur ekki lokið við verkið.
Það er svo allt annað mál, að LSR tapaði einhverjum 50 milljörðum á hruni bankanna. Ég verðviðurkenni fúslega, að þar er ábyrgð stjórnar og stjórnenda sjóðsins einhver. Hvort hún er eins mikil og ábyrgð stjórnar, stjórnenda og þeirra stofnfjáreigenda SPRON sem stóðu að hlutafélagavæðingu SPRON (m.a. Péturs Blöndals) á 50 milljarða tapi hlutabréfaeigenda frá skráningu til falls sjóðsins í síðustu viku, læt ég aðra um að dæma. En mér finnst Pétur vera að kasta grjóti úr glerhúsi.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1681299
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Skelefilega er þetta ómerkilegt hjá þér. Greinilega ert þú meiri fótgönguliði Ögmundar "blekkingarmálaráðherra" en talsmaður lífeyrisþrælanna þó þú segir annað. Þið æpið ábyrgð! ábyrgð! en þegar að það snýr að ykkar eigin drullumalli - þá er það öðrum að kenna og þá helst þeim sem benda á hræsni ykkar!
JOE "lifeyrisgeiðandi" (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 21:51
JOE eða hvað þú heitir "lífeyrisgreiðandi", þá er ég ekki neinn aðdáandi Ögmundar og hef aldrei kosið hann. Ég hef heldur ekki greitt í LSR síðan vorið 2007. Málið er að Pétur Blöndal er bara enn einu sinni að fara með rangt mál. Ég og fleiri stóðum hann að því 1996 og ég stend að bullinu aftur núna. Þetta kemur Ögmundi ekkert við. Þetta snýst um lítilmannlegan málflutning Péturs.
Það er kannski rétt að rifja það upp, að þetta er sami maðurinn og sagði að enginn vandi væri að lifa á tryggingabótum. Þeim sem tækist það ekki væru bara bruðlarar.
Marinó G. Njálsson, 27.3.2009 kl. 22:46
Þetta átti að vera vorið 1997.
Marinó G. Njálsson, 27.3.2009 kl. 23:43
Er þetta ekki bara klassísk "let them deny it"?
Tómas Örn (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 00:32
Já það er rétt Marinó, oft heldur fólk fram ýmsum rangtúlkunum sem það veit að ekki eru réttar og teystir á að fólk viti ekki betur. Slíkt er afar sorglegt svo ekki meira sagt.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.3.2009 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.