24.3.2009 | 10:31
Lækkun visitölu á milli mánaða - efni í stýrivaxtalækkun!
Þetta verður að teljast stórfrétt. Veruleg lækknun visistölu neysluverðs (VNV) á milli mánaða. Ég var búinn að gera ráð fyrir 0,25-0,4% hækkun vísitölu milli mánaða, sem er nokkuð nærri lagi að vera hækkun vísitölu án húsnæðis. Miðað við 0,25% hækkun hefði ársverðbólga mælst 16,2%.
Húsnæðisverð er hér liggur við eini áhrifavaldurinn og neyslukostnaður almennings hækkar, þó óverulega sé. Þessi mikla lækkun húsnæðisverðs endurspeglast líklegast í hinu algera frosti sem er á húsnæðismarkaði.
Það ber að fagna þessum tölum. Þær gefa tilefni til bjartsýni með að Seðlabankinn geti lækkað stýrivexti verulega. Ég hef verið talsmaður þess að Seðlabankinn horfi til 3 mánaða verðbólgu við ákvörðun stýrivaxta. Sú tala er mjög áhugaverð, svo ekki sé meira sagt. Hækkun VNV síðustu þrjá mánuði er 0,49% sem jafngildi um 2% ársverðbólgu(!) samanborið við 22,1% í desember, 15,5% í janúar og 10,5% í febrúar. Er það umtalsvert brattari lækkun en bjartsýnustu menn dreymdi um. Ég tel að peningastefnunefnd Seðlabankans eigi að koma saman hið fyrsta og tilkynna lækkun stýrivaxta niður fyrir 10%. Raunar tel ég að með því að miða við 3 mánaða verðbólgu, þá megi lækka stýrivexti niður í 5%.
Hér áður fyrr notaði Seðlabankinn alltaf rökin fyrir "undirliggjandi verðbólguþrýstingi" fyrir allt of háum stýrivöxtum. Nú er "undirliggjandi" verðhjöðnun og við henni þarf að bregðast með því að lækka vexti verulega og það ekki seinna en strax.
Í sögulegu samheingi er þessi lækkun VNV, sem nú mælist, mesta lækkun sem orðið hefur frá því að núverandi vísitala var tekin upp í maí 1988. Áður hefur VNV mest lækkað um 0,54%, þ.e. í ágúst 1998 og 2002 og síðan í maí 2005. Er þetta aðeins í fertugasta og fyrsta skipti á þeim 251 mánuði sem liðnir eru frá maí 1988 sem VNV lækkar á milli mánaða. Fjórtán sinnum hefur lækkun VNV náði yfir 3 mánuði, fjórum sinnum enst 6 mánuði og aðeins einu sinni í nóvember 1994 hefur 12 mánaða verðbólga sýnt verðhjöðnun upp á heil 0,1%!
Talsvert dregur úr verðbólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 1680019
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Marínó: bæði er mikilvægt fyrir Seðlabankann að endurskoða viðmiðunartímabil sín - og ekkí síður að leggja mat á horfurnar framundan . . . sem gera ráð fyrir verðbólgu nærri 0 . . . . .
Gleymum heldur ekki að berjast fyrir því að grunnur vísitalna verði færður nær samtíma - og miði við samsetningu á neyslu og útgjöldum yfir í mesta lagi 6 mánaða tímabil - með mögulegri "leiðréttingu fyrir 12 mánuðum þar á undan - ef gert er ráð fyrir að breyting síðustu 3ja mánaða sé "abnormal" .
Áfram Marínó.
Kveðja
bensi http://blogg.visir.is/bensi
Benedikt Sigurðarson, 24.3.2009 kl. 11:31
Það ætti að skoða þetta í ljósi aðferðanna sem notaðar voru af Seðlabankanum og fjármálastofnunum á verðbólgutímunum. Þá var gefin út hækkun vísitölu hvers mánaðar og sú tala notuð til að framreikna verðbólguna næsta árið og vextir svo ákveðnir samkvæmt því. Núna er öldin önnur vísitalan lækkar um 0,59% milli mánaða. Þetta samsvarar 6,85% verðhjöðnun ef þetta er framreiknað næstu 12 mánuði. Miðað við það eru 17% stýrivextir 25,6% raunvextir. Og hvert fara þessir vextir. Viðskiptabankarnir fá kanski 2% Seðlabankinn fær rest og notar það svo til að borga af skuldabréfinu sem hann gaf út til ríkisinns vegna útlánatapa sinna og svo borgar ríkið eigendum ríkisskuldabréfa, sem margir eru fyrrverandi eigendur Jöklabréfa alla summuna. Sem sagt við erum rænd enn í dag.
Sigurjón Jónsson, 24.3.2009 kl. 12:01
Sigurjón, ég held ekki að Seðlabankinn hafi nokkru sinni notað vísitöluhækkun milli mánaða sem viðmiðun, menn hafa aftur oft talað um 3 - 6 mánuði. Hvort sem er notað, þá er svigrúmið mikið. Mér finnst þess utan asnalegt að eingöngu sé horft til verðbólguhorfa þegar þær eru neikvæðar. Mín trú er að eina ástæðan fyrir háum stýrivöxtum sé að gera fjármagnseigendur ánægða.
Marinó G. Njálsson, 24.3.2009 kl. 12:18
Marinó: Þetta var kanski ónákvæmlega orðað hjá mér ég átti frekar við framsetninguna á fréttinni sem er öðruvísi en áður var, þannig að nú er lögð áhersla á verðbólguna eins og hún var, en áður var lögð áhersla á hvernig hún gæti orðið. Í mínum augum er framsetningin í báðum tilfellum beinlínis til þess gerð að fá fólk til að sætta sig við háa vexti. Ég er alveg sáttur við verðtryggingu sem slíka, hún verður þá að vera notuð bæði til hækkunar og lækkunar og vextir ofan á verðtryggingu ættu að vera ca 2% en ekki 10% eins og bankar fara fram á núna. Mér finnst líka dálítið skrítið hvað farið er að bera mikið á því að talað er um vísitölu með og án húsnæðisverðs. Það er eins og verið sé að búa okkur undir að kippa húsnæðisverðinu út úr vísitölunni, núna þegar það virkar til lækkunar. Ég hef eins og þú trú á að þessir háu vextir séu til að gera fjármagnseigendur ánægða.
Sigurjón Jónsson, 24.3.2009 kl. 13:24
Það má bæta því við að ég er sjálfur fjármagnseigandi og hef notið góðs af hækkun vísitölu og háum vöxtum, en þegar rætt er um hag heillar þjóðar þá verður maður að setja eigin hagsmuni til hliðar.
Sigurjón Jónsson, 24.3.2009 kl. 13:27
Hvort sem það heitir stýrivextir, verðtrygging, eða hvaða nafni sem það nefnist, þá er þetta allt saman skattheimta á almúgann sem er að borga þetta til óbeint til ríkisins í gegnum Íbúðalánasjóð, einhverja af ríkisbönkunum og/eða hugsanlega Seðlabankann eins og bent er á. Lífeyrissjóðirnir hafa líka eitthvað upp úr þessu vaxtastigi, en það fer í hítina af öllu tapinu vegna eignarýrnunar í kjölfar hrunsins.
Á verðhjöðnunartímabili er snargalið að hafa háa stýrivexti, og því munu þeir vonandi fá skarpa lækkun á næstunni. Það ásamt lækkun neysluvísitölu myndi leiða til lækkunar höfuðstóls lána og lægri mánaðarlegra afborgana, sem er akkúrat það sem fólkið í landinu vantar núna. Hver veit nema verðtryggingin gangi bara að stóru leyti til baka á meðan stjórnmálaflokkarnir karpa um hvað sé best að gera við hana. (Þess vegna höfum við hjá L-listanum t.d. ákveðið að taka ekki þátt í neinni loforðasúpu um niðurfellingu skulda og/eða verðtryggingar, slíkar breytingar er ekki skynsamlegt að gera fyrr en einhver innri stöðugleiki hefur náðst.)
Allra best væri samt ef öll þessi flókna gjaldtaka ríkisins af þegnum sínum yrði einfölduð og gerð gagnsæ, þannig að ég geti séð það á einum stað hversu stóran hluta af tekjum mínum ríkið er að hirða hverju sinni. Í dag er skatthlutfallið í reynd t.d. miklu hærra hlutfall en þau ca. 35% sem eru skrifuð á launaseðlana plús þau 14-24,5% sem lögð eru á neysluvörur. Slík einföldu myndi leiða til mikilar hagræðingar í ríkisfjármálum, því kostnaðurinn við að hafa her af sérfræðingum og halda úti fjölda stofnana til að reikna þetta út ásamt því að senda út heilan skóg í formi innheimtuseðla, er gríðarlega kostnaðarsamt dæmi fyrir örþjóð eins og Ísland og gæti verið mun skilvirkara ef við hefðum bara eina ríkis-skattstofu með fáa og einfalda tekjustofna. Stærðargráðan gæti verið á við bankaútibú í stærri kantinum, og þyrfti ekki nærri eins mikla stoðþjónustu. Svo færi mjög vel á því ef þessari stofnun yrði fundinn staður við hliðina á hagstofunni, svo upplýsingaflæðið væri sem best þar á milli.
Þetta er ekki kosningaáróður, bara mínar persónulegu hugleiðingar. ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 24.3.2009 kl. 13:46
En sko, er ekki verðbólga alltaf miðuð við ársgrundvöll eða 12 mánaða tímabil ?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.3.2009 kl. 15:37
Þegar verðtryggingin fór hækkandi milli mánaða var sú aðferð notuð að umreikna til heils árs og sú niðurstaða notuð til hækkunar vaxta, þ.e. horfurnar fram í tímann. Nú eru menn að skoða hvernig verðlagsbreytingar voru á undangengnum mánuðum til að ákvarða vaxtastigið. Ég tek undir með Sigurjóni, bæði framsetning frétta um það hvernig vísitalan breytist og eins aðferðafræði Seðlabankans hún sýnist mér vera á annan veg en áður var.
Bestu kveðjur,
Tómas Ibsen Halldórsson, 24.3.2009 kl. 16:20
Marínó,
Seðlabankinn er ekki að keyra eftir verðbólgumarkmiðum nú. Aðaláhersla hans er að ná stöðugleika í IKR. Af það þýðir að vextir verði að verða háir til skemmri tíma eða að lækkunarferlið verði hægt, þá verður svo að vera. Það er einfaldlega fórnarkostnaðurinn við það að hafa sjálfstæða mynt.
Bjorn Kristinsson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 17:16
Takk fyrir að tala MANNAMÁL Marinó!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.3.2009 kl. 20:58
Vísitöluviðmiðunin er meðvirkni með ónýtum gjaldmiðli. Vísitölutryggingin var tekin upp til að tryggja hagsmuni lánveitenda eftir óðaverðbólgutímabil til að ná stöðugleika á framboð og eftirspurn eftir fjármagni og tryggja hagsmuni lánveitenda í lengri tíma lánum. Þrátt fyrir að vísitölukrónan hefur verið farsæl lausn fyrir ónýtan gjaldmiðli og veikt efnahagskerfi er hún stórgölluð. Grunnur vísitölunnar í dag er miðuð við neyslu fyrir 2 árum og ekki í neinu samhengi við raunneyslu í dag. Húsnæðistengning vísitölunnar hefur alltaf verið hæpinn og ekki síst í ástandi þar sem langmestur hluti viðskipta eru makaskiptasamningar og lítill hluti í greiðslum.
Það er ástæða til að horfa á meginvandamálið: Íslenska krónan er ónýt sem gjaldmiðill og hefur verið það um langa hríð. Gengisfestingin til 2001 fékk hrapallega útreið og flotkrónutilraunin frá 2001 hefur leitt af sér afhroð gjaldmiðilsins. Við blasa gjaldeyrishöft næstu árin, þökk sé spákaupmennsku í vaxtamunaviðskiptum erlendra fjárfesta.
því fyrr sem Íslendingar gera sér grein fyrir grunnvandamálinu, þ.e. að skipta um mynt yfir í alþjóðlega gjaldgenga mynt. því fyrr munum við vinna okkur út úr vandanum. Annar blasir við efnahagsleg einangrun og stöðnun um langa framtíð.
Jóhannes (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 21:51
Hér kom ein tilaga sem vert er að skoða. En ég kann ekki að reikna hvort hún sé möguleg eða gagnleg.
http://bberndsen.blog.is/blog/bberndsen/entry/837700/#comment2299662
Offari, 25.3.2009 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.