21.3.2009 | 18:45
SPRON in memoriam
Sparisjóðurinn minn, SPRON, er allur. Hann var lýstur látinn af Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra, á fréttamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu. Búi hins látna hefur verið ráðstafað og fellur það að mestu í hlut afkvæmi hans, þ.e. Kaupþings, þó svo að afkvæmið hafi í fyrir löngu slitið öll tengsl við uppruna sinn og fyrirgert sér erfðarétti. Mun ég syrgja hinn látna og votta starfsfólki og aðstandendum samúð mína. Ég vil þakka þeim fjölmörgu starfsmönnum SPRON, Frjálsa fjárfestingabankans og Netbankans fyrir viðskiptin og góða þjónustu í gegnum tíðina. Þið hafði sýnt einstaka þjónustulund og eigið bestu þakkir fyrir.
Að SPRON flytjist yfir í Kaupþing er í sjálfu sér ekkert annað en það sem stefndi í sl. haust. Þá benti allt til þess að SPRON sameinaðist Kaupþingi í kjölfar þeirra erfiðleika sem SPRON átti í þá. Ekkert varð úr því vegna falls Kaupþings og var ég fenginn því, en þetta reyndist skammgóður vermir. Nú er það búið að gerast sem ég óttaðist.
Gylfi Magnússon segir að ekki flytjist allur hluti af starfsemi SPRON til Nýja Kaupþings. Það verður að koma skjótt í ljós hvað fer á milli og hvað verður eftir.
SPRON til Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 1680564
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Mig langar að bæta því við, að í október og nóvember átti ég mörg samtöl við starfsmenn SPRON og Frjálsa fjárfestingabankans. Þá þakkaði fólk sínu sæla í upphafi hverrar viku, þegar í ljós kom að það hafði vinnu. Um hver mánaðarmót þá beið fólk spennt eftir því hvort það fengi launin sín. Síðustu skipti sem ég ræddi við þetta sama fólk, þá var vonleysið orðið meira hjá FF, en bjartsýnin ríkjandi hjá SPRON.
Nú hefur komið fram að MP banki hafi áhuga á að kaupa hluta af útibúaneti SPRON. Ég vona að af því geti orðið. Það yrði mikil blessun fyrir fjármálakerfi höfuðborgarsvæðisins, að einhver utan þeirra hópa sem áttu sök á hruninu byði upp á fjármálaþjónustu fyrir almenning á svæðinu. Núna höfum við val um nýjan Glitni, nýjan Landsbanka, nýtt Kaupþing og BYR á brauðfótum sem var mergsogið af gráðugum eigendum sínum.
Marinó G. Njálsson, 23.3.2009 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.