20.3.2009 | 15:51
Hækkun vaxtabóta - plástur á fótbrot!
Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um hækkun vaxtabóta. Eiga þetta að vera tímabundnar hækkanir um 25%. Það eru öll ósköpin. Í þetta eiga að fara 2 milljarðar sem eiga fást með tekjuskatti af útborguðum séreignasparnaði. Þannig að heimilin eiga að borga sér hærri vaxtabætur með því að taka út sparnað. Hugmyndaauðgin er ótrúleg.
Annars var ég á fundi efnahags- og skattanefndar Alþingis í morgun. Ásamt mér komu fyrir nefndina fulltrúar fjármálaráðuneytis og Samtaka atvinnulífsins. Fulltrúi fjármálaráðuneytisins lagði til breytingar sem mun hækka vaxtabætur enn frekar fyrir tekjulægri hópa og lýst mér vel á þá útfærslu. Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins lagðist aftur GEGN hækkun vaxtabóta, vegna þess að þetta væri svo dýr aðgerð. Verð ég að viðurkenna, að mér fannst þessi málflutningur vera Samtökum atvinnulífsins til minnkunar. Það var eins og SA fatti ekki að heimilin og fyrirtækin eru saman í slagnum um að ná peningunum frá bönkunum. Ekki í slag sín á milli.
Mér telst til að aðgerðir tveggja ríkisstjórna til hagsbóta fyrir heimilin hafi frá hruni bankanna numið innan við 500 milljónum. Nú er ætlunin að bæta 2 milljörðum við, sem á að taka af séreignasparnaði landsmanna! Samanlagt virka aðgerðir tveggja ríkisstjórna til hagsbóta heimilunum, eins og læknir mynd meðhöndla fótbrot með einu litlum plástri.
Á sama tíma er búið að tryggja 1.100 milljarða innistæður í bak og fyrir. Það er búið að setja á þriðja hundrað milljarða í peningasjóði og það er búið að leggja Seðlabankanum til 270 milljarða. Ég hefði mikinn áhuga á að vita hverjir það voru sem fengu áhættufé sitt á innistæðureikningum bætt upp í topp. Ég vildi gjarnan fá að vita hverjir þurftu á því að halda að fá allar innistæður tryggðar, hver dreifingin á upphæðum var og hvort ekki hefði mátt sleppa því að tryggja einhverjar innistæður vegna þess að þeir aðilar "þurfa ekki björgunar við". Ég vil líka fá að vita hvers vegna það taldist ekki fífldirfska og áhættusækni að geyma meira en 3 milljónir inni á innistæðureikningum, en það er, að sumra áliti, mátulegt á almenning að tapa háum upphæðum við hækkun höfuðstóls lána eða þegar hlutfé þess í bönkunum varð verðlaust.
Annars tel ég að rétt sé að fjórfalda upphæð vaxtabóta, en ekki hækka um fjórðung. Fyrir mörg heimili mun það skipta sköpum hvaða endurgreiðslur koma 1. ágúst.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring: 52
- Sl. viku: 197
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 178
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Greinin er mjög góð hjá þér en er þessi leikur ekki að tapast þrátt fyrir Steingrím og Jóhönnu sem ég taldi nú standa með litla manninum og Gylfi Magnússon sem sagði skömmu áður en hann fékk ráðherrastólinn að útilokað væri að fjölskyldur gætu staðið undir þessu og afskriftir væru óhjákvæmilegar, annað væri of dýrkeypt fyrir þjóðfélagið. Stólarnir eru greinilega áhrifamiklir.
Það er nú nokkuð ljóst hverjum voru tryggðir sínir peningar og það er líka nokkuð ljóst að það fólk æpir hæst nei þegar koma á til móts við þá sem eru að tapa íbúðum sínum í gin vaxtaokurs og verðbóta. Auðvitað er þessi hækkun á vaxtabótum aðeins til að lengja í snörunni. Ég hef nú en þá trú að þessi eignaupptaka á húsnæði standist ekki fyrir dómstólum og svo sé ég ekki betur en að þessir "peningamenn" séu á góðri leið með að drepa eina af "vaxta-og verðbótauppsprettum" sínum með því að slá af þúsundir af fjölskyldum sem enda sennilega margar í gjaldþrotum. Hvernig kemur verðmæti þeirra "ríku" til með að þróast ef svo fer. Samstarf þeirra aðilja hjá ríkinu sem sagt er að vinni í þessum peningamálum virðist vera fyrir neðan það aumasta. Ég hafði samband við bankann minn í dag og spurði hvort ég gæti gengið frá útborgun á "aukalífeyrissparnaði" mínum ef ég teldi þá leið heppilegri fyrir mig vegna atvinnuleysis. Mjög góður bankastafsmaður sem ég hef lengi haft samskipti við varð hálf vandræðalegur þegar hann tjáði mér að "ríkiskerfinu" hefði láðst að láta prenta eyðublað fyrir Ríkisskattstjóra og þess vegna verða ekki greiðslur til fyrr en ca. 20 apríl, vonandi átti hann við árið 2009. Samkvæmt lagafrumvarpinu var talað um frá 1. mars 2009 og þessir blessuðu ráðamenn flagga því óspart. Hvað þá með stóru málin, og nú er ég loks að komast á þroskabrautina, því ég er að átta mig á því hverjir hafa raunverulega valdið í þessu þjóðfélagi, ég taldi það ætíð bull hjá honum Steingrími og henni Jóhönnu að peningamenn stjórnuðu ýmsum (auðvitað ekki þeim sjálfum) pólitíkusum, en kannski eru það líka eignir pólitíkusa, t.d. kvótinn, bankainnistæður og annað góðgæti sem ræður líka för.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 16:59
Nei, litli plásturinn mun ekki beint bjarga fjölskyldum í upplausn gegn gjaldþroti og landsflótta.
EE elle (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 11:38
Betur má ef duga skal - miklu betur
Haraldur Rafn Ingvason, 21.3.2009 kl. 16:09
,,Minna má á að ráðgjöf banka í húsnæðismálum síðustu árin og verðbólguforsendur þeirra við lántöku stóðust ekki. Á sama tíma tóku bankar, eigendur þeirra og stjórnendur, að sögn stöðu gegn krónunni og ollu með því hækkun höfðustóls lána, bæði myntkörfulána og verðtryggðra lána. Eins virðast erlendir lánveitendur bankanna hafa sýnt ábyrgðarleysi gagnvart íslenskum heimilum og fyrirtækjum, þegar þeir fengu gömlu bönkunum svo mikið ráðstöfunarfé, sem þeir máttu vita að gæti leitt til vandræða. Er því ekki að undra reiði fólks í garð banka þessa dagana".
- Guðlaugur Þór Þórðarson, Magnús Árni Skúlason, Pétur H. Blöndal, Rangar Önundarson, 25.2.09
Þórður Björn Sigurðsson, 21.3.2009 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.