16.3.2009 | 16:12
Vandi Sparisjóðabankans og ráðþrot ríkisvaldsins
Samkvæmt frétt á visir.is, þá segir Steingrímur J. Sigfússon "að það sé takmarkað hve mikið ríkið geti lagt að mörkum til aðstoðar Sparisjóðabankanum." Síðan segir í fréttinni:
Steingrímur segir að áfram sé unnið að málefnum Sparisjóðabankans og leitað að lausnum í samvinnu við erlenda kröfuhafa bankans. Að þessari vinnu komi Seðlabankinn auk stjórnvalda og að Fjármálaeftirlitið fylgist með því sem gerist.
Eins og kunnugt er af fréttum glímir Sparisjóðabankinn við vanda upp á um 150 milljarða kr. Þar af eru 70-75 milljarðar kröfur frá ríkissjóði eftir að ríkið yfirtók skuldabréfaeign Seðlabankans í gömlu bönkunum þremur fyrr í vetur.
Maður verður eiginlega alltaf meira og meira hissa eftir því sem fjallað er meira um þessi mál og hér er eitt mál sem ég fatta ekki.
Eins og ég skil málið, þá fékk Sparisjóðabankinn lán hjá Seðlabankanum og endurlánaði til Kaupþings, Glitnis og/eða Landsbankans (þ.e. gömlu bankanna). Viðkomandi bankar gáfu út skuldabréf sem Sparisjóðabankinn lagði sem veð gegn láninu í Seðlabankanum. Á ákveðnum tímapunkti gerði Seðlabankinn veðkall og hirti skuldabréfin af Sparisjóðabankanum, en hann virðist þrátt fyrir það sitja uppi með skuldina. Seðlabankinn átti við fall bankanna 345 milljarða í svona "eiturbréfum" sem gerði eiginfjárstöðu bankans neikvæða. Ríkissjóður keypti "eiturbréfin" af Seðlabankanum fyrir 270 milljarða, þ.e. fékk 75 milljarða í afslátt, og ákvað strax að afskrifa 220 milljarða. Eftir standa 50 milljarðar og svo virðist sem þessir 50 milljarðar eigi allir að falla á Sparisjóðabankann.
Af 345 milljörðunum sem Seðlabankinn átti í "eiturbréfum" frá bönkunum þremur, þá á að afskrifa allt nema 50 milljarða og það kemur í hlut Sparisjóðabankans að greiða. Bankarnir þrír eiga ekki að greiða neitt. Það á ekki einu sinni að reyna að rukka þá. Ég hélt í einfeldni minni, að þessi 50 milljarðar, sem eru þá um 15% af 345 milljörðunum, væri það sem talið var að bankarnir gætu greitt, en ekki væri ætlunin að það kæmi í hlut hins litla Sparisjóðabanka að greiða "eiturbréfin".
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 1680564
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sparisjóðsbankinn er einkafyrirtæki sem kemur mér ekkert við. Þeir fá ekki krónu frá mér. Keyrum þennan svo kallaða sparisjóð í þrot.
Finnur Bárðarson, 16.3.2009 kl. 17:32
Agnar Hansson forstjóri Sparisjóðabankans kemur með forvitnilegt andsvar við málflutningi Steingríms:
Þetta eru nákvæmlega sömu rök og ég og fleiri höfum ítrekað sett fram varðandi lækkun á höfuðstólum lána heimilanna. Þ.e. að ákveðinn hluti þeirra muni tapast við nauðungarsölu og því geti fjármálafyrirtækin alveg eins afskrifað þann hluta strax. Það sé betra að lántakandinn geti staðið í skilum með, segjum, 70% lánanna, en að vera í vanskilum með allt.
Annars er þetta svar Agnars bara hinn ískaldi raunveruleiki sem ríkisvaldið og fjármálastofnanir verða að átta sig á og viðurkenna. Það fæst mest með því að gera fólki og fyrirtækjum kleift að halda eignum sínum og standa í skilum með greiðslur hluta lána. Það er ákveðinn hluti skuldanna tapaður og vinnst ekki til baka sama hvaða leið verður farin.
Marinó G. Njálsson, 16.3.2009 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.