13.3.2009 | 01:26
Við vitum vel að norrænir menn voru ekki fyrstir
Ég hélt að það væri viðurkennt, að hér voru menn áður en norrænir menn námu hér land. Ártalið 874 (eða 871) er viðmiðun fyrir landnám norrænna manna. Líklegast verður því ekki breytt. Aftur á móti er ekki vitað hvenær keltar/Írar/papar komu hingað. Það er heldur ekki vitað hve víða þessir aðilar voru hér eða hve margir. Ari fróði talar um einsetumenn, en hver segir að þetta hafi alltaf verið einsetumenn.
Fyrstu heimildir um Ísland samkvæmt Íslendinga sögum Jón Jóhannessonar birtust í riti eftir Pýþeas frá Massalíu (Marseille). Hann fór "til Vestu- og Norður Evrópu, líklega seint á 4. öld f. Kr...Pýþeaskvað hafa getið lands þess, er hann nefndi Thule og lægi sex daga siglingu norður frá Bretlandi, nálægt hinu frosna hafi. Enn fremur virðist hann hafa talið, að sól sæist þar allan sólarhringinn um sumarsólstöður." Síðan segir Jón: "En ekki verður betur séð annað en Thule það, sem Pýþeas nefndi, hafi verið byggt land, og kemur Ísland þá ekki til greina, því að ekki eru minnstu líkur til, að það hafi verið byggt svo snemma."
Hver veit nema Pýþeas hafi haft rétt fyrir sér og hér hafi verið byggð á þeim tíma. Er það nokkuð fjarstæðukenndara en að steingervarleifar hjartardýrs hafi fundist í Vopnafirði eða að íslenska bankakerfið hafi allt fallið á þremur dögum.
Síðan má ekki gleyma á síðustu öld fundust "á Austfjörðum þrír rómverskir koparpeningar, svo nefndir antoninianar, frá árunum 270-305 e. Kr." svo vitað sé í Jón. Hugsanlega bárust þeir með norrænum mönnum hingað, en ekki er hægt að útiloka að hingað hafi hrakist skip í hafvillu, svo vitnað sé í Kristján Eldjárn, fyrrverandi þjóðminjavörð og forseta lýðveldisins.
Nú írski munkurinn Dicuilus samdi um 825 ritið De mensura orbis terrae og nefnir þar hugsanlega eyjuna Thule. Einnig er talið að í ritinu In libros regum quæstionum xxx liber eftir Beda prest, að menn sem búi á Thule sjái sólina allan sólarhringinn nokkra daga á sumrin. Dicuilus nefnir að svo bjart sé á kvöldin að menn geti tínt lýs úr skyrtum.
En aftur að 871. Fornleifafræðingar hafa svo sem talið að allt þetta með Ingólf Arnarson sé bara góð þjóðsaga, sem höfundar Landnámu og Íslendingabókar hafi bara fundið upp til að tryggja eignarrétt sinn á landi. Menn hafi byrjað snemma að bera fyrir sig hefðarréttinum sem sönnun fyrir eignarrétti.
Það er þó best að taka öllum ártölum með varúð. Öll tækni hefur sínar takmarkanir og það hefur öskulagaaðferðin líka.
Landnám fyrir landnám? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sjálfri finnst mér spennandi tilhugsun að geta ef til vill haldið upp á 1300 ára afmæli Íslandsbyggðar 2020, eftir að hafa tekið þátt í 1100 ára afmælinu líka.
Án gríns vonandi verður hægt að skera úr um þetta fljótlega, og að hægt verði að finna frumbyggjunum nafn og þjóðfang, svo við getum kennt þeim ef til vill um seinni alda ófarir.
Thule væri líka gott nafn á landinu.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.3.2009 kl. 03:12
Ég skoðaði 2 tilvitnanir um Thule og Ultima Thule í Wikipedia, önnur um Thule frá 330 fyrir kristsburð:
"The Greek explorer Pytheas is the first to have written of Thule, doing so in his now lost work, On the Ocean, after his travels between 330 BC and 320 BC. He supposedly was sent out by the Greek city of Massalia to see where their trade-goods were coming from.[3] Descriptions of some of his discoveries have survived in the works of later, often skeptical, authors."
Og svo þessi frá e.t.v. frá um 15o fyrirkristsburð eða fyrr:
"A novel in Greek by Antonius Diogenes entitled The Wonders Beyond Thule appeared c. AD 150 or earlier. Gerald N. Sandy, in the introduction to his translation of Photius' ninth-century summary of the work,[5] surmises that Thule was "probably Iceland.""
Ég heldekki að aðeins Ari Fróði hafi vitað um þetta allt einsamall. Það er gaman að skoða hinar ýmsu kenningar.
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 13.3.2009 kl. 03:15
___________________________________________________
Í seinni tilvitnuninni hjá mér átti að heita um 150 eftir krists burð.
Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 13.3.2009 kl. 03:19
Góður pistill hjá þér Marino. Ég er sammála þér að það hefur örugglegaverið einhver byggð hér fyrir "landnám" eins og við setjum skilning í það hugtak og kannski var Ingólfur gamli bara landflótta útrásarvíkingur. En ég held að það séu komnar fram það miklar sannanir fyrir byggð hér fyrir 870 að ekki verði fram hjá þeim litið
Sæmundur Ágúst Óskarsson, 13.3.2009 kl. 06:35
papar, keltar eða fólk frá bretlandseyjum var pottþétt hér á undan norrænum mönnum.. ég efast um að það hafi verið einsetumenn heldur hafi þetta skolast til í áranna rás þar til þetta var skráð niður á 12 og 13 öld.. 300-500 árum síðar.
víkingar litu niður á breta á þessum tíma og því málið afgreitt sem papar..
Þess má einnig geta að um 30 % af landnemum voru kathólskir bretar.. og voru þeir ekkert endilega þrælar..
Óskar Þorkelsson, 13.3.2009 kl. 09:24
Mín tilgáta gengur ennþá lengra, Óskar, og er að hér hafi verið góð byggð friðsamra íbúa. Þegar Norrænir menn komu, þá hafi þeir drepið karlpeninginn en tekið kvenfólkið sem þræla og hjásvæfur. Það valdi m.a. því að formæður okkar hafi komið frá Bretlandseyjum í jafnmiklu mæli og erfðarannsóknir sýna.
Marinó G. Njálsson, 13.3.2009 kl. 09:36
Skemmtilegur pistill Marinó. Svo má bæta við að í nágrenni við fundarstað rómversku peningana sem þú gast um í pistlinum þínum eru Papey og Papaós án þess að það komi peningunum beint við. Í Papey eru svo kennileiti eins og t.d. Írsku hólar.
Þó svo að Kristján Eldjárn hafi við uppgröft sinn í Papey ekki fundið órækar sönnur þess að Papar hafi búið þar þá er líklegra að svo hafi verið, sé eitthvað að marka örnefni og munnmælasögur.
Enn og aftur góður pistill hjá þér.
Magnús Sigurðsson, 13.3.2009 kl. 11:33
Við þessar pælingar má svo bæta vitneskju um gróðurfar. Hvernig ætli standi á því að á víð og dreif um landið er að finna kryddjurtir sem jafnvel finnast bara á einum eða tveimur stöðum? Hafi slíkar jurtir átt að berast með vindi, fuglum, rekaviði eða íseyjum, þá er líklegt að þær hefðu dreifst meira um landið, en svo er ekki. Mín tilgáta er að þær hafi komið með fólki sem settist niður á þeim stöðum sem jurtirnar fundust.
Marinó G. Njálsson, 13.3.2009 kl. 11:44
Ég held að þessi tilgáta þín Marinó sé mjög góð.. því að bátar írana (papana) á þessum tíma árin 500-800 voru varla sjóhæfir.. hvað þá að þeir kæmust yfir hafið þótt einstaka menn hafi reynt að sanna það í síðari tíð.. hinsvegar áttu höfðingjar og kaupmenn á bretlandseyjum á þessum tíma vel sjóhæf skip sem gátu hæglega siglt til íslands að sumarlagi.
Óskar Þorkelsson, 13.3.2009 kl. 11:45
Óskar, það sem meira er, mér skilst að það séu til sögu frá Bretlandseyjum um mikinn landflótta/fólksflutninga norðan frá (þ.e. frá svæðinu fyrir norðan Skotland) um svipað leiti og norrænir menn námu Ísland.
Marinó G. Njálsson, 13.3.2009 kl. 11:52
Það sem líka skiptir máli þarna í sambandi við hin fornu rit um landnám o.þ.h. er, af hverju voru þeir að skrá svo nokkuð nákvæmlega hver nam land þarna og þarna og hversu sórt svæði etc.
Var það bara sagnfræði og fróleiksýsn ? Efa það stórlega.
Líklega spilaði inní að valdamenn eða ættir á þeim tíma vildu hafa eithvað á bók sem þeir gátu réttlætt umráð þeirra eða yfirráð jarða með því að forfeður þeirra hefðu numið það land etc. (annars er þetta mjög flókið sko)
En þá er sem sagt megin punkturinn, að varlega ber að taka hinum fornu ritum um landnám sem heilögum sannleika.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.3.2009 kl. 12:12
Njáll á Bergþórshvoli gæti allt ein hafa verið indjáni. Mér finnst einhvernveginn mun líklegra að hér hafi verið fyrir einhverjir eskimóar sem hafi flúið til Grænlands þegar hnattræna hlýnunin hófs.
Offari, 13.3.2009 kl. 12:35
Takk fyrir fróðlegan pistil Marinó.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.3.2009 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.