12.3.2009 | 21:05
Gjaldmiðlastríð að hefjast?
Svo virðist sem svissneski seðlabankinn hafi ákveðið að grípa til aðgerða til að auka samkeppnishæfni landsins. Aðgerðin felst í inngrip í gjaldeyrismarkað með það að markmiði að lækka gengi svissneska frankans gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Undanfarið hefur gengið frankans stigið mikið og verið nálægt sínu hæsta gengi gagnvart evru, CHF 1,43 fyrir evru, samanborið við 1,6 - 1,7 mest allt árið 2007. Þegar haft er í huga að almennt hefur verið sterk fylgni milli gengis frankans og evrunnar, þá verður þetta að teljast mikil sveifla. Sterk staða frankans er því farin að hafa neikvæð áhrif á samkeppnishæfni útflutnings og vöxt svissneska hagkerfisins.
Greinendur telja að þessi aðgerð geti leitt til gjaldmiðlastríðs, þar sem seðlabankar um allan heim keppist um að lækka gengi gjaldmiðla sinn til að örva hagvöxt. Stýrivextir eru víða komnir niður undir 0% og því er ekki margt sem er hægt að gera til viðbótar til að örva hagkerfin annað en að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn með því í huga að veika eigin gjaldmiðilinn.
Ég hef svo sem séð það fyrir að japanska jenið hljóti að veikjast til að vega á móti minnkandi útflutningi. Það hefur svo sem verið að gerast og er að ná svipaðri stöðu gagnvart evrunni og það var í um miðja október, en á ennþá nokkuð í land með að ná þeirri stöðu sem það var 2007. Kannski er ekki rétt að nota 2007 til viðmiðunar, þar sem evran var mjög sterk það ár. En þó 2006 væri notað til viðmiðunar, þá er jenið ennþá um 15% sterkara gagnvart evru en þá.
Útflutningur frá hefur dregist það mikið frá Japan, að það er farið að hafa veruleg áhrif á stærstu fyrirtæki landsins. Með stýrivexti þar 0 - 0,10%, þá er ekki margt sem kemur til greina til að örva útflutninginn annað en að jenið veikist gagnvart myntum helstu viðskiptalanda. Takist það ekki, gæti kreppan skollið á ströndum landsins með svipuðum afleiðingum og á síðasta áratug síðustu aldar.
Hefjist svona gjaldmiðlastríð gæti það haft jákvæð áhrif fyrir okkur Frónbúa. Stór hluti erlendra skulda er í jenum og frönkum meðan útflutningstekjur eru í evrum. Áhrifin á viðskiptajöfnuð yrðu því vægast sagt góð. Vandamálið er að evran má ekki styrkjast of mikið gagnvart öðrum gjaldmiðlum til að skekkja ekki samkeppnisstöðu Evrópulanda og því er óljóst hver heildaráhrifin verða. Kannski endar þetta allt í því að dollarinn styrkist mest á kostnað annarra mynta, en líklegast finna seðlabankar nýtt jafnvægi eða, eins og ég las einhvers staðar um daginn, að menn hreinlega komi sér saman um gengi gjaldmiðla.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.1.): 0
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 197
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Já, japönsk yfirvöld voru líka í vetur með miklar áhyggjur af hinni miklu styrkinku Jensins gegn öðrum gjaldmiðlum.
EE elle (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 23:21
Styrkingu
EE elle (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.