Leita í fréttum mbl.is

Saga af venjulegum manni

Ég hef margoft talað um hina miklu eignaupptöku sem er að eiga sér stað í skjóli verð- og gengistryggingar.  Í leiðinni hef ég gagnrýnt að ábyrgðin á gengis- og verðbreytingum sé öll hjá lántakendum, sem hafa takmörkuð eða engin áhrif á þróun gengis og verðlags. Ýmsir (líklegast flestir úr hópi þeirra sem fengu spariféð sitt bætt að fullu við fall bankanna) hafa verið að hnýta í þessa gagnrýni mína og sagt að fólk hafi átt að kunna fótum sínum forráð og því sé nær að taka lán.

Mér barst í dag bréf frá manni lýsir stöðu sinni og hef ég fengið leyfi hans til að birta það.  það sem hann lýsir er nákvæmlega raunveruleiki mjög margra landsmanna.  Hægfara eignaupptaka sem mun eingöngu enda á einn hátt, verði ekki gripið inn í.  Almenningur mun ekki eiga neitt.  En hér er bréfið:

Sæll Marinó.

Ég og fjölskylda mín eru ein af fjöldamörgum sem er í þeirri aðstöðu að hafa nýlega keypt húsnæði fjármögnuðum að hluta með verðtryggðum lánum.

Við höfum verið varkár í okkar fjárfestingum,  við höfum aldrei tekið bílalán og höfum aldrei fjármagnað daglega neyslu með lánum.  Öll okkar lán snúa að því að koma þaki yfir höfuðið á okkur og börnunum okkar 5.

Við erum með tekjur fyrir neðan meðallag og hefur neysla okkar alltaf miðast við þá staðreynd.

Við keyptum hús fyrir 48 milljónir, áttum u.þ.b. 20 milljónir sem okkur hafði tekist að nurla saman með miklu harki og vinnuálagi. Afgangurinn var fjármagnaður með verðtryggðu láni frá Kaupþing.  hafa þessi lán hækkað um tæplega 8 milljónir, á þessum síðustu árum, launin okkar hafa ekkert hækkað á sama tíma.  Það má segja að lánin séu á góðri leið með að éta upp helming þess sem við áttum jafnvel þó að ekki sé tekið tilllit til lækkunar fasteignaverðs.

Maður á hús og svo nokkrum árum seinna á maður ekki hús, bankinn á það.  Er þetta ekki eignatilfærsla? Svo maður noti vinsælt orð hjá hagfræðingum.

Ég get ekki fyrir nokkra muni skilið afstöðu meirihluta hagfræðinga, að telja að verðtryggingin sé eitthvað sem megi alls ekki snerta á nokkurn hátt.   Eftir því sem ég skoða þessi meira finnst mér ég alltaf komast að því að meira og meira að verðtrygging, við aðstæður eins og þær eru í þjóðfélaginu í dag, gengur ekki upp og mismunar fólki stórlega eftir eigna og skuldastöðu.

Það er margt óskiljanlegt í afstöðu þeirra,t.d.  það er eins og þeir ímyndi sér að um leið og kreppunni ljúki þá rjúki kaupmáttur fyrirvaralaust í það sem hann var, og þar með verði greiðslubyrðin sambærileg.  Ég held því fram að það sé óhugsandi,  þeir sem skammta sér sín laun sjálfir munu vitanlega hækka þau asap, en fyrir aðra, þá sem þurfa  að reiða sig á kjarasamningaleiðina,  þá mun þetta taka allt upp í tugi ára að byggja upp sama kaupmátt, að því gefnu að Íslandi komist úr þessari stöðu í bráð.

Einnig er mér fyrirmunað að skilja afstöðu verkalýðsfélaganna, sem virðast eingöngu hafa að leiðarljósi hagsmuni eldri kynslóðarinnar og virðast kæra sig kollótta um það að sú kynslóð sem vinnur að því núna að koma þaki yfir höfuðið mun missa allt sem hún átti í þessari sérstæðu stöðu sem þjóðfélagið er í og þeir aðilar sem ekki fara hreinlega á hausinn munu sitja eftir í nokkurskonar skuldafangelsi það sem eftir er ævinnar.

Þetta er því miður alltof algengt í dag og skilningsleysi yfirvalda er eiginlega yfirþyrmandi.  Það þarf að leita lausna.  Hagsmunasamtök heimilanna hafa komið með tillögur að lausn, sem felst í því að setja afturvirkt þak á verðbætur, þannig að verðbætur takmarkist við 4% frá 1. janúar 2008 og gengistryggð lán verði færð yfir í verðtryggð lán miðað við höfuðstól á útgáfudegi.  Framsókn kom fram með sína tillögu um 20% flata niðurfærslu og hefur Bjarni Benediktsson (sem er líklegast næsti formaður Sjálfstæðisflokksins) sagst vera hrifinn af þeirri hugmynd.  (Ég myndi setja þak á niðurfærsluna við segjum 20 milljónir á hvern einstakling (40 milljónir á hjón) og síðan 5 milljónir til viðbótar fyrir hvert barn undir 18 ára aldri.  Einnig myndi ég setja þak á fyrirtæki en það er flóknara að útfæra.) Það er allt betra en að stórhluti heimila í landinu missi húsnæði sitt á nauðungarsölu, því þannig endar þetta verði höfuðstóll lánanna ekki lækkaður með handafli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Þetta er hörmulegt að sjá hvernig bankarnir fara að því að ná eignum af fólki. Ég sem betur fer slapp vegna þess að ég taldist of tekjulár til að teljast lánshæfur. Ég er hrifinn af tilögum framsóknarflokksins því þær eru alla vega í rétta átt.

Ég tel samt að afskriftir þyrftu að vera hærri en þó má vel vera að þær dugi. Mér líst líka vel á þetta þak sem þú talar um því aðalatriði er að bjarga þeim tekjulágu því þeir þurfa á björgun að halda.

Offari, 26.2.2009 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 1680564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband