17.2.2009 | 13:12
Gott fyrsta skref - ábendingar til bóta
Það er ánægjulegt að ríkisstjórnin er að hlusta á ábendingar þeirra sem standa í fararbroddi fyrir því að verja hagsmuni heimilanna. Þarna koma fram þrjú mikilvæg atriði í baráttunni, en mér sýnist tvö þeirra mætti bæta örlítið, til að gera gott mál ennþá betra.
1. Ekki er nóg að breyta lögum um gjaldþrot þannig að kröfur fyrnist á 2 árum, heldur þarf einnig að taka fyrir að endalaust sé hægt að halda kröfum á lífi með því endurlýsa kröfum áður en fyrningarfrestur rennur út. Í því felst helsti galli núverandi fyrirkomulags, þ.e. hægt er að halda fólki í lífstíðarskuldafangelsi með því að kröfur eru endurnýjaðar út í það endalausa.
2. Betra er að stöðva nauðungarsölur lengur, en til 1. ágúst. Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt til 1. nóvember. Ástæður fyrir þeirri dagsetningu eru nokkrar: Alþingi hefur hafið störf aftur eftir sitt venjubundna aukna sumarleyfi og getur því skoðað árangur af aðgerðinni áður en hún fellur úr gildi eða tekið ákvörðun um að framlengja bannið við nauðungarsölum. Í annan stað gefst lengri tími til að koma með úrræði. Nú fer í gang kosningabarátta og því mun verða hálfgerður biðtími eða leikhlé í þjóðfélaginu 1 - 2 mánuði af þessum 6 mánuðum. Í þriðja lagi eru sumarleyfi hjá dómstólum við lok þessa tímabils og því tefjast mál sjálfkrafa af þeim sökum.
Kröfur fyrnast á tveimur árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta er vissulega skref en ég veit ekki hvort það sé í rétta átt því með þessum lögum er hætt á því að gjaldþrot komist í tísku. Þetta er í raun hvati fyrir illa stödd heimili að láta gera sig gjaldþrota. Uppboði frestað í hálft ár og fjölskyldan fær afnot af húsini í eitt ár í viðbót.
Þá þarf bara að bíða á hálft ár eftir að mega byrja aftur. Reiknaðu dæmið fyrir skulduga fjölskyldu og segðu henni hvort betra sé að þrauka eða að fara í þrot. Ég held að stór hluti muni reikna að betra sé að fara í þrot.
Hvað gerist þá? Eftir sex mánuði byrja uppboðin og eftir eitt og hálft ár koma svo allar þessar fasteignir til viðbótar á markaðinn en ekkert selst því kaupendur eru gjaldþrota. Þessi lög þýða einfaldlega tveggja ára stöðvun á fasteignamarkaði í viðbót.
Þetta þýðir bara algjört hrun á fasteignaverði. Því segi ég að betra sé að stýra falli fasteignaverðs með því að afskrifa hluta 30-50% af fasteignaskuldum. Þá held ég að fasteigna verð falli snöggt um 30-50% en byrji svi aftur að rísa hægt og eðlilega.
Hin leðin held ég að lækki fasteignaverð um 50-70% og muni svo rísa hægt aftur. Allar þær tilraunir sem reyndar verða til að halda uppi þessu há fasteignaverði munu mistakast. Að fresta lækkun fasteignaverð eykur hættuna á stærra hruni á fasteignaverði.
Offari, 17.2.2009 kl. 13:42
Ég fullyrði að engin hefðbundin fjölskylda vill komast á vanskilaskrá hvað þá verða gjalþrota. Þó eru innan um slíkir aðilar en þeir eru æi minnihluta. Ég er sammála Marinó með sína punkta þá sérstaklega tímarammann og ednurnýjun. Það þarf kerfi sem gerir ungu fólki kleift að eignast húsnæði á heilbrigðan hátt. Þá á ég við að duglegt ungt vinnandi fólk getur borgað afborganir í 25-40 ár eftir greiðslugetu og geta eignast fasteign. Þeir sem lenda í vandræðum eru ekki teknir af lífi (með gjalþrotalögum) heldur hjálpað við að rétta sig við.
Haraldur Haraldsson, 17.2.2009 kl. 13:57
Svo mikið hefur þegar gerst að varla er nokkur leið til baka fyrir marga. Það er algjört frumskilyrði að ekki verði hægt að halda kröfum vakandi þannig að fólk sem fer í þrot eigi möguleika á að byrja upp á nýtt. Fasteignamarkaðurinn er hruninn. Því fyrr sem fólk áttar sig á að þó verið sé að hjálpa sumum meira en öðrum, kemur það öllum til góða þegar upp er staðið þar sem eignir þeirra skuldlausu eru verðlausar í augnablikinu, alveg eins og hinar.
Björn Finnbogason, 17.2.2009 kl. 14:02
Engin hefðubundin fjölskylda vill það nei. En staðan er þannig hjá mjög mörgum að það er hreinlega betri kostur, eða jafnvel eini kosturinn sem þeim stendur til boða.
Ég sé til dæmis enga ástæðu til að borga af minni íbúð þegar verðgildi hennar er komið undir lánið, og ég tek það fram að ég er með Íslenskt lán á góðum vöxtum og keypti ódýrt á sínum tíma.
Ég get borgað ennþá, en hvers vegna ætti ég að gera það? Þetta er samviskuspurning sem ég er nokkuð viss um að margir eigi eftir að spyrja sig og þá sérstaklega ef þessi lög verða að veruleika.
Held að það sé bara tímaspursmál að stjórnvöld átti sig á því að þessar smávægilegu aðgerðir, sem eru einvörðungu framlenging á hengingarólinni fyrir flesta, eru bara hreinlega rangar. Afskriftir skulda, skuldbreytingar erlendra húsnæðislána eru þau atriði sem mögulega gætu bjargað Íslensku samfélagi eins og við þekkjum það.
Ellert Júlíusson, 17.2.2009 kl. 14:09
Ég fullyrði að engin hefðbundin fjölskylda vill komast á vanskilaskrá hvað þá verða gjalþrota.
Ég held að fáir vilji vera á vanskilaskrá en þegar það er orðinn besti valkosturinn er hætt við að margir velji nauðugir þann valkost frekar en að svelta.
Staðreyndin er hinsvegar sá að stór hluti þeirra sem eitt sinn hafa verið gjaldþrota virðist aftur sækjast í það að verða aftur gjaldþrota (virðast ekki hafa lært af reynsluni)Ef samaþróun verður áfram er hætt við að fólk tapi virðingu fyrir skuldunautum sínum og gjaldþrot fari bara að vera eðlilegur hlutur í lífinu.
Offari, 17.2.2009 kl. 14:11
Hér er ein hagsýn húsmóðir búin að reikna sitt dæmi. Ég reikna með að þetta sé grín hjá henni en tölurnar mæla með gjaldþroti.
http://softone.blog.is/blog/softone/entry/806318/#comment2213282
Offari, 17.2.2009 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.