Á ýmsu átti ég von en því að hið veika íslenska fjármálaeftirlit hafi verið margfalt betur mannað hlutfallslega en hið stóra öfluga Financial Services Authority (FSA) í Bretlandi. Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að FSA væri fyrirmynd annarra fjármálaeftirlita, en svo kemur kaldur sannleikurinn í ljós. Það var engan veginn í stakk búið til að sinna starfi sínu. Það sem meira er, að mjög líklegt er að fjármálafyrirtæki hafi leitað í jafnríku mæli til London með starfsemi sína, vegna þess að þau fundu út að þar var veikt eftirlit. Ég hafði svo sem oft skoðað útgáfur FSA og stundum fundist þær rýrar, t.d. er FSA handbook oft bara beinagrind, en taldi bara að bakvið lægju skjöl sem ég hefði ekki aðgang að. Nú veit er að svo er ekki. Kröfurnar eru slappar, svo einfalt er það.
Annars eru menn brjálaðir í Bretlandi yfir kostnaðinum sem fór í FSA og árangrinum af starfsemi þess. Hér á landi gráta menn bara árangursleysið. Ég held að vandi liggi í því að fyrirtækin sjálf eru vísvitandi eða af gáleysi að leggja of litla áherslu á sitt innra eftirlit. Hvernig stendur á því að kannski í kringum 10 manns eiga að sjá um stjórnun upplýsingaöryggis, regluvörslu og innri endurskoðun fyrir 1.500 - 2.000 manna banka? (Miðað við starfsemi hér á landi.) Í þessu felst bullið, þar sem fyrirtækin eiga ekki að rembast við að uppfylla öryggiskröfur vegna þess að FME eða FSA gætu bankað upp á. Þau eiga að gera það, vegna þess að það er gott fyrir afkomu fyrirtækisins.
Við erum búin að læra, að það eykur öryggi okkar umtalsvert, ef við lendum í bílslysi, að hafa bílbeltin spennt. Rannsóknir hafa leitt í ljós að það eru meiri líkur á að sleppa ómeiddur eða lítið slasaður úr 99% bílslysa, ef beltin hafa verið spennt. Samt er alltaf einhverjir sem spenna ekki beltin. Þeir taka frekar sjensinn á því að verða ekki gripnir af lögreglu og að sleppa við slys.
Bankarnir gerðu þetta og það sem meira er, þeir halda ennþá uppteknum hætti. Þeir valsa um hagkerfið án þess að vera með beltin spennt. Samt eru þeir nýbúnir að lenda í mjög alvarlegu slysi sem kostaði miklar fórnir. Ekki bara fyrir þá, heldur hagkerfið í heild. Það er því grafalvarlegur hlutur, að þeir hafi ekki fjölgað í þessum grunneftirlitsstörfum sínum. Allir stóru bankarnir eiga að vera með mun fleiri í upplýsingaöryggismálum, regluvörslu og innri endurskoðun, en þeir höfðu fyrir hrunið. Ein ástæða stendur það upp úr. Nú eru meira og minna allir starfsmenn bankanna í þeirri óþægilegu stöðu að hafa lækkað í launum, tapað fjármunum, eru með himinháar húsnæðisskuldir eða að einhver nákominn þeim er í þessari stöðu. Það er því nauðsynlegt að herða allt eftirlit með starfsmönnunum, þar sem líkurnar á því að þeir fremji auðgunarbrot hafa margfaldast frá því áður.
Ef stjórnvöld geta lært eitthvað af þessum glannaakstri bankanna, þá er það að draga úr hámarkshraða og herða eftirlitið. Ekki endilega eftirlit FME, heldur auka kröfur til innra eftirlits hjá fjármálafyrirtækjum. Starfsmannafjöldi hjá innri endurskoðun þarf að byggja á stærð og umfangi, ekki hvað fyrirtækið sjálft vill leggja í þennan þátt. Sama á við um öryggisstjórnun og regluvörslu. Einn maður sinnir ekki öryggisstjórnun eða regluvörslu hjá 1.500 - 2.000 manna fyrirtæki, ef einhver árangur á að nást. Það er bara djók, yfirklór eða hvað eigum við að kalla það.
Kannski átti FME að vera löngu búið að setja strangari reglur um umfang þessarar starfsemi hjá bönkunum. En voru það ekki fyrst og fremst stjórnir bankanna, sem áttu að gera þessar kröfur. Öryggisvitund verður að koma innan frá. Áhættustýring verður að byggjast á viðskiptalegum og rekstrarlegum markmiðum og hlutverk hennar á fyrst og fremst að vera að tryggja samfelldan rekstur fyrirtækjanna. Það er hliðarmarkmið að uppfylla réttarfarslegar kröfur og kröfur í samningum við ytri aðila. Öryggismál og innra eftirlit er hagsmunamál hluthafanna, þar sem tekjur þeirra ráðast af afkomu fyrirtækisins. Því miður hafa menn ekki verið nægilega vakandi fyrir þessu hér á landi (og þó víðar væri leitað) og það þarf að laga. Eitt veit ég þó, að hert eftirlit FME mun ekki skila eins góðum árangri og aukin öryggisvitund fjármálafyrirtækjanna. Þetta er vinna sem verður að koma ofan frá og færast niður. Koma innan frá og færast út.
Þetta er það sem ég fæst við og þykist því vita nokkuð vel hvað ég er að tala um. Ég hef líka orðið var við breytt viðhorf til öryggismála eða öllu heldur að það er betra að selja mönnum að öryggi borgar sig. Ég get nefnilega alltaf sagt, ef mönnum finnst einhver möguleiki út í hött. "Já, en hverjum datt í hug í febrúar í fyrra, að allir bankarnir myndu hrynja í október?" Ég þarf ekki að segja neitt frekar. Öll mótstaða, ef svo má segja, er brotin á bak aftur. En höfum eitt á hreinu: Það voru ekki bara bankarnir sem voru að leika sér að eldinum. Stór hluti fyrirtækja landsins var að því líka. Fyrirtæki geta aldrei varpað sökinni á mistökum sínum á það að eftirlitsaðilinn hafi ekki stoppað þau af. Það er þeirra eigið hlutverk að stoppa sig af!
Ég bið svo fólk að misskilja mig ekki. Ég er ekki að taka ábyrgðina af FME. Það er mín skoðun að stofnunin hafi ekki verið að beita réttum vinnubrögðum. Ég er heldur ekki að taka ábyrgðina af stjórnvöldum. Ég er ennþá þeirrar skoðunar að regluverk fjármálageirans hafi verið of opið. Ég fyrst og fremst að segja að eftirlitið verður að byrja vegna eigin þarfa fyrirtækjanna. Vegna þeirrar áhættu sem kemur út úr áhættumati fyrirtækjanna. Allt annað kemur þar á eftir. Og það var þetta sem fór fyrst og síðast úrskeiðis. Fyrirtækin vanmátu eða mátu alls ekki áhættuna af gjörðum sínum eða því að bregðast ekki við.
Segir breska fjármálaeftirlitið hafa brugðist gersamlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Frábær pistill Marinó, þessi þarf að komast víðar, miklu víðar!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 15.2.2009 kl. 09:44
Marinó: Flott færsla hjá þér hérna, gæti ekki verið meira sammála, það passar engin alla aðra, þeir verða að gera það sjálfir, og líklega er þú hérna að benda á eina stærstu brotalömina í fjármálageiranum, ekki bara hérna heim heldur um allan heim.
Magnús Jónsson, 15.2.2009 kl. 09:50
Góð grein og vel að orði komist. Væri gaman að sjá hvað þeir sem eru sokknir upp að öxlum í fjármálageiranum segja þegar þeir lesa þetta - þetta liggur nenfilega einhvern veginn bara í augum uppi, rétt eins og að ala upp börnin sín efað þið áttið ykkur á tengingunni.
Gísli Foster Hjartarson, 15.2.2009 kl. 10:37
Hér er skynsamlega ritað sem venjulega á þessari síðu.
Var að horfa á athyglisverða mynd, Firewall sem skýrir ýmislegt í stærra samhengi, hvað gefur þú fyrir söguskýringar eins og þær sem koma fram í myndinni Marinó og tengsl við þá atburði sem við verðum nú vitni að? Jafnvel þó að bara helmingurinn af því sem þarna kemur fram er rétt er það svakalegt.
Georg P Sveinbjörnsson, 15.2.2009 kl. 21:33
Georg, ég hef ekki séð hana, en ég ætla að kíkja á hana.
Upphafið lofar góðu, sérstaklega þetta að ekkert er ófyrirsjáanlegt.
Þeir benda líka snemma á Bank of International Settlements, en ég hef verið mjög gagnrýnin á ákveðin atriði í BASEL II regluverki þeirra. En nú er bara að horfa.
Marinó G. Njálsson, 15.2.2009 kl. 21:46
Georg, þetta er flott mynd. Mæli með henni. Sé í henni margt sem styður mínar kenningar í þessum efnum. En nú er tækifæri til að gera byltinguna og hrekja hrægammana í burtu.
Það líka áhugavert að vandamálin og lausnirnar í USA eru þau sömu og hér:
Mér fannst þó apagildran best.
Apagildran: Sett er hneta í kassa með opi sem er það lítið að hnetan kemst ekki í gegn. Apinn kemur og stingur hendinni í gegn, en nær ekki hnetunni út. Hann er því fastur, þar sem hann vill ekki sleppa. Allt sem hann þarf að gera er að sleppa. En hann gerir það ekki og því er hann þar þegar veiðimaðurinn kemur og drepur hann.
Marinó G. Njálsson, 16.2.2009 kl. 00:43
Takk fyrir að kíkja á hana og gefa álit, þarf þess stundum frá jarðbundnara fólki en ég er Apagildran er ansi snjöll!
Georg P Sveinbjörnsson, 16.2.2009 kl. 02:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.