13.2.2009 | 19:03
Ekki spyrja um kostnað heldur ávinning
Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, sagði fyrir stundu á Rás 2, að niðurfærsla verðbóta kosti Íbúðalánasjóð, bankana og lífeyrissjóðina 280 milljarða. Þarna getur hagfræðingurinn ekki verið annað en að tala gegn betri vitund. Í fyrsta lagi, þá eru 20% verðbætur ekki sjálfsögð uppbót á eignum þessara aðila. Hér er um innistæðalausa hækkun að ræða og því ekki um tap að ræða. Það er enginn peningur á bak við þessa tölu. Þetta er "pappírsgróði" og "pappírstap". Í öðru lagi, þá gefur hann sér að öll þessi 20% innheimtist, sem er fráleitt. Stór hluti þessarar hækkunar mun leiða til gjaldþrota, þar sem fólk mun missa heimilin sín, og afskrifta af hálfu framangreindra aðila. Í þriðja lagi, þá er minni kostnaður falinn í því að niðurfæra skuldir strax, en að fara í tímafrekar innheimtu- og gjaldþrotameðferðir, sem gera ekki annað en að auka á skuldir heimilanna og minnka þá upphæð, sem að lokum kemur í hlut kröfuhafa.
Ólafur Darri nefndi einnig að óþarfi væri að færa niður skuldir allra. Hann taldi t.d. óþarfi að koma miðaldra manni eins og honum til hjálpar, enda ætti hann fyrir sínum skuldum (að mér skyldist). Ég er nú kominn lengra inn á miðjan aldur en hann og mynd alveg þiggja leiðréttingu á óhóflegri hækkun höfuðstóla þeirra lána sem ég er með. En það er annar vinkill á þessu máli. Ég hef ekki heyrt ASÍ mótmæla því að öllum innistæðu eigendum var bjargað, þó það sé staðreynd að ekki þurfti að bjarga öllum. Af hverju gilda aðrar reglur um innistæðueigendur en skuldara? Er það kannski vegna þess að lífeyrissjóðirnir koma betur út á báðum stöðum? Eða er það vegna þess að með því var fjármunum verkalýðsfélaganna bjargað?
Ég held samt að mikilvægasta spurningin sem þarf að svara sé hver ávinningurinn af slíkri aðgerð verður, ekki hver kostnaðurinn verður. Og ávinningurinn er m.a. eftirfarandi:
- Skuldir heimilanna lækka og greiðslubyrðilána minnkar
- Fleiri eiga kost á því að halda heimilum sínum
- Heimilin hafa meiri pening til að standa í skilum með aðrar skuldbindingar sínar
- Meiri peningur fer í neyslu sem fer þá inn í hagkerfið
- Veltuskattar til ríkisins dragast ekki eins mikið saman og annars hefði orðið.
- Meiri tekjur ríkisins þýðir að ríkissjóður þarf að skera minna niður, en annars, eða á meiri möguleika á að standa undir vaxtagjöldum
- Fyrirtækin fá meiri veltu, sem eykur líkur á því að þau lifi af.
- Fyrirtækin hafa meiri pening til að greiða laun og önnur útgjöld með tilheyrandi ruðningsáhrifum. M.a. munu þau eiga auðveldara með að greiða skatta til ríkisins og mótframlag launagreiðanda til lífeyrissjóðanna.
- Færri þurfa að fara á atvinnuleysisbætur
Mér finnst það vera röng nálgun hjá ASÍ að leggjast gegn þessari hugmynd sem "ekki hægt". Hjá Hagsmunasamtökum heimilanna var strax ákveðið að gera þetta hugtak útlægt. Í staðinn er spurt: Hvernig er best að fara að þessu? Ég skora á ASÍ að taka upp þessa nálgun og skoða heildarmyndina.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það er skrýtið að hin svokölluðu hagsmunasamtök landsins ( hvaða hagsmuna eru þau að gæta ?? ) virðast vera föst í gamla hagkerfinu, að vísu er ekki nema 6 mánuðir síðan það hrundi,. En menn verða að gera sér grein fyrir því að þeir eru ekki að fást við venjuleg vandamál og viðbrögðin verða að vera eftir því.
Manni dettur í hug færri hagfræðingar Marinó?
itg (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 19:35
Góður og skýr pistill hjá þér enn einu sinni. Alveg ótrúleg þessi meinloka forsvarsmanna lífeyrissjóðanna með að horfa alltaf á þetta sem hreint tap. Vantar alveg í þessa menn að líta á málin frá fleiri en einni hlið eða að hugsa út fyrir boxið.
Jens Viktor, 18.2.2009 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.