3.2.2009 | 12:41
Er þetta langlífisgen eða sjúkdómavarnargen?
Á árunum 1997 - 2000 vann ég hjá Íslenskri erfðagreiningu. Ég hafði m.a. undir höndum þann starfa að undirbúa umsóknir vegna rannsókna til Tölvunefndar (nú Persónuvernd). Ein allra áhugaverðasta rannsóknin sem þá fór í gang var rannsókn á langlífi. Inn á mitt borð komu því alls konar gögn um þetta mál og fékk ég því færi á að kynna mér hinar ýmsu hliðar þess. Sú sem mér fannst skipta mestu máli, var ekki spurningin um hvað veldur langlífi, heldur hvað kemur í veg fyrir að fólk fái sjúkdóma sem dregur það til dauða. Ég leit því á þessa rannsókn, sem kjörið tækifæri til að finna sjúkdómavarnargen.
Mér finnst nefnilega ekki skipta máli hvort einstaklingar verði sextugt, sjötugt, áttrætt, nírætt eða tírætt, heldur að fólk njóti góðra lífsgæða meðan það lifir. Að það þurfi ekki að berjast við erfiða sjúkdóma, sem skerða hæfi þess til að lifa góðu lífi, binda það í langan tíma á sjúkrasæng eða í tímafrekum læknismeðferðum. Verði hægt að "bólusetja" fólk fyrir sjúkdómum, mun það hafa gríðarleg áhrif á hið sístækkandi og óseðjandi heilbrigðiskerfi. Á móti kemur að útgjöld til lífeyrisþega munu aukast og spurningin er því hvort vegur þyngra, sparnaðurinn í heilbrigðiskerfinu eða aukinn kostnaður í tryggingakerfinu.
Mikilvægast er þó að auka lífsgæði fólks helst með því að koma í veg fyrir að það veikist, annars með því að draga úr þjáningum þess.
Langlífisgenið fundið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 31
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 228
- Frá upphafi: 1679923
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 205
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ekki vildi ég hafa þetta gen.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.2.2009 kl. 17:08
Merkileg grein og hugsa að þetta sé alsatt. Fyrst og fremst langar mig ekki að verða mjög gamall og held að fáum langi til þess nema til að sjá hvað gerist við heiminn. Samt lítur oft út fyrir að gamalt fólk eigi erfitt með að upplifa það sem er að gerast og að það njóti þess því ekki og sé jafnvel á móti því sem heimurinn er að verða. Þess vegna hugsa ég frekar að maður eigi að reyna að gera sem mest úr lífi sínu, enn líka að hugsa um líf annara svo siðferði er mjög mikilvægt. Allavega gæti verið gaman fyrir þá sem hafa áhuga á þessu að muna svoldið sem margir heimspekingar hafa sagt, þ.e. "Quality over Quantity" eða "Gæði yfir magni".
Erling Óskar Kristjánsson (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.