Leita í fréttum mbl.is

Er þetta langlífisgen eða sjúkdómavarnargen?

Á árunum 1997 - 2000 vann ég hjá Íslenskri erfðagreiningu.  Ég hafði m.a. undir höndum þann starfa að undirbúa umsóknir vegna rannsókna til Tölvunefndar (nú Persónuvernd).  Ein allra áhugaverðasta rannsóknin sem þá fór í gang var rannsókn á langlífi.  Inn á mitt borð komu því alls konar gögn um þetta mál og fékk ég því færi á að kynna mér hinar ýmsu hliðar þess.  Sú sem mér fannst skipta mestu máli, var ekki spurningin um hvað veldur langlífi, heldur hvað kemur í veg fyrir að fólk fái sjúkdóma sem dregur það til dauða.  Ég leit því á þessa rannsókn, sem kjörið tækifæri til að finna sjúkdómavarnargen.

Mér finnst nefnilega ekki skipta máli hvort einstaklingar verði sextugt, sjötugt, áttrætt, nírætt eða tírætt, heldur að fólk njóti  góðra lífsgæða meðan það lifir.  Að það þurfi ekki að berjast við erfiða sjúkdóma, sem skerða hæfi þess til að lifa góðu lífi, binda það í langan tíma á sjúkrasæng eða í tímafrekum læknismeðferðum.  Verði hægt að "bólusetja" fólk fyrir sjúkdómum, mun það hafa gríðarleg áhrif á hið sístækkandi og óseðjandi heilbrigðiskerfi.  Á móti kemur að útgjöld til lífeyrisþega munu aukast og spurningin er því hvort vegur þyngra, sparnaðurinn í heilbrigðiskerfinu eða aukinn kostnaður í tryggingakerfinu.

Mikilvægast er þó að auka lífsgæði fólks helst með því að koma í veg fyrir að það veikist, annars með því að draga úr þjáningum þess.


mbl.is Langlífisgenið fundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki vildi ég hafa þetta gen.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.2.2009 kl. 17:08

2 identicon

Merkileg grein og hugsa að þetta sé alsatt. Fyrst og fremst langar mig ekki að verða mjög gamall og held að fáum langi til þess nema til að sjá hvað gerist við heiminn.  Samt lítur oft út fyrir að gamalt fólk eigi erfitt með að upplifa það sem er að gerast og að það njóti þess því ekki og sé jafnvel á móti því sem heimurinn er að verða.  Þess vegna hugsa ég frekar að maður eigi að reyna að gera sem mest úr lífi sínu, enn líka að hugsa um líf annara svo siðferði er mjög mikilvægt.  Allavega gæti verið gaman fyrir þá sem hafa áhuga á þessu að muna svoldið sem margir heimspekingar hafa sagt, þ.e. "Quality over Quantity" eða "Gæði yfir magni".

Erling Óskar Kristjánsson (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 31
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 228
  • Frá upphafi: 1679923

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 205
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband