29.1.2009 | 17:10
Hvaða óstöðugleiki er á gjaldeyrismarkaði?
Ég verð að viðurkenna, að ég skil ekki þessa yfirlýsingu Marks Flanagans. Hvaða óstöðugleiki er á gjaldeyrismarkaði? Það eru gjaldeyrishöft, þannig að enginn má fara út með pening nema að hann hafi leyfi til þess. Varla telst það "óstöðugleiki". Þeir sem fá greitt fyrir útflutning verða að koma með gjaldeyrinn inn í landið. Varla telst það "óstöðugleiki". Krónan hefur verið að styrkjast verulega undanfarna daga, sem var markmiðið með háum stýrivöxtum, svo varla telst það "óstöðugleiki".
Hver er þá þessi óstöðugleiki? Er ekki bara málið, að það á að tryggja fjármagnseigendum ennþá stærri hlut að útgjöldum ríkissjóðs!
Ef blessaður maðurinn hefði talað um pólitískan óstöðugleika, þá hefði ég skilið rökin. Eins ef hann hefði talið mikilvægt að kreista líftóruna úr fyrirtækjum og heimilum í landinu, þá hefði ég skilið að það þyrfti að halda stýrivöxtum háum.
Ég skora á bankastjórn Seðlabankans um að lækka stýrivextina strax niður í 15% og hunsa þannig vanhugsaða tillögu IMF um þetta mál. Hver hagfræðingurinn á fætur öðrum er að gagnrýna hávaxtastefnu IMF og nú síðast steig Joseph Stiglitz, fyrrverandi aðstoðarbankastjóri og yfirhagfræðingur Alþjóðabankans, fram og segir IMF vera að endurtaka fyrri mistök
IMF: Munu ræða mögulega vaxtalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 1681301
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
IMF er að halda stýrivöxtum háum til að auka trú að krónuna sem fjárrfestingu. Gjaldmiðlar sem hafa neikvæða raunvexti eru ekki góð fjárfesting. Þegar verðbólga er í 18,6% og stýrivextir á ársgrundvelli í um 19,6% þá er ekki mikið rúm til lækkana. Þann 19. mars verður næsti ákvörðunardagur og þá er líklegt að vextir verði lækkaðir um a.m.k. 1-2%
Þetta með stöðugleika gjaldmiðils er jafngilt tiltrú, þ.e. ef menn hafa ekki trú á einhverju þá forðast þeir að kaupa það, sbr. krónuna fyrir áramót og skemmt grænmeti. Ef á að fleyta krónunni þá verður að hafa raunvexti jákvæða. Það verður hægt að lækka þá þegar verðbólga hjaðnar sem verður innan skams, líklegast fyrir páska.
kv,
Aliber, 29.1.2009 kl. 20:04
Ekki er ég alveg sammála þér, Aliber. Þetta er spurning hvort kemur á undan, hænan eða eggið.
Lausafjárskortur og háir stýrivextir auka fjármagnskostnað fyrirtækja, sem þá neyðast til að hækka vöruverð. Hækkun vöruverðs er annað orð yfir verðbólgu.
Háu vextirnir greiðast líka til eigenda jöklabréfa, sem mega í núverandi gjaldeyrishaftakerfi skipta fjármagnstekjum í gjaldeyri og flytja úr landi. Það vegur stórlega á móti jákvæðum vöruskiptajöfnuði og hefur því áhrif þvert á móti markmiðum um styrkingu krónunnar.
Stundum þarf að klippa á víxlverkanir til að stöðva verðbólgu. Stýrivextirnir eru allt of háir m.v. núverandi aðferð við stjórnun efnahagsmála. Þeir eru gengisveikjandi og verðbólguhvetjandi.
Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 20:44
Aliber (Ólafur), ég skil alveg þann þátt að auka eigi trúna á krónuna. Málið er að stýrivextirnir eru að endurspegla verðbólguna að baki, en ekki þá sem er framundan, eins og Seðlabankinn hefur notað í rökstuðningi sínum síðustu 3 ár eða svo. Verðbólgan framundan er lág. Þess vegna munu 12% stýrivextir gefa jákvæða raunstýrivexti næst þegar verðbólgutölur eru birtar. Það þýðir sem sagt að sá sem fær 12% óverðtryggða vexti næsta mánuðinn verður í plús miðað við þann sem fær bara verðtryggingu vegna verðbólgu næstu 4 vikna.
En burt frá verðbólgunni. Nú eru gjaldeyrishöft. Það er því engin ástæða til að hvetja menn til að halda peningunum í landinu. Þeir eru fastir. Af þeirri ástæðu er enginn skaði skeður við að lækka stýrivexti af þeirri ástæðu niður í þess vegna 2%. Það sem skiptir máli er hverjir verða stýrivextirnir þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt. Þá er mun betra að hækka stýrivextina úr, segjum sem dæmi, 6% í 9%, heldur en að halda þeim óbreyttum í 15%. Eigendur fjármagnsins verða að fá hvata til að halda fjármagninu í landinu eftir að höftunum verður aflétt. Óbreyttir stýrivextir gera það ekki.
Varðandi jákvæða eða neikvæða raunstýrivexti fyrir erlenda eigendur fjármagnsins, þá skiptir það nákvæmlega engu máli. Þessi rök standast ekki, þar sem það er ekki verðbólgan á Íslandi sem ræður því hvort menn kom út í hagnað heldur hve margar evrur þeir fá fyrir krónurnar sínar. Þeir græða meira á styrkingu krónunnar, en að háir stýrivextir verði búnir að ganga að atvinnulífinu og heimilunum dauðum. Ég geri því ráð fyrir þessir aðilar munir gera allt til að þreyja þorrann og bíða eftir að krónan styrkist, frekar en að rjúka með peningana úr landi á afleitu gengi. Það myndi ég gera í þeirra sporum, alveg eins og ég er forðast eins og frekast er kostur að greiða af erlendum lánum meðan krónan er veik. Fórnarkostnaðurinn er einfaldlega of mikill.
Marinó G. Njálsson, 29.1.2009 kl. 20:50
Eitt í viðbót inn í þessa umræðu. Hlutur sem ég hef bent á áður. Það er hagsmunamál þjóðarinnar að hrekja erlent fjármagn, sem bundið er í íslenskum krónum, úr landi á sem lægstu krónugengi. Því færri evrur sem erlendir fjármagnseigendur fá fyrir íslensku krónurnar sínar, þess betra. Þess vegna eigum við EKKI að bjóða þeim góða fjárfestingakosti hérna meðan þeir eru að bíða eftir að komast með peningana úr landi. Við eigum að gera fjárfestingaumhverfi þeirra eins óvinsamlegt eins og kostur er. Það er betra að láta krónuna falla tímabundið (t.d. með því að lækka stýrivexti niður úr öllu), hreinsa erlenda fjármagnið út og fara svo í uppbyggingu krónunnar.
Mér kæmi ekkert á óvart, þó niðurstaðan verði sú, að krónan mun ekki veikjast í kjölfar lækkunar stýrivaxta. Þá munu erlendu fjármagnseigendurnir ekki lengur fá súper fína ávöxtun í gegnum vexti og munu því þurfa að sækja hana í gegnum styrkingu krónunnar. Mér finnst það algjör rökleysa að við eigum að borga erlendum fjárfestum óheyrilega háar upphæðir í vexti meðan þeir bíða eftir að komast með fjármuni sína úr landi.
Marinó G. Njálsson, 29.1.2009 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.