23.1.2009 | 18:12
Oft var þörf en nú er nauðsyn
Báðir formenn stjórnarflokkanna eru hættulega veikir. Geir og Ingibjörg eru ekki í neinu standi til að leiða það endurreisnarstarf sem er í gangi. Eina lausnin á þessu er, að hér verði stofnuð einhvers konar neyðarstjórn. Hún getur verið þjóðstjórn, utanþingsstjórn eða sambland af þessu tvennu.
Veikindi Ingibjargar og Geirs gera ekkert annað en að styðja við þá kröfu að ríkisstjórnin fari frá. Ég skil ekki eftir hverju er verið að bíða. Veikindi þeirra beggja eru lífshættuleg, þó æxlið hjá Ingibjörgu séu ekki illkynja. Í morgun fékk ég póst frá lækni sem sagði:
Það undrar mig að einhver með sjúkdóm sem Ingibjörg, sé ekki búinn að segja af sér. Það þarf fulla dómgreind til að stjórna og kannski þarf dómgreind til að vita að sjúkdómurinn sem hún hefur getur truflað dómgreind.
Ég er raunar þeirrar skoðunar, eins og ég hef marg oft lýst yfir, að fara þurfi í gagngera endurskoðun á stjórnskipulagi lýðveldisins. Svo ég ítreki enn einu sinni, það sem ég hef skrifað hér, þá eru tillögur mínar í stórum dráttum eftirfarandi:
- Við taka ný ríkisstjórn, nokkurs konar þjóðstjórn/neyðarstjórn. Háskóla rektor verði falið að velja einstaklinga úr samfélaginu til að gegna störfum ráðherra. Engar hömlur verði settar á það hvaða starfi viðkomandi gegnir í dag. Hlutverk þessarar ríkisstjórnar verði að taka yfir endurreisn hagkerfisins með öllum tiltækum ráðum, auk þess að sinna öllum hefðbundnum verkum ríkisstjórnar.
- Sett verði á fót stjórnlagaþing og kosið til þess. Hlutverk stjórnlagaþingsins verði að setja þjóðinni nýja stjórnarskrá og nýja stjórnskipan.
- Alþingi verði áfram starfandi og heldur sínu striki, en jafnframt verði boðað til þingkosninga sem fari fram í vor. Tilgangur hins nýja þings verði fyrst og fremst að fara yfir lagasafnið, áhættugreina það, kostnaðargreina, finna veilur í því og leggja fram frumvörp til breytingar með það að markmiði að gera lagaumhverfið manneskjulegra og koma á siðbót í íslensku samfélagi. Hlutverk þess verði jafnframt að breyta lögum í samræmi við niðurstöður stjórnlagaþingsins, en ljóst er að margar breytingar þarf að gera. Sérstaklega á að skoða innleiðingu á lögum og reglum sem tengjast EES samningnum. Þetta þing sitji í takmarkaðan tíma 12-18 mánuði.
- Haustið 2010 verði boðað aftur til kosninga í samræmi við nýja stjórnskipan. Neyðarstjórnin sitji fram að þessum seinni kosningum, en eftir þær verði mynduð ríkisstjórn í samræmi við nýja stjórnskipan.
- Inni í nýrri stjórnskipan verði algjör aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdarvalds.
- Stofnuð verði ný fastanefnd innan þingsins, laganefnd, sem hafi það hlutverk að framkvæma (með hjálp færustu sérfræðinga) áhættu- og kostnaðarmat á öllum frumvörpum sem lögð eru fyrir Alþingi. Jafnframt sjái hún til þess, að slíkt mat sé framkvæmt á núgildandi lögum og reglum. Einnig verði það hlutverk nefndarinnar að tryggja, að hjá Alþingi verði til skilningur á frumvörpum áður en þau eru lögð fram, kynna þau fyrir þjóðinni með því að birta þau, t.d. á opnu umræðusvæði á vefnum, og óska eftir ábendingum um það sem betur mætti fara.
Ingibjörg Sólrún komin heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1680018
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Tek innilega undir þetta!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.1.2009 kl. 19:30
Gott að sjá að einhver sem er að blogga um fréttir dagsins kemur auga á aðalatriði vandans! Vænti auðvitað ekki annars af þér miðað við annað sem ég hef sérð frá þér.
Ætla að fá að krækja í þessa færslu hjá þér inni á mínu bloggi nema þú bannir mér það
Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.1.2009 kl. 19:37
Rakel, þú mátt að sjálfsögðu setja krækju á þetta.
Marinó G. Njálsson, 23.1.2009 kl. 20:53
Bú'nað'í og takk fyrir leyfið!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.1.2009 kl. 22:27
Þetta eru orð í tíma töluð og er mjög í anda þess sem felst í þeirri áskorun sem fólki er boðið að skrifa á www.nyttlydveldi.is
Hagsmunasamtök heimilanna eru afskaplega þörf samtök og brýnt að þau geti komið að vinnu við uppbyggingu varðandi þann mikla vanda sem heimilin í landinu standa frami fyrir.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.1.2009 kl. 23:08
Hólmfríður, takk fyrir þetta.
Ég vil þó taka það fram, að allt sem ég skrifa hér eru mínar skoðanir og eru Hagsmunasamtökum heimilanna óviðkomandi nema ég geti þess sérstaklega.
Marinó G. Njálsson, 23.1.2009 kl. 23:13
Sæll Marínó.
Þetta er ekkert annað 100% rökrétt hjá þér.
Ekki flóknara en það.
Skarpur !
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 10:28
Takkfyrir Marinó. Það er tími komin til breytinga sem efla traust á stjórnarfarið. Vandamálið er að góðir hlutir gerast hægt og flestir vilja skjótan bata. Byrja þarf á að bjarga heimilum landsins til að hægt verði að efla samstöðuna. Því ef samstaðan verður byggð á reiðini er hætt við að minnihlutahópar gleymist.
Það verða alltaf til menn sem leita sér að leið til að svindla á kerfinu og sama hvaða kerfi kemur það verður hægt finn leið framhjá. Ef samstaðan losnar við reiðina er mögulegt að samstaða náist um að svinlið leggist niður.
Offari, 24.1.2009 kl. 12:02
Alveg sammála þessu. Takk fyrir að taka tíma í að skrifa það.
EE (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.