22.1.2009 | 17:27
Af hverju er svæðið ekki girt af?
Svo virðist sem óeirðir síðustu tvö kvöld hafi af stofni til verið haldið uppi af ungmennum undir lögaldri. (Ég kalla þetta "óeirðir" vegna þess að ég geri greinarmun á mómælunum og því að kveikja elda og kasta grjóti í lögreglu.) Þessi ungmenni hafa af mikilli vanhugsun ráðist með offorsi að lögreglumönnum og verið að egna þá til viðbragða. Og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Piparúði, kylfur og táragas hefur allt verið notað til að hemja "skrílinn". En ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort ekki séu önnur vægari úrræði.
Ég vil leggja það til, að lögreglan girði af annars vegar svæðin í kringum Alþingishúsið og hins vegar Stjórnarráðið. Eftir það ætti að vera mun auðveldara að hafa stjórn á mótmælendum og ætti alveg að vera hægt að forðast átök við nátthrafnana.
Bara svona hugmynd til að koma í veg fyrir að þetta endi með ósköpum.
Börn að atast í lögreglumönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 1680019
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Hvað heldur þú að menn segi þá??
Einar Þór Strand, 22.1.2009 kl. 17:43
Líst vel á þessa hugmynd, þetta má bara ekki þróast út í frekara ofbeldi, það mun eyðileggja það sem þó hefur áunnist, annars líta margir ekki lengur á þetta sem mótmæli heldur hreinlega byltingu...sem ég er ekki alveg fráhverfur svo framarlega að líkamlegt ofbeldi og óþörf skemmdarverk verði víðs fjarri...en það er kannski óraunhæft á meðan grjótkastarar vaða uppi, eggjum og skyri hef ég ekki miklar áhyggjur af þó vissulega geti það gert það að verkum að einhverjir lögreglumenn sem finnst þeir niðulægðir beiti sér að meiri hörku þegar látir er til skarar skríða.
Potta og pönnuásláttur kemur skilaboðunum alveg nógu vel til skila, mun fleyra fólk mætir á mótmæli þar sem ofbeldi og skemmdarverk eru ekki viðhöfð, fleyra fólk, meiri árángur.
Georg P Sveinbjörnsson, 22.1.2009 kl. 17:46
Einar, þetta þurfa ekki að vera 2 m háar girðingar, bara svona til að afmarka það svæði sem lögreglan vill ekki að mótmælendur séu á. Svona girðingar eru oft notaðar, t.d. 17. júní og Reykjavíkurmaraþoni. Ég get ekki séð fólk telja þetta takmarka eitthvað tjáningarfrelsi sitt. Mín hugmynd er eingöngu að búa til skarpari skil á milli lögreglu og óeirðaseggja. Það væri hægt að fjarlægja þessar grindur á daginn á þeim tíma sem mótmæli eru án ofbeldis.
Marinó G. Njálsson, 22.1.2009 kl. 17:57
Marinó þér finnst það ekki og mér finnst það ekki en það er ekki nóg, ég er sammála þér ég veit að Svandís Svavars og Álfheiður Inga myndu ekki samþykkja þetta t.d. þær virðast fíla ofbeldi ef það beinist gegn karlmanninum Geir H en held að þær yrðu ansi illar ef það beindist gegn kvenmanninum Ingibjörgu Sólrúnu. En svona er lífið í dag "ég má berja því það er "réttlát reiði", en það má auðvitað ekki berja mig því það er ofbeldi"
Einar Þór Strand, 22.1.2009 kl. 18:15
Einar, ég efast stórlega um að einhver fari að skipta sér að því hvernig lögreglan gerir svæðin í kringum þessar byggingar örugg og auki öryggi bæði lögreglumanna og almennings í leiðinni.
Marinó G. Njálsson, 22.1.2009 kl. 18:22
En það myndi á sama tíma valda því að pottarnir og ponnurnar myndu missa styrk sinn og ríkisstjórnin myndi aftur geta lokað sig af og aðgreint sig frá þjóðinni. Það er óásættanlegt í mínum huga.
Það sem meira er Marinó minn er að þáttakendur í þessum mótmælum eru ekki bara einhverjir krakkar og unglingar. Þetta er fólk á öllum aldri úr öllum stéttum. Þetta eru jafnvel aldraðar konur sem eiga ekki auðvelt með hlaup lengur. Þetta er ekki skríll frekar en þú. Það eru einstaka aðilar sem valda usla og ganga full langt, ég segi ekki of langt því árangur er að nást þrátt fyrir allt.
Almenningur sem fer niður í bæ veit að það er hætta á látum og ofbeldi og velur það að taka þá áhættu til að berjast fyrir frelsi og lýðræði sínu. Lögregglan valdi þetta starf og er þjálfuð til að takast á við svona kringumstæður. Þetta er engum öðrum að kenna en skrílnum sem situr í Alþingi og því fyrr sem þeir viðurkenna það og hætta sínum skrílslátum og hlusta á þjóð sína því fyrr verðum við öll örugg aftur.
Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 19:11
Sigurður, ef þú lest athugasemd mína frá kl. 17:57, þá nefni ég það að þessar grindur væru fjarlægðar á daginn.
Marinó G. Njálsson, 22.1.2009 kl. 19:40
Einfalda lausnin: boða til kosninga strax og þá hætta allar óspektir og málið er dautt! Eigum við að ræða það eitthvað?
Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2009 kl. 22:15
Ertu viss Bofs. Hver stjórnar þessum mótmælum? Sigur var unnin þegar Samfylkingin samþykkti að boða til kosninga en samt dugði það ekki til að róa mótmælin.
Offari, 22.1.2009 kl. 22:36
Ég verð að viðurkenna, að ég vil ekki sjá kosningar strax. Ég vil gefa nýjum framboðum tækifæri til að skipuleggja sig, því það er ekkert gagn í kosningum, ef við getum bara valið um gömlu flokkana. Ég vildi gjarnan hafa svo mikla fjölbreytni að við kæmumst algjörlega hjá því að kjósa gömlu flokkana. Það er sú eina umbun sem þeir eiga skilið fyrir frammistöðu sína síðustu misseri. Þannig að, Guðmundur, fáum tilkynningu um að kosningar verði í vor eða byrjun sumar, en skiptum endilega út ríkisstjórninni og setjum einhverja með meiri hæfileika þar í staðinn. (Sjá nánar síðustu færslu mína.)
Marinó G. Njálsson, 22.1.2009 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.