16.1.2009 | 11:38
Skynsöm ákvörðun
Þetta eru góðar fréttir fyrir útgerðirnar og mun auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar um tugi milljarða. Það sem kannski vekur furðu, er að Einar K. Guðfinnsson hefur neitað fram í það rauða undanfarna mánuði að fara þessa leið. Hvers vegna þessi sinnaskipti núna, veit ég ekki, en mig grunar að væntanlegur landsfundur Flokksins hafi eitthvað með það að gera. Mig grunar líka að á næstu dögum munum við sjá fleiri svona stórar ákvarðanir kynntar fyrir þjóðinni, enda virðast landsfundarsamþykktir Flokksins vera öllu æðra.
En varðandi aukningu veiðiheimilda, þá er allt sem segir að þetta sé skynsöm ákvörðun. Sjómenn hafa sagt nægan þorsk vera í sjónum, aukning heimilda mun ekki kollvarpa uppbyggingarstarfinu og verð á afurðum er hátt. Það sem þarf að tryggja, er að þessi 30 þúsund tonn fari til vinnslu innanlands og skapi þannig fleiri störf hér á landi.
Þorskkvóti aukinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
besta leiðinn til að tryggja nýtungu innanlands án þess að setja íþyngjandi kvaðir er að lækka skatta á vinnslu.
Fannar frá Rifi, 16.1.2009 kl. 12:02
Góðan daginn
Um leið og ég fagna þessarri ákvörðun þá verð ég að koma því að að þessi ákvörðun styður þá skoðun margra að kvótakerfið hafi verið notað sem stýritæki um langan tíma, vísindi hafa ekki komið nærri þessu nema að afar litlu leyti.
Ekki er langt síðan að fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir að nú ætti að veiða meira magn af þorski því að það hefði verið geymt til mögru áranna á meðan ruglið allt var í gangi.
Páll Kárason (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 12:24
kvótakerfið er bara kerfi leikreglna. svona svipað og leikreglur í fótbolta. og eins og í fótbolta er dómari sem fylgist með og stjórnar leiknum. dómarinn er hafró og hefur verið undanfarin ár hálffullur og dæmd víti á vitlausum vallarhelming. ef dómarinn er handónýtur, þá er ekki samasemmerki um að leikreglunar séu það líka.
Fannar frá Rifi, 16.1.2009 kl. 12:57
Það má örugglega bæta um betur og auka veiði meira en þetta miðað við vitnisburð þeirra sem draga fiskinn úr sjó.
Haraldur Baldursson, 16.1.2009 kl. 14:45
Það kom fram í fréttum um daginn að byrgðir af fiski séu að safnast upp vegna sölutregðu, sem stafar af minnkaðri kaupgetu almennings í þeim löndum, sem við höfum mest selt okkar fiskafurðir til. Verðmæti okkar fiskveiðiauðlynda verða ekki til við að fiskurinn er veiddur heldur við það að hann er seldur.
Af sömu ástæðum er komin þrýstingur á um lægra verð á fiskafurðum okkar. Auknar veiðar og þar með þörf fyrir aukna sölu munu ekki minnka þann þrýsting. Er eitthvað gefið að gjaldeyristekjur okkar muni aukast við þetta? Þegar haft er í huga að stór hluti kostnaðarins við að sækja þessi auka 30 þúsund tonn er erlendur kostnaður, þar á meðal olíukaup, þá eru enn minni líkur á að um einhvern nettó ávinning sé að ræða varðandi gjaldeyri.
Sigurður M Grétarsson, 16.1.2009 kl. 14:48
Það er betra að veiða meiri þorsk en að safna skuldum í útlöndum.
Sigurður Þórðarson, 16.1.2009 kl. 15:12
Sæll Marinó og takk fyrir síðast
Hvernig getur ákvörðun verið skynsöm,eins og fyrirsögnin segir
Ég hélt að hún gæti verið skynsamleg,eða hvað?
Hvort heldur sem er,er þetta vonum seinna en kom þó
Gunnar Þór Ólafsson, 16.1.2009 kl. 20:28
Þetta er eingöngu gert til að geta bent á að þetta væri ekki hægt, þ.e. að taka geðþóttaákvörðun um aflaukningu, eftir inngöngu í ESB.
Helgi Jóhann Hauksson, 16.1.2009 kl. 21:17
Þ.e. á þessu tímapunkti og með þessum aðdraganda þ.e. nær engum. Rétt stjórnsýslulega væri að spyrja Hafró fromlega álits og taka svona stóra ákvörðun til almennari og faglegri umfjöllunar. - Geðþóttaákvarðanir eru þó það sem íslensk stjórnsýsla kann best.
Helgi Jóhann Hauksson, 16.1.2009 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.