16.1.2009 | 00:30
Hagsmunasamtök heimilanna stofnuð
Í kvöld voru stofnuð í Háskólanum í Reykjavík ný hagsmunasamtök, Hagsmunasamtök heimilanna (HH). Ég fór á stofnfundinn og mun sitja í varastjórn samtakanna á fyrsta kjörtímabili þeirra.
Grunnurinn að stofnun þessara samtaka er að standa vörðu um hagsmuni heimilanna í þeim ólgusjó sem íslenskt efnahagslíf er að ganga í gegnum. Megin áherslan er lögð á lánamál og að stöðva þá aðför sem nú er gerð að fjárhagslegu sjálfstæði heimilanna í landinu vegna hinnar miklu greiðslubyrðar sem þau þurfa að standa undir.
Ég, líkt og margir sem voru á stofnfundinum, er orðinn langeygur eftir þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað til að styðja við heimilin í landinu. Af þeirri ástæðu fór ég á stofnfundinn og bauð mig fram til stjórnarsetu.
Heimilin í landinu verða að fara að sjá einhverjar lausnir. Eigið fé húsnæðiseigenda hefur brunnið upp hraðar en auga á festir á síðustu 18 mánuðum. Skiptir þá ekki máli hvort áhvílandi eru verðtryggð krónulán eða lán í erlendri mynt. Þeir aðilar, sem eiga að hafa það hlutverk að halda jafnvægi í hagkerfinu hafa brugðist. Og það er bara eins og það í sé í fínu lagi. Fínu, flottu kosningaloforðin, hvað þá stefnulýsing ríkisstjórnarinnar reyndust ekki pappírsins virði. Og það virðist líka vera í fínu lagi. Á almenning hrúgast himinháar skuldir, sem við eigum ekkert í, en þurfum samt að borga. Og það virðist líka í fínu lagi.
Hagsmunasamtök heimilanna verða ekki pólitísk samtök, en þau munu vonandi verða að afli í íslensku samfélagi. Afli sem mun ná í gegn breytingum. Afli sem mun skipta máli fyrir almenning í landinu hvort sem fólk verður hluti af samtökunum eða ekki. En það mun styrkja stöðu Hagsmunasamtaka heimilanna, ef þau verða fjölmenn. Hvet ég lesendur til að skrá sig í samtökin, en það má gera með því að smella hér. Tekið skal fram að ekkert félagsgjald er.
Ég bind miklar vonir við samtökin, því að þeim standa einstaklingar, sem hafa haft sig frammi með góðar hugmyndir um úrlausnir í opinberri umræðu á síðustu 3 mánuðum. Þarna fer hópur sem er orðinn leiður á að bíða og er tilbúinn að vinna með stjórnvöldum að lausnum. En það verða að vera lausnir sem tryggja hag heimilanna. Það verður stærsta verkefni okkar á næstu vikum og mánuðum.
Stofnfundur Samtaka heimilanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1680018
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Glæsilegt....nú verðum við að safna í hópinn!
Haraldur Haraldsson, 16.1.2009 kl. 01:03
Tek undir það með þér að kosningaloforðin og stefnulýsing ríkisstjórnarinnar eru að engu orðin. Frábært að svo margir hafi mætt á fundinn og gott að vita af þér í stjórn þeirra
Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.1.2009 kl. 01:21
Frábært framtak og löngu tímabært. Það er eins og hagsmunir allra annarra s.s. fjármálakerfisins og lífeyrissjóðanna en almennings og heimilinna hafi haft forgang. Auðvitað skipta bankarnir og lífeyrissjóðirnir máli en það er til lítils ef allir verða flúnir úr landi og orðnir gjaldþrota.
Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 08:33
Ég tek bara undir með Haraldi, að nú verðum við að safna liði til að tryggja að baki samtökunumstandi breiðfylking heimilanna í landinu.
Marinó G. Njálsson, 16.1.2009 kl. 10:37
Mig langar að bæta hér við athugasemd sem ég setti inn á þráð hjá Agli Helgasyni.
Marinó G. Njálsson, 16.1.2009 kl. 12:06
Frábært að þú skulir hafa gefið kost á þér í þessa nefnd.
Þú hefur sýnt með vinnu þinni og skrifum í þessum málaflokki að þú ert
verðugur fulltrúi okkar - þú ert fólkið!
Viðar Jensson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:05
Takk, Viðar, fyrir hrósið. Ég mun halda áfram að gera mitt besta.
Marinó G. Njálsson, 16.1.2009 kl. 14:10
Gott framtak hjá þér að taka þátt í að stofna þessi samtök. Einhvern veginn virðist manni að stjórnvöld eigi nóg með að slökkva elda.
Ég hef meiri trú á að einstaklingar eins og þú sem greinilega spá í málin séu líklegri til að koma með nothæfar lausnir en pólitíkusar sem gjarnan sitja fastir í sama farinu.
Ég er a.mk. búinn að skrá mig í samtökin þó að ég hafi ekki náð að mæta á stofnfundinn.
Finnur Hrafn Jónsson, 17.1.2009 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.