Leita í fréttum mbl.is

Hagsmunasamtök heimilanna stofnuð

Í kvöld voru stofnuð í Háskólanum í Reykjavík ný hagsmunasamtök, Hagsmunasamtök heimilanna (HH).  Ég fór á stofnfundinn og mun sitja í varastjórn samtakanna á fyrsta kjörtímabili þeirra.

Grunnurinn að stofnun þessara samtaka er að standa vörðu um hagsmuni heimilanna í þeim ólgusjó sem íslenskt efnahagslíf er að ganga í gegnum.  Megin áherslan er lögð á lánamál og að stöðva þá aðför sem nú er gerð að fjárhagslegu sjálfstæði heimilanna í landinu vegna hinnar miklu greiðslubyrðar sem þau þurfa að standa undir.

Ég, líkt og margir sem voru á stofnfundinum, er orðinn langeygur eftir þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað til að styðja við heimilin í landinu.  Af þeirri ástæðu fór ég á stofnfundinn og bauð mig fram til stjórnarsetu. 

Heimilin í landinu verða að fara að sjá einhverjar lausnir.  Eigið fé húsnæðiseigenda hefur brunnið upp hraðar en auga á festir á síðustu 18 mánuðum.  Skiptir þá ekki máli hvort áhvílandi eru verðtryggð krónulán eða lán í erlendri mynt.  Þeir aðilar, sem eiga að hafa það hlutverk að halda jafnvægi í hagkerfinu hafa brugðist.  Og það er bara eins og það í sé í fínu lagi.  Fínu, flottu kosningaloforðin, hvað þá stefnulýsing ríkisstjórnarinnar reyndust ekki pappírsins virði.  Og það virðist líka vera í fínu lagi.  Á almenning hrúgast himinháar skuldir, sem við eigum ekkert í, en þurfum samt að borga. Og það virðist líka í fínu lagi.

Hagsmunasamtök heimilanna verða ekki pólitísk samtök, en þau munu vonandi verða að afli í íslensku samfélagi.  Afli sem mun ná í gegn breytingum.  Afli sem mun skipta máli fyrir almenning í landinu hvort sem fólk verður hluti af samtökunum eða ekki.  En það mun styrkja stöðu Hagsmunasamtaka heimilanna, ef þau verða fjölmenn.  Hvet ég lesendur til að skrá sig í samtökin, en það má gera með því að smella hér.  Tekið skal fram að ekkert félagsgjald er.

Ég bind miklar vonir við samtökin, því að þeim standa einstaklingar, sem hafa haft sig frammi með góðar hugmyndir um úrlausnir í opinberri umræðu á síðustu 3 mánuðum.  Þarna fer hópur sem er orðinn leiður á að bíða og er tilbúinn að vinna með stjórnvöldum að lausnum.  En það verða að vera lausnir sem tryggja hag heimilanna.  Það verður stærsta verkefni okkar á næstu vikum og mánuðum.


mbl.is Stofnfundur Samtaka heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Glæsilegt....nú verðum við að safna í hópinn!

Haraldur Haraldsson, 16.1.2009 kl. 01:03

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Tek undir það með þér að kosningaloforðin og stefnulýsing ríkisstjórnarinnar eru að engu orðin. Frábært að svo margir hafi mætt á fundinn og gott að vita af þér í stjórn þeirra

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.1.2009 kl. 01:21

3 identicon

Frábært framtak og löngu tímabært. Það er eins og hagsmunir allra annarra s.s. fjármálakerfisins og lífeyrissjóðanna en almennings og heimilinna hafi haft forgang. Auðvitað skipta bankarnir og lífeyrissjóðirnir máli en það er til lítils ef allir verða flúnir úr landi og orðnir gjaldþrota.

Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 08:33

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég tek bara undir með Haraldi, að nú verðum við að safna liði til að tryggja að baki samtökunumstandi breiðfylking heimilanna í landinu.

Marinó G. Njálsson, 16.1.2009 kl. 10:37

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mig langar að bæta hér við athugasemd sem ég setti inn á þráð hjá Agli Helgasyni.

Ég var á stofnfundinum í gær og var kosinn í varastjórn samtakanna. Mikilvægi samtaka á borð við Hagsmunasamtaka heimilanna verður seint vanmetið, sérstaklega á tímum eins og þessum. Á meðan greiðslubyrði heimilanna eykst með degi hverjum vegna vaxtastefnu Seðlabankans og vangetu stjórnvalda til að standa við samfélagssáttmálann um öruggt þjóðfélag. Við förum ekki fram á fleira af stjórnvöldum, en að þau tryggi stöðugleika og að þegar þeim mistekst það, að þau láti okkur almenning í landinu ekki borga fyrir sínar syndir.

Máttleysi og vangeta stjórnvalda og fláræði bankanna og útrásarvíkinganna hafa kostað heimilin í landinu hundruð milljarða á síðustu 12 mánuðum bara í hækkun höfuðstóls lána. Þetta er slík upphæð, að flestum mun ekki endast ævin til að vinna upp þessa hækkun í ráðstöfunartekjum. Stjórnvöld verða að koma með úrræði sem almenningur getur sætt sig við. Slík úrræði verða að vera í formi alvöru aðgerða til að lækka skuldabyrðina og þær verða að vera þannig að við munum aldrei aftur ganga í gegnum svona holskeflu.

Ég hef lagt til þá tillögu að sett verði þak á það hve miklar verðbætur má leggja á lán. Að þetta þak verið síðan lækkað stig af stigi næstu árin þar til verðtrygging lána verði lögð af innan 5 ára eða svo. Til þess að verðtryggingin flytjist ekki í of miklu mæli yfir í nafnvexti lánanna, þá verði líka sett þak á þá. Og svo mætti í þriðja lagi setja þak eða takmarkanir á stýrivexti.

Marinó G. Njálsson, 16.1.2009 kl. 12:06

6 identicon

Frábært að þú skulir hafa gefið kost á þér í þessa nefnd.
Þú hefur sýnt með vinnu þinni og skrifum í þessum málaflokki að þú ert
verðugur fulltrúi okkar - þú ert fólkið!

Viðar Jensson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:05

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Takk, Viðar, fyrir hrósið.  Ég mun halda áfram að gera mitt besta.

Marinó G. Njálsson, 16.1.2009 kl. 14:10

8 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Gott framtak hjá þér að taka þátt í að stofna þessi samtök. Einhvern veginn virðist manni að stjórnvöld eigi nóg með að slökkva elda.

Ég hef meiri trú á að einstaklingar eins og þú sem greinilega spá í málin séu líklegri til að koma með nothæfar lausnir en pólitíkusar sem gjarnan sitja fastir í sama farinu.

Ég er a.mk. búinn að skrá mig í samtökin þó að ég hafi ekki náð að mæta á stofnfundinn.

Finnur Hrafn Jónsson, 17.1.2009 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 1679976

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband