Leita í fréttum mbl.is

Traustur maður valinn

Minn ágæti vinur, Ólafur Þór Hauksson, sýslumaður á Akranesi, hefur gefið kost á sér og verið valinn til að gegna embætti sérstaks saksóknara.  Þar fer góður og traustur maður.  Vona ég að hann fái að vinna verk sitt, því ég veit að hann mun gera það af vandvirkni, réttsýni og nákvæmni.

Kosturinn við Óla í þessu kunningjasamfélagi eru margir.  Má þar fyrst nefna, að mér vitanlega, er hann ekki tengdur eða mægður inn í neina af valdafjölskyldum þjóðarinnar.  Hvorki á hinu pólitíska sviði né hinu fjármálalega.  Börnin hans eru ekki orðin nógu gömul til að vera farin að vinna, svo ekki gerir það hann vanhæfan.  En fyrst og fremst er hann heiðarlegur og góður maður sem hefur verið alveg laus við þátttöku í hagsmunapoti undangenginna ára.

Ég óska honum góðs gengis í nýju starfi og óska Birni Bjarnasyni til hamingju með að hafa valið hann til verksins.  Ég vona jafnframt að fjölmiðlar leyfi Óla að vinna verk sitt og fókusi umfjöllun sína um verkið sem hann hefur tekið sér fyrir hendur.  Ég get alveg sannfært ykkur fjölmiðlafólk um það, að þið munuð ekki finna neitt á hann umfram einn eða tvo reikninga sem ekki voru greiddir á eindaga, ef ykkur tekst það þá.


mbl.is Ólafur Þór Hauksson verður sérstakur saksóknari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta gengur ekki upp - þessi maður þekkir Marinó G. Njálsson.

Hann þekkir líka örugglega einhverja í fjölskyldunni og pottþétt einhverja sem taka þátt í félagsstörfum.

Svo er ég sannfærður um að hann hefur líka átt viðskipti í banka og þekki fleiri sem hafa gert það sama . Maðurinn er því greinilega gjörsamlega ótækur vegna hagsmuna árekstra.

Er það ekki einhvernveginn svona sem á að bregðast við öllum útnefningum? Þekki manninn ekkert en hann virðist bara vera góður og gegn borgari eftir myndinni að dæma.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 17:50

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

En, Ólafur, ég hef ekki gert neitt af mér í tengslum við bankahrunið  Það er alveg satt  Svo er Óli góði gæinn

Þegar öllu gríni er sleppt, þá er hann traustsins verður.

Marinó G. Njálsson, 13.1.2009 kl. 18:00

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Einu kynni mín af Ólafi eru að hann var veislustjóri í afmælisveislu frænku minna hér á Hvammstanga. Hann er stórskemmtilegur sem veislustjóri og gerði afmælið eftirminnilegt sem skemmtikvöld.

Svona eiga sýslumenn að vera ! 

Óska Ólafi alls hins besta og við öll væntum mikils af honum og hans samstarfsmönnum í þessu mikla verki.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.1.2009 kl. 21:50

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Yes . Loksins einhver sem hægt er að segja eitthvað jákvætt um. Er hann örugglega íslenskur þessi? Ég þykist vera mannþekkjari að eðlisfari og mér leist vel á þennan mann, svona í gegnum sjónvarpið Gangi honum bara allt í haginn. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.1.2009 kl. 22:27

5 identicon

Honum veitir ekki af góðum óskum og vonandi erum við búin að fá góðan mann til þessara verka.  Að taka við þessu er eins og reka hendina inn í ormabæli þar sem allt er ofið saman.  Þessir aðilar eiga fjölmiðla og munu gera allt til að verja, tefja og þreyta verkið.  Munu nota fjölmiðla sína, flokksáhrif, blogg, illmælgi og öfund til að reyna að grafa undan honum faglega og persónulega.  Við munum öll Baugsmálið og þetta verða margir aðilar við að kljást. Ef fáir eru ákærðir og dæmdir verður hann ásakaður fyrir leti, ómennsku og spillingu ef margir verða dæmdir verður hann ásakaður fyrir bruðl og annað. Væntanlega verður spurning dagsins hvað fær hann í laun. Vona að hann eigi skilið 2-3 föld bankastjóralaun en hann gerir þetta vonandi af hugsjón.

Gunnr (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 02:34

6 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Ég las viðtal við Ólaf í gær.  Ég fagna komu hans í nýtt embætti og óska honum alls góðs.

og.......    svona eiga sýslumenn að vera! 

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 14.1.2009 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1680018

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband