11.1.2009 | 22:28
Búa Íslendingar við þingræði eða flokksræði?
Í tilefni viðtals Egils Helgasonar við Njörð P. Njarðvík í dag langar mig að endurbirta grein eftir mig sem birt var í Morgunblaðinu fyrir all nokkru. Einnig langar mig til að vera með getraun um það hvenær þessi grein var birt. Ég tek það fram að greinin er ekki birt í heild og hún er lítillega breytt. Viðbætur eru innan hornklofa, en úrfellingar táknaðar með tveimur puntkum (..). En hér kemur greinin:
Vanvirðing Alþingis við þjóðina
Hráskinnaleikur Alþingis varðandi kaup og kjör alþingismanna hefur sýnt landsmönnum að vinnureglur Alþingis geta kallað á stórslys. Sjálfum finnst mér ákvörðunin [um breytingar á kjörum] alþingismanna ekki vera aðalmálið, heldur hvernig staðið var að lagasetningunni...Það sem almenningur hefur orðið vitni að eru einkennin af meinsemd sem grafið hefur um sig á Alþingi. Meinsemdin sjálf er vinnubrögð Alþingis. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem einkennin birtast og þau eiga eftir að gera það oftar, breyti Alþingi ekki vinnubrögðum sínum.
Skoðum hvað átt er við: Lagt er fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á lögum..Frumvarpið er þingtekið, keyrt í gegnum þrjár umræður á þingi, afgreitt til þingnefndar þess á milli og að lokum fer fram atkvæðagreiðsla, þar sem breytingarnar eru samþykktar. Allt er þetta gert á 4 klst. ..
Því miður viðhefur Alþingi oft vinnubrögð, sem eru hvorki því né þjóðinni samboðin. Þar er ég að tala um þingfundi langt fram eftir nóttu í kapphlaupinu við að ljúka þingstörfum á eins stuttum tíma og hægt er. Síðustu dagana fyrir jól og fyrir frestun þings á vorin er eins og þingmenn séu í akkorði. Markmiðið virðist vera að komast sem fyrst heim til sín í frí. Afleiðing af þessum vinnubrögðum eru alls konar villur og mistök sem eiga sér stað við lagasetningu. (Nokkuð sem er ekki líðandi.) Það er eins og þingmenn hafi ekki tíma til að sinna starfi sínu.
Meðal annarra orða, getur það verið að það sé ekki fullt starf að vera alþingismaður? A.m.k. eru alltof mörg dæmi um það, að þingmenn sinni öðrum störfum með þingmennsku. Og sum störf eru sko engin hlutastörf. Þingmenn hafa samhliða þingmennsku gegnt framkvæmdastjórn fyrirtækja, formennsku í launþegasamtökum, að ég tali nú ekki um að vera ráðherra.
Hvert er vandamálið?
Ofangreind dæmi eru angi af mun stærra vandamáli, sem snertir vinnubrögð Alþingis almennt. Áður en hægt er að koma með lausnir verður að skilgreina vandamálið nánar. Eftirtalin atriði hljóta að vera þar ofarlega:
- Þingstörfum er hraðað eins og kostur er til að þingmenn komist heim til sín. Það er meðal annars gert með fundum fram á morgun dag eftir dag.
- Þingmenn eru í mörgum störfum og hafa ekki tíma til að sinna þingmennsku sem skyldi.
- Lagabreytingum er hraðað í gegnum þing án þess að tryggð sé málefnaleg umræða.
- Lög eru ekki nógu skýr og gefa framkvæmdarvaldinu of frjálsar hendur um túlkun við útgáfu reglugerða.
- Lögum, sem samþykkt eru á Alþingi að kvöldi, er ætlað að taka gildi að morgni. Oft er það óframkvæmanlegt eða illframkvæmanlegt af tæknilegum ástæðum.
Hægt væri að halda áfram, en ætli þetta dugi ekki.
Hvað er til ráða?
Vissulega er afmörkun sú, sem hér er sett fram, hvorki nákvæm né fullnægjandi og bera lausnirnar þess vott. Auk þess hef ég ekki öll hugtök á hreinu og gæti því ruglað þeim saman, en ég vona að hugmyndir mínar komist í gegn.
Í fyrsta lagi þarf afnema þessi auknu sumar- og jólafrí þingmanna. Það er fyllilega viðurkennt að þingmenn þurfa að eiga samskipti við kjósendur sína, en .. það eru engin rök sem segja að þingmenn þurfi lengra jóla- og sumarfrí en aðrir launþegar í landinu.
Í öðru lagi þarf að breyta reglum um þingsköp þannig að Alþingi sé skylt að hlíta lögum um hvíldartíma. Settar verði hömlur á lengd þingfunda .. og þar með taka fyrir næturfundi. Óheimilt verði að taka sama frumvarpið til fleiri en einnar umræðu á sama degi nema brýna nauðsyn beri til (þröngt skilgreint). [(Þessu hefur að hluta verið breytt síðan greinin var rituð og birt.)] Það er nauðsynlegt fyrir alþingismenn að hvíla sig á umræðuefni, t.d. til að finna rökvillur í framsetningu, finna ágreiningsefni sem nauðsynlegt er að taka á og kanna undirtektir almennings á umdeildum frumvarpstextum.
Í þriðja lagi verða þingmenn að sjá sóma sinn í því að láta allar ákvarðanir um starfskjör sín .. í hendur .. aðila utan þingsins. Með þessu eru þingmenn og Alþingi hafin yfir allan vafa um eiginhagsmunarekstur.
Í fjórða lagi þarf að setja lög um það, að lög sem breyta stórlega (skilgreina þarf hvað telst "stórlega") réttindum landsmanna/lögaðila geti ekki tekið gildi fyrr en einum til sex mánuðum eftir að forseti Íslands hefur staðfest lögin. T.d. verið að afgreiða frumvarp til fjárlaga (og lagabreytingar sem þeim fylgja) í síðasta lagi 30. nóvember ár hvert. Þetta þarfnast að sjálfsögðu nánari útfærslu. Setja þarf ákvæði um neyðarrétt (þröngt skilgreint) sem heimilar að lög taki gildi um leið og forseti hefur staðfest þau [og þau verið birt í Stjórnartíðindum].
Í fimmta lagi þarf að gera þá sjálfsögðu kröfu til þingmanna, að þeir séu ekki í .. starfi hjá öðrum aðila samhliða þingstörfum. Treysti þingmenn sér ekki til að hlíta slíku skilyrði, þá glati þeir rétti sínum til þingsetu og varamaður taki sæti þeirra. Vissulega er þörf á því að þingmenn hafi góð tengsl við aðila utan Alþingis, en eftir að frambjóðendur hafa verið kosnir inn á þing eru þeir í vinnu fyrir þjóðina en ekki hagsmunaaðila. Raunar tilgreina stjórnsýslulög, að einstaklingur geti ekki tekið þátt í ákvörðunartöku sem tengjast hagsmunum hans of mikið. Slíkar reglur eiga, þar sem hægt er að koma því við, að gilda um þingmenn einnig. (Þetta þarf að skilgreina nánar.) Einnig má færa rök fyrir því, að ef þingmennska er ekki umfangmeira starf, en raun ber vitni, væri hægt að fækka þingmönnum og hafa þá í fullu starfi.
Í sjötta lagi þarf að tryggja að framkvæmdavaldið geti ekki sniðgengið vilja löggjafavaldsins við útgáfu reglugerða eða hindra framgang laga með því að draga úr hömlum að gefa út reglugerðir sem eru nauðsynlegar til þess að lög geti í raun tekið gildi.
Í sjöunda lagi er nauðsynlegt að greina betur á milli löggjafavalds og framkvæmdavalds. Eins og staða mála er .. vart hægt að tala um þrískiptingu valdsins. Löggjafavaldið og framkvæmdavaldið eru að hluta til einn og sami aðilinn. Hægt er að draga í efa að hér sé í reyn þingræði. Nær væri að tala um flokksræði. Þingmenn eru með fáum undantekningum mjög hallir undir flokkinn sem stofnun. Ákvörðun flokksins (oft flokksformannsins) er það sem gildir. Þess fyrir utan gegnir einn flokksformaðurinn stöðu forsætisráðherra, þannig að þingmenn stjórnarflokka hlíta í raun framkvæmdavaldinu. Vissulega taka ýmis stefnumál ríkisstjórna breytingum í meðferðum þingflokka, en aðskilnaður löggjafavalds og framkvæmdavalds í sumum tilfellum óskýrari fyrir vikið. Þetta atriði kallar á grundvallarbreytingu á stjórnskipan lýðveldisins og þar með stjórnarskrárbreytingu. Framkvæma má þessa breytingu í nokkrum skrefum og væri fyrsta skrefið að varamenn taki sæti ráðherra á þingi. Þetta þarf ekki að kalla á aukin útgjöld, því samhliða þessu væri hægt að fækka þingmönnum um tíu.
----
Eins og ég sagði í innganginum, þá var þessi grein birt fyrir nokkuð mörgum árum. Sumt sem í henni stendur hefur tekið breytingum, þá helst hvað varðar þingsköp. Annað er óbreytt og allt of margt bundið sömu óþolandi annmörkum.
Þetta er meira til gamans gert að endurbirta greinina til að sýna að þó hlutirnir breytist, þá virðast þeir ekki breytast neitt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 1680019
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Steingrímur, þetta var ekki þegar eftirlaunafrumvarpið var afgreitt.
Varðandi efni greinarinnar, þá hef ég oft lýst því að íslenska þingræðisfyrirkomulagið sé ekkert annað en menntað einveldi (þar sem að vísu tveir fara oftast með völdin). Við kjósum á fjögurra ára fresti flokka sem voru með stefnuskrá, en síðan taka formenn ríkisstjórnarflokkanna við. Það fyrsta sem þeir gera er að henda stefnuskránum sínum og taka upp eigin óskalista.
Jón Kristjánsson ritar grein í Fréttablaðið í dag, þar sem hann kallar eftir því að stjórnlagaþing verði kallað saman. Nauðsyn sé að breyta stjórnskipan landsins og það verði ekki gert með lokaðri umræðu á þingi.
Hver sem niðurstaðan verður, þá er ekki lengur búið við núverandi ástand.
Marinó G. Njálsson, 12.1.2009 kl. 09:00
Það er líklegast rétt að nefna, að greinin er rituðu á síðustu öld!
Marinó G. Njálsson, 12.1.2009 kl. 10:31
Ég giska á 1994
Kári (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 14:22
Kári, þú ert nokkuð nærri lagi. Greinin birtist í Morgunblaðinu 10. nóvember 1995 og var skrifuð í tilefni þess að forsætisnefnd Alþingis ákvað að hækka laun alþingismanna um kr. 40.000. Þingkosningar höfðu verið um vorið og rétt fyrir þingslit renndi Alþingi í gegn á 4 klst. fraumvarpi um breytningar á um starfskjör þingmanna. Þetta var gert meira og minna í skjóli nætur og olli því ekki uppnámi fyrr en lögunum var beitt.
Það merkilega við þessa grein er þó, að hún á fyllilega við í dag. Ef eitthvað er þá hefur yfirgangur framkvæmdavaldsins gagnvart löggjafavaldinu bara aukist og nú síðast höfum við séð að embættismenn eru meira að segja farnir að segja framkvæmdavaldinu fyrir verkum. Vald Alþingis fer ört þverrandi.
Marinó G. Njálsson, 12.1.2009 kl. 14:32
SVAR: flokksræði...ekki lýðræði!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.1.2009 kl. 19:38
Það sem þú bendir á er ein af meinsemdum lýðveldisins okkar.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 12.1.2009 kl. 20:41
Margar meinsemdir eru að hrjá okkur sökum uppbyggingar okkar samfélags og framkvæmd laga og reglna sem við höfum.
Þar sem þú hefur sett þig inní marga hluti og komið þeim vel frá þér langar mig að spyrja þig um lán og hvort þú hafir kynnt þér eftirfarandi.
Er mögulegt að taka lán hjá erlendum banka á íslenska eign?
Veit að bankar erlendis eru kannski ekki spenntir en er eitthvað í okkar regluverki sem kemur í veg fyrir þetta?
Ef svo er ekki, væri þá ekki upplagt að fara af stað með fasteignapott og bjóða út lán á það erlendis td. með 60% veðsetningu án milligöngu íslenskra banka.
Ingvaldur (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 22:59
Ingvaldur, mér vitanlega er ekkert því til fyrirstöðu lagalega séð að taka lán í útlöndum út á veð á Íslandi. Vandamálið er að finna erlendan lánveitanda sem er til að taka þátt í þessu. Regluverk EES opnar fyrir þennan möguleika, þar sem það leyfir frelsi í fjármagnsflutningum yfir landamæri.
Ég tek það þó fram, að ég hef ekki fullvissu fyrir þessu svari mínu og hugsanlega geta aðrir bætt við svarið mitt.
Marinó G. Njálsson, 12.1.2009 kl. 23:20
Íslendingar búa fyrst og fremst við OFUR-HEIMSKU opinbera aðila og það er hún sem á eftir að verða þjóðinni að falli enda með öllu ómlöglegt að þessir kjánar getir fundið bestu lausnina á vandamálum dagsins.
Þeir hafa ekki einu sinni vit á að leita sér ráðgjafar hjá hæfum mönnum um hvernig á að taka á málinu. Þeir eru jafn vel svo FOR-HEIMSKIR að halda að þeir séu sjálfir best til þess fallnir.
Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 11:56
Bubbi klúðraði dálítið samlíkingunni sinni í gærkvöldi, þegar hann líkti ríkisstjórninni við drukkinn bílastjóra sem lenti í slysi. Þetta var eiginlega ennþá verra. Ríkisstjórnin hefur á undanförum árum verið eins og bílstjóri á e-pillu og því ekki séð neitt nema fallega hluti. Það endaði með því að keyrt var inn í hóp af skólabörnum.
Mér finnst Geir og co. ekki skilja það, að þjóðin treystir þeim ekki til verka. Þetta snýst ekki um það hvort þau treysti sér til verka. Þetta snýst um að fá sérfræðinga sem kunna til verka, en ekki amatöra sem vilja sitja sem fastast í stólunum sínum.
Marinó G. Njálsson, 13.1.2009 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.