Leita í fréttum mbl.is

Misheppnuð handstýring?

Nú hefur gengið verið á floti með kút og kork í nokkrar vikur.  Það byrjaði allt vel og gengisvísitalan (GVT) fór niður fyrir 200 stig á fyrstu dögunum.  Nú hefur gengið sigið um rúm 10% frá hæstu stöðu og er GVT komin í 224 stig.  Evran er í 175 kr., GBP er 185 kr. og USD er 125 kr. miðað við stundargengi Glitnis.  Mjög fáir aðilar virðast versla með gjaldeyri á millibankamarkaði og því er vafasamt að tala um að gengið fljóti.  Frekar að um handstýringu sé að ræða.  Gott og blessað.  Ég er í sjálfu sér ekkert ósáttur við að krónan finni eitthvað jafnvægi sem hægt er að nota til að hleypa peningaeign erlendra aðila úr landi á ekki of sterku gengi.  Ég benti á það í færslu hér í gær (sjá Bull rök fyrir háum stýrivöxtum) að skynsamlegra væri að hleypa erlendum fjárfestum út með fjármuni sína þegar evran er 200 kr., en þegar evra en 100 kr.  Með því sparast fleiri hundruð milljarðar af gjaldeyrisforðanum.

Það sem hlýtur aftur að vekja furðu mína, er að Barclays (sjá hér) er með skráningu á íslensku krónunni, sem er talsvert hagstæðari en það gengi sem býðst á Íslandi.  Þar er evran 152 kr.,GBP er 161 kr. og USD er 109 kr. Þetta er munur upp á um 15%, þ.e. greiða þarf 15% meira á Íslandi fyrir þessa gjaldmiðla en hjá Barclays.  Spurningin er svo hvort virkilega sé hægt að kaupa evrur, pund og dollara á þessu gengi í skiptum fyrir íslenskar krónur.

Að krónan hafi lækkað í gengisskráningu hér innanland gefur til kynna að háir stýrivextir eru ekki að hafa tilætluð áhrif.  Spurningin hvort það sé ekki trúverðugleikinn stjórnun efnahags- og peningamála sem skipti meira máli en stýrivextirnir og það verður að segjast að það eru líklegast ekki margir sem hafa trú á því að stjórnvöld og Seðlabankinn ráði við þá stöðu sem nú er uppi.  Ástæðan er líklegast sú, að enginn sem máli skiptir hefur vikið sæti á þeim nærri 3 mánuðum síðan bankarnir hrundu.  Það sem meira er, að enginn hefur sagt af sér síðan hrunið byrjaði í ágúst á síðasta ári.  Já, þetta byrjaði allt þá.

Það er mín skoðun, að til að auka trúverðugleika á efnahagsstjórninni, þá þurfi að miða hana við að halda atvinnulífinu í landinu og heimilunum gangandi.  Það verður ekki gert með himinháum stýrivöxtum og útgáfu ríkisskuldabréf og ríkisvíxla með svimandi háum vöxtum.  Það er eins og menn skilji ekki, að ríki og Seðlabanki verða að ganga á undan með góðu fordæmi og lækka þá vexti sem eru í boði.  Hvernig á vaxtarstigið í landinu að lækka, ef ríkið og Seðlabanki halda því uppi í samkeppni við fyrirtækin í landinu?  Hvernig eiga fyrirtækin í landinu að geta fengið hagstæð lán, ef ríkið og Seðlabankinn yfirbjóða með fáránlega háum vöxtum?

Ég er sannfærður um að krónan muni styrkjast um leið og vaxtastigið lækkar.  Ástæðan er einföld.  Þá munu fjárfestar sjá að vilji er til að endurreisa fyrirtæki landsins og verðmætasköpun getur átt sér stað.  Einnig verður með þessu vikið frá gjaldþrotastefnunni, sem virðist eiga sér það eitt markmið að koma sem flestum eigum landsmanna undir banka og sparisjóði.  Það er nefnilega þannig sem þetta endar, ef haldið er áfram á sömu braut.


mbl.is Lækkun gagnvart evru 17% á tveimur vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er því miður rétt.
Við verðum metin út frá makróhagfræðitölum.  Viðskiptafajöfnuði, rekstri ríkisins, stýrivöxtum, sparnaði og framleiðni.

Halla á ríkisrekstri núna er eins og stór bjálki í auga okkar. Þar er verið að við að klúðra málum, eina ferðina enn. Þetta hefur verið bent á ótal sinnum.  Það er raunveruleikaflótti að líta fram hjá þessu.  Því fyrr sem við náum jafnvægi á þetta því fyrr réttir efnahagslífið við sér. 160 miljarða halli og kannski ennþá meiri meðan heiladartekjurnar eru 380-390 miljarðar er náttúrulega glórulaust þegar lánastaða okkar er eins og hún er.

Því miður er þetta gengi krónunnar hvergi tekið alvarlega nema þá kannski á Íslandi og ekki einu sinni þar.
Á norðurlöndum er ekki skráð lengur gengi íslensku krónunnar.
Það var hætt að skrá gengi íslensku krónunnar í Evrópska Seðlabankanum 9.12.08 en þeir hafa fært gengið fram til 3.12.08 sem síðasta raunverulega gengi krónunnar. Þar er 1 € = 290 Íkr.
http://www.ecb.int/stats/exchange/eurofxref/html/index.en.html

Á stærsta viðskiptabanka Sviss UBS er gengi krónunar á svipuðu róli og er núna skráð á 1 € = 293,5 íkr.
http://www.ubs.com/1/e/index/bcqv/calculator.html

Því miður virðast þessi höft á krónunni vera að eyðileggja meira en það verndar.  Ljóst er að ekkert traust er á þessu gengi erlendis og þetta gerir það að verkum að mörg sprotafyrirtæki koma til með að þurfa að flýja landa.
Væntanlega þarf tölvufyrirtækið CCP að flýja land vegna þessa og mörg fyrirtæki stefna á brottflutning út af þessu.  http://www.visir.is/article/20081225/VIDSKIPTI06/88017620/-1.

Stýrivextir þurfa að vera hærri en verðbólga sérstaklega ef gjaldmiðillin er sokkinn.  Spurningin er hvort það skiptir máli traustið er orðið svo lítið.... Það mun leiða til að öll fyrirtæki í sprotagreinum flýja land þá er þetta vonlaust.
Það sem mér finnst furðulega lítið talað um er fiskkvótinn.  Hver á að taka við fiskkvótanum.  Að mínu viti á það að vera ríkið þegar öll sjávarfyrirtækin eru gjaldþrota.  Afnám kvótakerfis og kvótasala en ekki að stroka út skuldir sjávarútvegsfyrirtækja. 

Gunn (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 1679976

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband