22.12.2008 | 11:45
Það er vont en það venst
Hækkun vísitölu neysluverðs er heldur meiri en ég spáði í bloggi hér fyrir hálfum mánuði (sjá Það er verðbólgan að baki sem er mesta vandamálið). Þá spáði ég 1,1 - 1,4% hækkun milli mánaða, en síðan hækkaði ríkisstjórnin ýmsar álögur á áfengi, tóbak, bensín og olíu, sem taldar voru hafa áhrif upp á 0,5%. Muna ekki allir eftir því, að forsætisráðherra sagði að þær hækkanir hefðu ekki áhrif á verðbólgu! (sjá Forsætisráðherra fer ekki með rétt mál og Ályktunargáfa sem á sér ekki sinn líka).
En þetta á eftir að versna áður en það byrjar að batna. Samkvæmt töflu á vef Hagstofunnar, þá var hækkun vísitölu neysluverð 0,2% milli desember 2007 og janúar 2008. Til þess að verðbólgan verði lægri í næsta mánuði, þá þarf hækkunin milli desember 2008 og janúar 2009 að vera undir 0,2%. Verður það að teljast ákaflega ólíklegt. Taflan sýnir áhrif mismunandi hækkunar á vísitölu neysluverðs milli desember og janúar á verðbólgutölur í janúar.
Hækkun milli des. og jan. Verðbólga í jan. 0,3% 18,3% 0,6% 18,6% 0,9% 19,0% 1,2% 19,3% 1,5% 19,7%
Verðbólgan mælist 18,1% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 49
- Sl. sólarhring: 71
- Sl. viku: 357
- Frá upphafi: 1680495
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Marimó
Eru spár um verðbólgu sem komið hafa fram að miðast við neyslukörfu landsmanna á árunum 2006 0g 2007 ? Eitthvað segir mér að spár til þessa grundvallist á eldri neyslukörfu. Og að eftir áramót blasi við óupplýst staða - verri staða. Vonandi rangt.
Einar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 14:50
Miðað er við neyslukönnun sem gildir fyrir 3 ár. Síðasta árið er árið sem lauk 12 mánuðum áður en árið sem á í hlut byrjaði, þ.e. 2004-2006 vegna 2008, 2003-2005 vegna 2007 o.s.frv. Það er náttúrulega vonlaust að vera með nýliðið ár í tölunum fyrir janúar, hvað þá nýliðinn mánuð fyrir tölur í desember. Auðvitað er þetta ekki nákvæmt, en er einhver með betri tillögu?
Marinó G. Njálsson, 22.12.2008 kl. 14:59
Ég get ekki annað en furðað mig á ummælum Geirs H. Haarde áðan í Ísland í dag. Þar sagði hann telja að verðbólgumælingin sem birt var í dag verði toppurinn. Þetta er alveg arfavitlaus yfirlýsing, þar sem verðbólga núna á milli mánaða mældist 1,52%. Til þess að verðbólgutoppnum hafi verið náð þarf verðbólga milli desember og janúar að vera undir 0,2%, sem er sú mæling sem fellur út í næstu ársverðbólgumælingu. Ég held ég geti fullyrt að aldrei hafi orðið slík lækkun verðbólgu milli mánaða, þ.e. úr 1,52% niður fyrir 0,2%. Það er því nokkurn veginn 100% öruggt að verðbólgan í janúar verður meiri en hún er núna. Þetta er því miður enn eitt dæmi um að Geir er ekki að fylgjast með.
Marinó G. Njálsson, 22.12.2008 kl. 19:16
Svona fyrir jólin eigum við samt ekki að standa með tilgátu Geirs í von um að verðbólgan í nóvember endurspegli veikasta meðalgengi krónu í stórum innflutningsmánuði. Þannig má ætla að ýmiss varningur hafi hækkað meira í nóvember en annars hefði orðið. Og að með styrkingu krónunnar í desember sé líklegra að margir vöruflokkar hækki ekki í janúar, auk þess sem að enn frekari útsölur hjálpa til þá - gef þessu 51/49.
Einar Vilhjálmsson, 23.12.2008 kl. 02:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.