12.12.2008 | 16:20
Ályktunargáfa sem á sér ekki sinn líka
Mér brá nokkuð, þegar ég heyrði forsætisráðherrann, Geir H. Haarde, lýsa því yfir við fréttamann RÚV að hækkun opinberra gjalda á bensín og áfengi hefði ekki í för með sér hækkun á verðbólgu. Hvernig getur hagfræðimenntaður maður sagt að hækkun á álögum og þar með útsöluverði valdi ekki meiri verðbólgu. Það skiptir engu máli hvort verið er að "vinna upp" verðbólgu ársins eða ekki, hærra verð á áfengi og eldsneyti fer beint út í verðlagið og þar með mælist það í hækkun á vísitölu neysluverðs (eða minni lækkun, ef verðhjöðnun er í gangi). Ingibjörg Sólrún viðurkenndi þó þessa staðreynd.
Annars hefur líka verið merkilegt að hlusta á ráðherra ríkisstjórnarinnar kenna AGS um niðurskurð útgjalda og hækkun skatta. Það er eins og Ísland hafi ekki haft neina samningsstöðu í málinu. Svo má líka rifja upp, að þetta sama fólk hefur haldið því fram að ekki eigi að hrófla við ýmsum þeim þáttum sem nú eru skornir niður. Það er nákvæmlega ekkert að marka orð þeirra lengur.
Og eitt í lokin. Valgerður Sverrisdóttir benti á í viðtali við fréttamann í gær, að lækkunin vegna útgjalda utanríkisráðuneytisins samkvæmt breyttu fjárlagafrumvarpi, séu ekki í raun lækkun heldur sé verið að taka til baka tillögur til hækkunar á útgjöldum. Þetta er því bara talnaleikur, en ekki raunveruleg lækkun. Þetta minnir mig á það þegar tekjuskattsprósentan var hækkuð, þegar Ólafur Ragnar Grímsson var fjármálaráðherra. Þá hafði kvisast út að tekjuskattsprósentan myndi hækka um 6%, en Ólafur bar það til baka. Það ætti bara að hækka hana um 3,5%!
Forsætisráðherra fer ekki með rétt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Varðand niðurskurð hjá utanríkisráðuneyti þá var Bjarni Harðar búinn að fletta ofan af þessari "lygi" í færslu þ. 12.nóv sl. sem fjallar reyndar um hvernig fjölmiðlar taka gagnrýnislaust við fréttatilkynningum frá stjórnvöldum.
Þrátt fyrir að Bjarni hafi haft fyrir þvi að grafa upp staðreyndirnar í málinu sem sýna að útgjöld Utanríkisráðuneytis aukast mann ég ekki eftir að hafa séð neinn fjölmiðil gera frétt úr því hvernig utanríkisráðherran snýr út úr staðreyndum
http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/entry/709163/
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 16:40
Þetta er auðvitað dæmalaust rugl hjá Geir að þessar hækkanir hafi ekki áhrif.
Haraldur Bjarnason, 12.12.2008 kl. 16:47
Sæll,
reyndar taldi ég að hækkun neysluvísitölu yrði eitthvað hærri en Gylfi rekur í sínu smáli. Hvað um það, þá munu húsnæðislánin hækka í landinu um milljarða króna. Mér datt reyndar í hug að það sem Geir ætti við er, að hann telji hækkanir á þessum vöruflokkum leiða til minni neyslu - en það breytir engu gagnvart vísitölunni sem að óbreyttu mælir einungis hækkanir. Það sem er og áhugavert að skoða er, að brátt mun nýr vísitölugrunnur verða lagður til grundvallar, byggður á neyslu árannna 2005-2007. Eins og gefur að skilja mælir hann neyslu landsmanna í "góðæri" þeirra ára og endurspeglar allt annan veruleika en þann sem nú blasir við. Ég átta mig reyndar ekki á að um þetta er lítið sem ekkert fjallað þessa dagana.
Ef til vill hafa stjórnvöld á Íslandi ekki áttað sig á möguleikunum á því að "lagfæra" neysluvísitöluna, og þar með verðbólgutölur, í þá veru að fá "hagstæðari" niðurstöður. Þannig hafa menn m.a. farið að vestur í Bandaríkjunum, allt frá því að Kennedy fór að krukka í verðlagsgrunnum en tók stökkbreytingum í tíð Clintons og Bush yngri. Sumt af því "krukki" tel ég sjálfsagt og eðlilegt en annað algerlega á skjön við veruleikann. Með þessum hætti hafa yfirvöld þar getað bent á lægri verðbólgu en raunin hefur verið og þar með aukna (falska) landsframleiðslu á hvern íbúa - sem hefur haft sinn þátt í að kynda undir eyðslu og óraunhæfar væntingar á mörkuðum. Enn og aftur er ekkert um þessi mál fjallað hér og reyndar lítið víðast annars staðar.
Kveðja,
Ólafur Als, 12.12.2008 kl. 16:48
Þráinn, hann Bjarni Harðar datt út af radarnum hjá mér eftir tölvupóstsklúðrið, þannig að ég missti af þessari ábendingu hans. Hún er samt góð og gild fyrir það.
Óli, það er kannski það sem Geir á við, að í nýja grunninum mælist þessi atriði á annan hátt og því muni þetta ekki hækka verðbólguna. En það breytir samt ekki því, að þetta veldur hærri mælingu en annars.
Mér finnst menn ekki alltaf reikna dæmið til enda. 0,5% hækkun vísitölu neysluverð útaf þess hækkunum veldur afleiddum hækkunum út um allt, sem að lokum gera gott betur en að éta upp tekjuauka ríkissjóðs.
Marinó G. Njálsson, 12.12.2008 kl. 17:02
Geir Hoorde er kommi það er ekkert flóknara en það
Alexander Kristófer Gústafsson, 12.12.2008 kl. 17:25
... þá veit Geir meira um þennan grunn en sá aðili sem er að setja hann saman þessa dagana - nýi grunnurinn mun að óbreyttu mæla hækkun m.a. dýrra neysluvara sem nú er lítið neytt af en mælast hátt í grunninum. Hann mun því að öllum líkindum mæla hærri verðbólgu en raunin er á. Ef til mögulegrar verðhjöðnunar kemur síðar mun nýi grunnurinn jafnvel sjá til þess að búa hér til opinbera verðbólgu á meðan neysla almennings segir annað.
Reyndar er þessi áætlaði tekjuauki dropi í hafið og ljóst er að það mun þurfa marga dropa í það reginhaf skulda sem hið opinbera þarf að taka á sig - ofan á þær gríðarlegu skuldir sem fyrirtækin og heimilin hafa tekið á sig á undanförnum árum. Ég spái því að ef allt gengur eftir muni það taka heila kynslóð að vinda ofan af skuldasúpunni. Um það snýst málið.
Ólafur Als, 12.12.2008 kl. 17:37
Neysluverðvísitala verður alltaf byggð á sögulegum gögnum. Hjá því verður ekki komist. Spurningin er hvort og þá hvernig er hægt að láta vísitöluna endurspegla raunverulegt neyslumunstur. Ég býst við að Hagstofan hafi velt því fyrir sér og fundist það nokkuð gott að uppfæra grunninn árlega. Það er langbest ef hægt er að nota samræmdar aðferðir ár eftir ár, og þurfa ekki að taka tillit til afbrigðileg heita eins og núna gengur yfir. En til þess eru viðlagaáætlanir og núna væri t.d. gott að geta lækkað hlutföll einstakra flokka út frá t.d. upplýsingum um innflutning.
Marinó G. Njálsson, 12.12.2008 kl. 18:17
Aðspurður, sagði fulltrúi Hagstofunnar í fjölmiðlum að ekki stæði til að gera breytingar á grunninum, aðrar en þær að setja inn neyslu áranna 2005-2007. Má ekki ljóst vera að árvissar, samræmdar aðgerðir eru merkingarlitlar við núverandi aðstæður? Hvernig sem menn fara nú að því að lagfæra grunninn þá ríður á að um þetta verði tekin ákvörðun innan tíðar. Skiljanlega myndi leiðrétting af þessu tagi ekki ná fram sannri mynd, en hún yrði alltjent raunhæfari en að taka upp neyslumynstur "góðærisins".
Á þessu stigi aðhyllist ég frekar skattahækkanir en hækkanir á opinberum neyslugjöldum. Hið fyrra dregur úr neyslu en hækkar ekki lánin. Hið síðara dregur úr neyslu en hækkar lánin. Jafnframt yrði með stýringu hægt að hlífa tekjuminnstu heimilum landsins með persónuafslættinum. Ef rétta ætti hinum tekjuminni hjálparhönd í gegnum niðurgreiðslu- og styrkjakerfi tæki við kerfi spillingar og mistaka.
Upp með tekjuskattinn, segjum 3%, og hækkun persónuafsláttar til mótvægis upp í tekjur ca. 300.000.
Ólafur Als, 12.12.2008 kl. 18:47
Ég er alveg sammála þér að í þessu árferði er betra að hækka tekjuskattinn og ná þessu þannig inn. Það verður að grípa til aðgerða til að stemma stigum við verðbólgunni, því þá fylgja stýrivextir á eftir.
Marinó G. Njálsson, 12.12.2008 kl. 20:24
Eftir að hafa séð Jöran (Göran) Person flytja mál sitt þá blasir við manni hvað Íslenskir leiðtogar eru miklir amatörar. Alvarleg stjórnmálakreppa í kjölfar efnahagskreppu mun kannski rækta fram hæfa menn og konur en það tekur tíma og þá verður kreppan gengin yfir af sjálfu sér og bara einhvernveginn.
Gísli Ingvarsson, 12.12.2008 kl. 20:31
Geir var einfaldlega að fara með rangt mál, (hér má nota annað orð) annaðhvort af ásetningi eða eindæma fáfræði. Hann dró eitthvað til baka í kvöld, með óskiljanlegum bull rökum.
ISG er ekki skárri í sinni upplýsingafölsun sbr. útgjöld til utanríkismála. Sú sama telur það sér til tekna að "koma til móts við fólk með því að skerða ekki vaxtabætur.."
Var það ekki Thatcer sem boðaði 3% nefskatt og allt varð brjálað svo hún bakkaði í 1% og allir urðu kátir með það. Það stóð aldrei til að leggja á nema 1%.
Þetta með AGS er stór spurning. Er ekki líklegt að við höfum einfaldlega ekki haft neina samningsstöðu?
sigurvin (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 23:13
Þetta er bara partur af hrokanum í Geir. Hann er einfaldlega að segja að fólkið í landinu sé svo heimskt að hann geti logið hverju sem er.
Björgvin R. Leifsson, 13.12.2008 kl. 12:03
Þetta er því miður skelfilegt ástand. Það verður nánast sviðin jörð og ekki bætir það að ríkið sker ekki niður og nær fjárlögum hallalausum en ekki 160 miljarðar fyrir 2009. Fjárlögin eru prófið sem erlendir lánadrottnar okkar setja okkur í og við erum að falla á því prófi.
Það er ekki bæði hægt að gagnrýna ríkistjórnina fyrir að skera niður og gagnrýna þá fyrir að auka tekjur. Það ætti að gagnrýna ríkissjórnina fyrir að skera of lítið niður og/eða hækka skatta og álögur of lítið. Ástandið verður ekkert betra og heldur verra 2010 og 2011 og ekki er hægt að fleyta okkur áfram á "VISA". Það er búið að klippa kredittkortið okkar.
Það er búið að setja krónuna á flot eins og það var kallað en hún er með kút og kort og búið að tæma vatnið úr lauginni til að halda henni á floti eins og einhver komst að orði. Hún er verðlaus og ekkert að marka þessa skráningu á Íslandi enda gildir hún einungis á Íslandi.
Það er engin gengisskráning í Noregi, eða í öðrum löndum á netsíðu Den norske bank sem er stærsti banki Noregs kemur eftirfarandi tilkynning: “Islandske kroner suspendert: Grunnet markedssituasjonen stilles det inntil videre ikke kurser i islandske kroner.”
https://www.dnbnor.no/portal/biztools/valutakalkulator/valutakalkulator.jhtml
Íslensk króna er ennþá skráð á UBS stærsta banka Sviss.
http://www.ubs.com/1/e/index/bcqv/calculator.html
Þar kostar 1€ 376 Íkr og 1 USD 282 Íkr, 1 Dkr 50,5 Íkr og 1 Nkr 40,6 Íkr og þetta er algjört met og hefur krónan aldrei verið lægra skráð enda er hún verðlaus. Ljóst er að gengisfleyting krónunnar hefur gjörsamlega mistekist.
Óháð því hvort við ákveðum að fara í Evrópubandalagið eða ekki fullnægjum við ekki neinum af skilyrðum myntbandalagsins og það er meira segja langt í það. Ef það verður nokkurn tíma raunhæft tekur það mörg ár. Ekki bætir það að ná ekki tökum á ríkisrekstrinum. Ef heildartekjurnar eru 370 til 380 miljarðar og hallinn var 215 miljarðar og með þessum niðurskurði núna verður hann 160-170 miljarðar er það alveg skelfilegt og þetta verður að komast í jafnvægi. Það eru einfaldlega þrjár leiðir. Að taka lán og við fáum engin lán nema á mjög háum vöxtum enda erum við flokkuð sem vanskilaþjóð og það með réttu. Ef ekki á að auka tekjur verður að skera ennþá meira niður. Þetta er alveg ótrúlega einfalt og sú atvinna sem þú skapar með framkvæmdum fjármögnuðum með dýru lánsfé gerir svigrúmið ennþá minna á næsta og næstu árum. Þetta er ekki hroki, leiðindi þetta er bæði fúllt og leiðinlegt. Það er ömurlegt að skera niður og borga skuldir. Það er mikið skemmtilegra að eyða og byggja.
Gunn (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 12:52
Gunn, mér eins og mörgum öðrum finnst sorglegt hve litlu hefur verið áorkað á þessum rúmum tveimur mánuðum frá falli bankanna. Svo koma aðgerðir ríkisstjórnarinnar og þær virðast skjön við alla skynsemi. Menn bera fyrir sig IMF, en ég held að það séu bara slakar afsakanir. Það er ekki haft samráð einn eða neinn og síðan svarar ríkisstjórnin gagnrýni hagsmunaaðila með skætingi. Það er eins og menn skilji ekki að samráð er besta leiðin til að halda fólki upplýstu, eykur likur á skilningi á aðgerðunum og dregur úr óánægju. Nei, í staðinn er allt unnið í þröngum hópi embættismanna, þeirra sömu og sváfu á verðinum undanfarin ár. Annars er mun betra undir þessum aðstæðum að hækka tekjuskatt en neysluskatta. Önnur aðgerðin vinnur gegn verðbólgu meðan hin eykur á hana. Vilji menn vinna gegn verðbólgu er sniðugt að hækka tekjuskatt í 45% og lækka virðisaukaskatt í 18%. Síðan má hækka persónuafsláttinn til að viðhalda kaupmætti miðað við óbreytta stöðu.
Eitt er mér ómögulegt að skilja. Af hverju að auka á atvinnuleysið með niðurskurði í staðinn fyrir að setja hluta þeirra peninga sem eiga að fara í atvinnuleysisbætur í að halda uppi atvinnustiginu? Ég hef sett fram þá hugmynd að greiða fyrirtækjum fyrir að hafa fólk í vinnu, fremur en að greiða fólki fyrir að hafa ekki vinnu.
En varðandi ummæli Geirs í gær. Mér finnst Geir og þá sérstaklega Björgvin G. Sigurðsson hreinlega bera þess merki að þeir hafi fengið taugaáfall. Ummæli þeirra og atferli finnst mér oft benda til þess að þeir séu ekki í tengslum við raunveruleikann. Báðir bulla þeir hvað eftir annað eins og ummæli Geirs um að hækkanir verðlags auki ekki á verðbólgu. Síðan liggur við að í hvert sinn sem Björgvin tjáir sig, þá opinberi hann fáfræði sem sæmir ekki manni í hans stöðu.
Marinó G. Njálsson, 13.12.2008 kl. 14:06
Sammála þér hér í flestu Marínó. Það sem ég tel að sé reginmiskilningurinn hjá þér og mörgum öðrum er að menn halda að þetta ástand núna sé tímabunið. Og að ástandið fari í fyrra horf eftir 1-3 ár. Við nánari greiningu er það ekki svo. Ástandið núna er hið varanlega ástand að mínu viti.
Fjármálakerfi landsins er hrunið og það verður væntanlega aldrei stunduð fjármálastarfsemi frá Íslandi. Um það bil 9000 manns vinna við þetta og margt ungt og hæfileikaríkt fólk er að mennta sig við þetta og það verður að huga að öðru ef það ætlar að búa á Íslandi. Hlutabréfamarkaðurinn er gjörsamlega hrunin verðmæti hlutabréfa núna er um 4% af því sem hann var í hámarki í júlí 2007 í íslenskum krónum en einungis 1-2% ef maður miðar við Evruverð. Því miður virðis þetta stórfurðulega ástand fjármálastofnanna að festa sig og stjórnmálaflokkarnir að treysta tök sín þarna. Þetta eru óskipt þrotabú ef einhver alvarlegur eigandi tekur við bönkunum þarf að treysta eiginfjárshlutfallið með hundruðum miljarða en ekki einhverjum pappírsverðmætum. Ríkið hefur ekki burði til þess eins og staðan er engir innlendir aðilar geta þetta og enginn erlendur aðili vill fjárfesta á Íslandi og nýleg löggjöf gerir það í raun ómögulegt.
Ef menn ætla að ylja sér með lánsfé er það skammgóður vermir enda eins og að pissa í skóna sína. Lán núna eru óhagstæð og þau þarf að borga og gerir ástandið erfiðara þegar fram líður.
Eina leiðin til að stækka "kökuna" er að auka skatta beina og óbeina og minnka skuldir og vaxtagreiðslur. Hin leiðin er að minnka sneiðarnar eða bæði að minnka sneiðarnar og stækka kökuna. Aðrar leiðir eru ekki til. Vandamálið með hátekjuskatt (hvað eru hátekjur?) er að það gefur ekkert sérstaklega mikið það þarf þá að auka skattahlutfallið verulega og fara neðar í skattstigan niður í 450 þús/mánuði þá koma upphæðir.
Vandamálið með atvinnuleysi er erfitt að lána sig frá því vandamálið verður bara ennþá alvarlegara fram í tíman.
Því miður mun þessi ótrúverðuga hagstjórn og að menn ekki sjá þessa augljósu staðreynd að gríðarlegur halli á ríkisútgjöldin grafur undan trúverðugleika íslenskrar efnahagsstefnu. 160-170 miljarða halli og heildartekjur upp á 370 miljarða er hreint gríðarlegt.
Ljóst er að íslenskt efnahagslíf er búið að missa allan trúverðugleika við erum því miðr á leið í ræsið. Erum eins og dópistinn fá næsta "skot" en við eigum eftir að upplifa fráhvarfseinkeninn og það vita allir eða ættu að vita.
Ljóst er að menn reyndu að setja krónuna á flot en það er gjörsamlega misheppnað. Það er ekki lengur gjaldeyrisviðskipti erlendis með íslenskar krónur. Það er gríðarlega erfitt að flytja pening til Íslands enda er búið að klippa okkur út úr alþjóðabankakerfinu. Við getum þess vegna tekið upp Lató eða Mattadorpeninga. Að óbreyttu mun ástandið versna allt næsta ár. Eina leiðin er að taka við högginu núna ekki fresta því. Eins og þú bendir á hefur þetta ekki verið útskýrt fyrir fólki. Núna er versta leiðin farin og það verður smám saman súrefnisskortur og við einangrumst. Það er því miður einkennandi fyrir umræðuna á Íslandi að sleppa því að ræða óþægilega hluti.
VG til dæmis eru á móti lántöku, á móti niðurskurði og á móti hækkun á álögum og á móti því að krónan er verðlaus. Hvað ætla þeir að gera ef landið stöðvast vegna gjaldeyrisþurrðar?
Þetta er að verða ein hörmungarsaga....
Gunn (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 21:17
Gunn, ég hef stigið fram á tveimur stöðum til að koma á framfæri tillögum um einhver úrræði fyrir almenning. Annar er hjá talsmanni neytenda, hinn á vinnuráðstefnu Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Það getur vel verið að það sé ekki rétti vettvangurinn, en það var tilraun. Kannski er það leið að taka yfir flokk eins og Framsókn. En þá tel ég að við þurfum að dusta núna rykið af hugmyndafræði félagshyggjunnar. Hvort það verður í formi samvinnuhugsunar, veit ég ekki, en við, almenningur í landinu, eigum að borga brúsann og því er eðlilegt að við eignumst verðmætin sem er verið að bjarga. Hvort sem það eru bankarnir eða önnur fyrirtæki sem almannafé er notað til að rétta við. Ég treysti ekki stjórnvöldum og ég treysti ekki heldur auðmönnunum. Ég vil fá hlutabréfin í eigin nafni! Eg vil fá tækifæri til að vinna til baka eitthvað af þeim peningi sem stjórnvöld ætla að taka úr mínum vasatil að borga klúðrið sem þau og auðmenn komu efnahag landsins í án þess að gera nokkurn skapaðan hlut til að sporna við því.
Síðan eigum við heimtingu á sömu niðurfellingu skulda og allir aðrir. Og loks eigum við heimtingu á að fólk með faglega þekkingu taki yfir stjórnun þeirra stofnana ríkisins sem hafa brugðist í undanfara þeirra hamfara sem hér hafa riðið yfir.
Eins og þú bendir á, er flest allt sem stjórnvöld hafa tekið sér fyrir hendur leynilegt eða vegna þess að einhver annar sagði þeim að gera það (IMF). Þeir aðilar í þjóðfélaginu, sem gætu hugsanlega komið að þessu með annað sjónarhorn fá ekki að taka þátt í umræðunni, vegna þess að fólkið sem kom okkur í vandann heldur að það sé fært um að koma okkur út úr vandanum. Mér finnst þetta svo grátleg afstaða. Ég skil vel að blessað fólkið hafi samviskubit, en af hverju heldur það, að það sé hæfast í því að koma okkur út úr þessu?
Jón G. Hauksson er með virkilega góða grein á heimur.is sem heitir Við Íslendingar erum snillingar. Mér finnst að ráðamönnum þjóðarinnar hefðu gott af því að lesa það sem hann segir, vegna þess að hann lýsir skoðun sem fer gjörsamlega saman við mína og ég held mjög margra annarra um framkomu stjórnvalda. Lestu hana. Hún er góð.
Marinó G. Njálsson, 14.12.2008 kl. 00:16
Til viðbótar, þá er áhugavert færsla á bloggi Baldvins Jónssonar, sem skýrir kannski út hluta af leyndinni (sjá Nú ganga í netheimum upplýsingar um mögulegar afskriftir þingmanna í gömlu bönkunum. Nú verður fyrst allt vitlaust ef rétt reynist!). Mér finnst alveg furðulegt að ekki séu strangar reglur um aðgang að upplýsingum sem upplýsingaöryggissérfræðingur sér um að vakta. Ég er ekki einn um þessa skoðun á meðal félaga minna í faginu. Ég er raunar búinn að senda FME ábendingu um að ráða upplýsingaöryggissérfræðinga í þetta og nú er bara að bíða og sjá.
Marinó G. Njálsson, 14.12.2008 kl. 00:26
Sæll aftur.
Við lifum núna á furðulegum upplausnartímum og ljóst er á orðum athöfunum og athafnaleysi ráðamanna að örvænting er farin að ná tökum á þeim. Við erum komin í horn og við erum að mæta "the perfect storm".
Nánast allt hefur brostið. Fjármálakerfi þjóðarinnar er fullkomlega hrunið og nánast flestöll fyrirtæki eru tæknilega gjaldþrota. Hlutabréfamarkaðurinn hefur þurrkast út. Það eina sem eftir er eru vitræn fyrirtæki eins og Össur og fleiri en starfsemi þeirra hefur að mestu flust erlendis. Til að bæta gráu ofan á svart er traust á okkur erlendis fullkomlega brostið.
Við höfum hagað okkur eins og börn. Þjóðin hefur verið illa upplýst og barnaleg enda hafa lélegir fjölmiðlar sem hefur verið beitt óspart, leigupennar fjármagnsaflanna. Græðgi, öfund og þjóðremba hafa verið notuð óspart í þessum málsflutningi. Þú sérð hvernig farið með þá einstaklinga sem þorað hafa að ráðast gegn þessum öflum. Undan þeim hefur verið grafið með öllum ráðum.
Þú manst hvernig umræðan var þegar Glitnir varð gjaldþrota. Bankinn hafði engin veð og ekkert lausafé enda hafa eigendur og kjölfestufjárfestar með Baug, FL-Group/Stoðir ofl. mergsogið bankann. Triljónmiljónskuldarinn sjálfur og sjálfkrýndur viðskiptamaður ársins 2007 í sínum eigin fjölmiðli Fréttablaðinu/Markaðnum kom fram og talaði um bankarán aldarinnar. Núna fer þjóðin loksins að sjá hver var bankaræningi aldarinnar, það er hann sjálfur og þotuliðið sem hefur komið þjóðinni á kaldan klaka.
Því miður höfum við skitið í eigið hreiður í stað þess að standa við krónuna hafa allir verið að pissa á hana og slá til Seðlabankans og það bitnar á okkur núna. Auðvitað hefur DO ekki átt að koma svona fram og það sýnir auðvitað veikleika okkar í hnotskurn með pólitískum ráðningum og hann heldur náttúrulega áfram í pólitík maðurinn.
Núna stöndum við uppi með gjaldmiðil rúin trausti enda verðlaus annar staðar en á Íslandi og við höfum engan möguleika á öðru. Ef menn ætla einhliða yfir í Dollar eða Evru er hætta á að allt fjármagn flæði út. Yfir 500 miljarðar af erlendu fé er hér og það færi burt eins og skot. Ekki getum við prentað út fleiri dollara og ég get þá vart hugsað mér aðra sem myndu vilja lána okkur það gæti hreinlega valdið fjármagnsskorti.
Til að bæta gráu ofan á svart kemur í ljós þegar stungið er á þessari fjármagnsbólu sem reynist risastórt graftarkýli. Hér var ekkert eftirlit. Hvorki lagalegar forsendur né fjármagni var varið til þessa. Efnahagslagadeild Ríkislögreglustjóra hafði á að etja eins miklu fjármagni og stór leikskóli hér í Noregi meðan Baugur notaði 3 miljarða til að verja sig á sínum tíma. Ísland hefur verið löglaust land hvað varðar efnahagsbrot og aðilar hafa gert eins og þá langaði til. Þetta hefur verið rotið við rót, gegnsýrt af innherjaviðskiptum og klíkuskap. Það hafa verið búin til skúffufyrirtæki til að halda uppi verði hlutabréfa og til að láta í ljós og almenn hlutafélög séu mergsogin og ágóðinn fluttur annað. Þessir menn skilja nú eftir sviðna jörð. Það koma væntanlega upp réttmætar spurningar um fjármagnsflutninga og stuld. Ábyrgð endurskoðenda er stór og muna flestir örlög Arthur Andersen LLP við Enron málið. Hver er ábyrgðin á Íslandi? Ennþá undarlegra finnst mér að þessir sömu aðilar eru núna að rannsaka þetta. Ennþá furðulegra er að enginn er handtekinn. Enginn situr inni. Er það ekki glæpsamlegt á Íslandi að lána eignarlausu skúffufyrirtæki til að kaupa hlutabréf í sjálfu sér? Hvernig er það með Sterling og Fons hvað varð um þessa miljarða sem FL-group greiddi. Þessi kaup voru av Baugs miðlinum Fréttabréfinu/Markaðnum valin viðskipti ársins 2005....hmm.
Við eigum í gríðarlegum vanda. Það eru gríðarlegar skuldur sem við erum búin að yfirtaka. Augljóst er öllum að hér hafa stórfeldir efnahagsglæpir verið stundaðir og spilling kemur inn í innsta hring flokkana allra sérstaklega Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknarflokks. Efast ég um að það verði nokkur dæmdur eða leiddur til ábyrgðar. Einhverjir ráðherrar segja af sér, það verður væntanlega efnt til kosninga en ekkert sérstaklega meira verður gert.
Það sem er alvarlegt er að ná ekki tökum á ríkisútgjöldunum. Það að geta það ekki dregur úr því litla trausti sem við njótum erlendis. Allir sjá að það þýðir ekkert að búa til einhverja velsæld eða draga úr atvinnuleysi með að leggjast í framkvæmdir á rándýru lánsfé. Það gerir bara vandamálið ennþá stærra á næstu árum.
1. Hallalaus/hallalítil fjárlög nánast hvað sem það kostar er fyrsta málið. Það mun auka á tiltrú á okkur og gefa fólki von um að úr rætist. Það mun auka tiltrú á gjaldmiðlinum og hjálpa okkur á leið inn í Evrópubandalagið og væntanlegrar evruaðildar eftir 2-5 ár. Eitt af skilyrðunum er innan við 3% halli á fjárlögunum en ekki 170-215milj meðan tekjur ríkisins eru 370 miljarðar. Skuldir þjóðarinnar eru þegar allt of háar. Ef ekki á að skera niður þarf að hækka skatta og álögur tilsvarandi svo einfalt er það. Gjaldþrota uppgjör á bönkunum. Greiðsla til erlendra kröfuhafa og væntanlega munu skuldir íslendinga verða að miklu leiti yfirteknar af erlendum kröfuhöfum bankanna. Þetta er væntanlega skynsamlegt. Hinn möguleikinn er náttúrulega að halda áfram með Mikka mús hagkerfi og bankastofnanir.
2. Krónuna á flot án kúts og korks og án hafta mun valda falli fyrst en síðan mun hún rétta sig af. Ef og ég segi ef fólk þorir að takast á við ríkisútgjöldin.
3. Stuðningsaðgerðir við atvinnulífið
til að hindra gjaldþrot í grunnatvinnuvegunum. Þar á að leggja eins mikið til og hægt er. En ekki að búa til einhverja atvinnubótavinnu til að hindra atvinnuleysi til skamms tíma. Það er eins og að pissa í skóna sína.
Þeir sem tapa eru þeir sem skulda mikið. Tap lánastofnanna verður eins mikið. Ef tekst að lappa upp á krónuna og gera efnahagslífið traustara erum við á siglingu inn í betri tíma eftir 5-10 ár.
Stærstu óveðursskýin núna er að við erum að stefna í alþjóðlega fjárhagskreppu sem mun bæði geta dýpkað og lengt ástandið á Íslandi.
Gunn (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 10:51
Það er orðið ljóst að fjölmiðlar verða mikilvægt vopn og það verður því gert að höfuðatriði að ná stjórn á þeim. Eitt dæmi af mörgum er DV og Baugur. Það er að verða upplausnarástand á DV þar sem alvöru fréttamenn vilja ekki vera lengur bendlaðir við þetta.
http://eyjan.is/blog/2008/12/15/frett-um-sigurjon-bankastjora-tekin-ur-dv-%E2%80%9Estorir-adilar-uti-i-bae%E2%80%9C-stodvudu-frettina/
Veit ekki hvort við eigum von á sjálfstæðum og óhræddum fréttamiðlum. Þetta virðast vera hálfgerðar pissudúkkur enda hefur fjölmiðlafólki verið hampað stórum.
Gunn (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 11:27
Sæll aftur,
Var bent á Mannlíf í gær - Svartar fréttir 17 des. 2008
“Fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðins, held hann heiti Paul Thompson, fundaði með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í dag. Fulltrúinn sagði stöðu Íslendinga með því versta, ef ekki það versta, sem hann hefur séð. Og hefur hann þó áralanga reynslu af störfum meðal þjóða í fjárhagsvanda. Hann mun hafa sagt ótrúlegt að við ætlum að reka ríkissjóð með 150 milljarða króna halla. Hann sagði enga vilja lána okkur til að fjármagna hallann. Nú séum við með peninga frá Aþjóðagjaldeyrissjóðnum og helstu vinaþjóðum. Fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun hafa sagt að ekki væri mögulegt að halda að við getum fjármagnað umframkeyrsluna með ófengnu lánsfé. Niðurstaðan er þessi. Staða okkar er enn að versna. Á næstu vikum mun meiri vandi koma í ljós. Við erum að einangrast þar sem aðrir vilja ekki lána okkur peninga. Það mun láta nærri að við verðum að skera enn frekar niður. Þess vegna um 100 milljarðar. Átakatím verður strax eftir áramót.”
http://mannlif.is/ordromur/nr/1401
Þetta kom í hinu virta tímariti Economist í dag:
http://www.economist.com/daily/columns/businessview/displaystory.cfm?story_id=12796770&fsrc=nwl
Econimist um Ísland "Greatest sovereign risk: In a year of meltdown, Iceland is a fitting winner."
Nei því miður Marínó, þetta er ekki að gera sig með fjármálin. Spái því að það þurfi að endurskoða aftur, endurskoðuðu fjárlögin þegar strax eftir áramót. Það er ljóst að búið að klippa kredittkortið okkar....
Það er ekki hægt að samþykkja fjárlög með 170-215 miljarða halla þegar heildartekjur ríkissjóðs um 370 miljarðar.
Það verður geysilega erfitt, nánast ómögulegt að fá lánsfé til að fjármagna þetta.
Strútaaðferðin dugir okkur ekki lengur....
Gunn (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.