Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórn og Seðlabanki hlustuðu ekki á ráð þeirra sem vissu betur!

Ég hef svo sem talað um þetta áður, en nú hefur jafnvel Morgunblaðið birt frétt um þetta.  Ríkisstjórnir og seðlabankar helstu vinaþjóða okkar bentu ríkisstjórninni og Seðlabanka Íslands á það í sumar, að rétt væri að leita til AGS.  Það þótti mönnum ekki nauðsynlegt, móðguðust raunar yfir ábendingunni og töldu vinarþjóðir hafa brugðist sér svo illa að leita varð nýrra vina.

Vinur er sá sem til vamms segir.   Að bandaríski seðlabankinn, Seðlabanki Evrópu og Englandsbanki hafi allir komist að þeirri niðurstöðu, að vandi Íslendinga væri orðinn það ógnvænlegur, að aðstoðar AGS væri þörf, hefði átt að segja mönnum eitthvað annað, en að allir væru á móti þeim.  Það væri gott að fá að vita hverjir tóku þessa ákvörðun, sem svo gott sem felldi íslensku bankana nokkrum vikum síðar.  Þetta er sérlega forvitnilegt í ljósi þess, að ríkisstjórnir Ungverjalands og Úkraínu ákváðu að leita til AGS áður en allt var komið í óefni til að koma í veg fyrir sams konar kollsteypu og hér varð.

En það er ekki sanngjarnt að beina allri sökinni að ríkisstjórn og Seðlabanka.  Ég hef á undanförnum vikum heyrt og lesið alls konar sögur af fólki sem vissi með góðum fyrirvara að eitthvað mikið væri að gerast.  Þannig er sagan af einum af lögmönnum bankanna, sem varaði samferðafólk sitt við því í febrúar að allt ætti eftir að fara á hausinn í byrjun október.  Samferðafólkið skellti skollaeyrum við og áleit manni vera að rugla.  Ég spyr bara, ef þessi lögmaður var svona viss um að allt færi yfir um 7 - 8 mánuðum áður en kollsteypan varð, af hverju var ekki hægt að bregðast við.  Önnur saga er af lögmanni sem sagði sambærilega sögu um mitt sumar, nema hann varaði viðmælendur sína við að geyma fjárfestingar sínar í ákveðnum sjóðum og hlutabréfum tiltekinna fyrirtækja.  Vonandi hlustaði einhver á hann.  Þriðja sagan er af manninum, sem las það út úr vanda Eimskipa vegna ábyrgða hjá XL, að Landsbankinn væri að komast í þrot.  Hans rök voru, að fyrst að Björgólfarnir yrðu að gangast í ábyrgðir, þá væri fokið í flest skjól hjá Landsbankanum.  Hann kom peningunum sínum í betri geymslu. Raunar labbaði hann inn í bankann sinn með nokkrar ferðatöskur og tók út 70 milljónir í reiðufé.  Mikið hefði verið gott að hafa 100.000 kr. seðil í umferð í staðinn fyrir að hafa þetta allt í 5.000 kr. seðlum.


mbl.is Rússar beðnir ásjár í ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sá sem sig ofmetur er oftar en ekki með vanmat í sálinni.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.12.2008 kl. 01:03

2 identicon

Já, þetta vekur furðu manns. Einhverra hluta vegna vildi ríkisstjórnin ekki hlusta. Sneri svo hruninu upp í stríð við erlenda seðlabanka, ríkisstjórnir og aðrar ódáinsmenn erlenda. "Við látum ekki kúga okkur" var viðkvæðið og reynt var, með nokkrum árangri, að reyna telja okkur trú um að ríkisstjórnin og jafnvel útrásartröllin hefðu hvergi komið nærri hruninu og þjóðargjaldþrotinu. Fáránlegt ástand. Súrrealískt ástand.

kv, Ari

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 02:39

3 Smámynd: Andrés.si

Þetta með að minna á en hlusta ekki er kannski íslenskur einkeni.

1996 sagði ég ýfirmaninum þar sem ég hef starfað þá að Davið er bara fífl. Karlin, sjálfur harður sjálstæðismaður gaf mér á kjaft. :) Hann er orðin um  78 í dag  en ég verður samt að hringja í hann og spyrja hvort hann muni eftir þessu. Og sjálsagt. Ég má ekki gleyma að spyrja hann hvernig fór hann með 0,25% hlut í Eimskip sem er sjálfsagt mjög mikið fyrir einstakling. :)

Andrés.si, 3.12.2008 kl. 03:28

4 identicon

Ætli Hvítþvottarbókin muni nefna skýrslu Carsten Valgreen og Lars Christensen Iceland:frá miðju ári 2006 og viðtökurnar sem þeir fengu?

http://findarticles.com/p/articles/mi_qn4156/is_20060409/ai_n16179446/pg_1?tag=artBody;col1

CARSTEN Valgreen had never experienced anything quite like it.

Prime ministers, finance ministers, central bankers and famous entrepreneurs: all were suddenly enemies of Danske Bank's chief economist. And very public enemies they were, too. "It was amazing, " he says. "They attacked me through the press." His crime? He was the man who pointed at Europe's best performing economy, the economic emperor draped in fiscal finery, and said it was naked. His was the sharp insight that pricked the Icelandic bubble.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 277
  • Frá upphafi: 1680565

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband