Leita í fréttum mbl.is

Er dómsmálaráđherra ađ hvetja til lögbrota!

Ég verđ ađ viđurkenna, ađ ég átta mig ekki alltaf á dómsmálaráđherra ţjóđarinnar.  Hann heldur úti vefsíđu, ţar sem hann tjáir sig sem einstaklingurinn Björn Bjarnason.  Međ ţessu ţá vill hann gera greinarmun á einstaklingnum Birni Bjarnasyni og dómsmálaráđherranum Birni Bjarnasyni.  Eins og margt annađ í ţessu ţjóđfélagi, ţá yrđi ţetta hvergi annars stađar liđiđ. 

Nú ćtla ég ekki ađ takmarka tjáningarfrelsi Björns á nokkurn hátt, en mér finnst mikilvćgt ađ hann greini á milli almennrar stjórnmálaumrćđu og skođun sinni á málefnum sem ekki falla undir ráđuneyti sitt og ţeirra atriđa sem falla undir ráđuneytiđ.  Mér finnst, td., ekki viđeigandi ađ hann tjái sig um ađ brot á lögum séu sjálfsögđ.  Hann getur alveg haft skođun á ţví ađ breyta eigi ţessum ákvćđum í ţeirri rannsókn sem fara mun fram, en ađ hann réttlćti lögbrotin finnst mér ekki hćfa dómsmálaráđherra ţjóđarinnar.


mbl.is Björn: Fjölmiđlar marklausir viđ núverandi ađstćđur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ţór Strand

Marinó finnst ţér í alvöru ađ ţađ eigi ekki ađ aflétta bankaleynd?

Finnst ţér í lagi ađ örfáir menn sem settu ţjóđina á hausinn viđskiptum sínum eigi ađ njóta verndar?

Einar Ţór Strand, 23.11.2008 kl. 21:42

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Einar Ţór, ţú mátt ekki tengja saman skođun minni á ţví hvort létta eigi bankaleynd og ţví sem ég er ađ benda á.  Sem stendur eru í gildi lög um bankaleynd.  Ţar til ađ sett eru sérlög um ţessi mál ţar sem bankaleyndinni er aflétt, ţá eru ţau í gildi.  Ég vil ađ viđ förum ađ lögum.  Bćđi núna og síđar.  Ég vil ađ sett verđi lög um whistleblowers, sem gerir fólki kleift ađ koma fram og greina frá atriđum sem stangast á viđ lög, ţó svo ađ međ ţví sé fólk ađ brjóta önnur lög.  Ég vil ađ sett verđi sérlög um rannsóknina á falli bankanna, falli hagkerfisins, framkvćmd peningamálastefnunnar og fleira ţessu tengt. En ţar til slík lög verđa sett, ţá gilda lög um bankaleynd hvort sem okkur líkar ţađ betur eđa verr.

Marinó G. Njálsson, 23.11.2008 kl. 21:56

3 Smámynd: Einar Ţór Strand

Get fallist á ţađ en međ ţá handónýtu ţingmenn sem sitja á Alţingi ţá verđa ţessi lög seinnt sett og ekki stefnir í ţađ ađ nokkur flokkur muni skipta út öllum ţeim sem eru í frambođi ţannig.

Einar Ţór Strand, 23.11.2008 kl. 22:06

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ţađ vill svo til ađ Björn Bjarnason lýsti ţví yfir í Kastljósviđtali 6. nóvember ađ huga ţyrfti ađ setningu laga/reglna um blístrara (whistleblowers).  Nú verđum viđ bara ađ sjá hversu langt sú vinna er komin.

Marinó G. Njálsson, 23.11.2008 kl. 22:22

5 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Mér finnst ţađ bara ekki hćfa ađ hafa upphrópunarmerki í ţessari fyrirsögn.

Magnús V. Skúlason, 23.11.2008 kl. 23:28

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Upphrópun eđa spurningarmerki.  Skiptir ţađ máli?

Marinó G. Njálsson, 23.11.2008 kl. 23:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1680022

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband