Leita í fréttum mbl.is

Smjörklípur um allt - Er verið að afvegaleiða þjóðina?

Ég tek eftir því að það er verið að henda smjörklípum um allt til að leiða umræðuna frá aðalviðfangsefninu.  Það virðist ekki skipta mála með hvaða fjölmiðli maður fylgist með, alls konar furðulegar sögur eru farnar að dúkka upp eða athyglinni er beint að aukaatriðum í stað aðalatriða.  Mig langar að nefna þrjú dæmi um þetta sem komu upp um helgina:

  1. Agnes Bragadóttir "skúbbaði" 3 ára gamalli frétt um að Hannes Smárason hefði hugsanlega lánað Pálma Haraldssyni fyrir kaupverðinu á Sterling.  Aðrir fjölmiðlar bitu á agnið og hafa eytt ómældum tíma í að endursegja gamlar fréttir.
  2. Birt er grein í Morgunblaðinu þar sem bent er að Jón Ásgeir sé ennþá skráður í stjórnir 13 hlutafélaga.  Aðrir fjölmiðlar bíta á agnið og eyða tíma og plássi í þetta.
  3. Haldinn er fjölmennur mótmælafundur á Austurvelli.  Fáeinir einstaklingar á fundinum kasta eggjum í Alþingishúsið og "saurga" það og tveir klifra upp á þak. Varla er minnst á fundinn og ekkert á málflutning fundarmanna.

Ég get ekki að því gert, en mér finnst eins og einhver áróðursvél sé komin í gang, sem hefur það að markmiði að beina athyglinni frá klúðri ráðamanna.

Ég er búinn að bíða eftir því í meira en mánuð að fá að vita nákvæmlega hvað gerðist í undanfara þjóðnýtingar Glitnis.  Þetta er áhrifaríkasta ákvörðun sem tekin hefur verið í lýðveldissögu þjóðarinnar og hvernig væri nú að Agnes "skúbbari" reyni nú að skúbba nýrri frétt en 3 ára gamalli sem fjallað var ítarlega um á sínum tíma.  Hvernig væri að einhver alvöru blaðamaður skoðaði, með hjálp sérfræðings, hvaða áhrif tillögur ríkisstjórnarinnar varðandi atvinnuleysistryggingarsjóð hafa á atvinnumarkaðinn eða hvaða úrræði væru önnur eða hvað Tryggvi Þór Herbertsson var að gefa í skyn í viðtalinu við Björn Inga á laugardaginn eða að menn köfuðu ofan í orð Davíðs Oddssonar í Kastljósviðtalinu á sínum tíma eða menn fengju á hreint hvað var reynt í sumar, hvaða svör fengust og hvers vegna þessi svör fengust.  Það eru svo mörg mál sem eru mun brýnni en 3 ára gömul saga um Hannes Smárason.  Trúverðugleiki Hannesar er ekki það sem skiptir máli, heldur skiptir máli að skilja af hverju þrír stærstu bankar landsins hrundu í byrjun október, hvaða skuldir og ábyrgðir við sitjum uppi með vegna hrunsins, hvernig ætlunin er að halda atvinnurekstri í landinu gangandi, hvaða aðgerðahópar á vegum ríkisstjórnarinnar eru í gangi og hvað þeir eru að fást við, hvað ríkisstjórnin er yfirhöfuð að gera til að rétta þjóðarskútuna af, hver aðkoma Alþingis er að málum.  Mér þætti líka forvitnilegt að fá alvöru fréttaskýringu, sem fjallaði um hvað er satt og logið varðandi icesave.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vil benda á að það var haldinn fundur af ráðamönnum þjóðarinnar með forsvarsmönnum fjölmiðla, Páli Magnússyni, Þorsteini Pálssni og einhverjum fleirum, þetta var lokaður fundur, sem einvörðungu sérvaldir menn fengu að sitja.  Þar var mjög líklega lagðar línur um hvernig ætti að bregðast við til að afvegaleiða fréttirnar af ástandinu.  En furðulega lítið hefur verið fjallað um þetta opinberlega, eða ekki svo skrýtið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2008 kl. 11:14

2 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl, það er ótrúleg þöggun í þjóðfélaginu en sem betur fer er fólk byrjað á að rísa upp og mótmæla.  Í Mannamáli á Stöð 2 s.l. sunnudagskvöld var fjallað um stjórnmálaflokkana hér á landi en ekki minnst einu orði á Frjálslynda flokkinn.  Það er reynt að þakka niður í  FF  eins og hægt er. 

 Frjálslyndi flokkurinn hefur langt fram margar góðar tillögur fram á alþingi í þágu fólksins í landinu en þær þaggaðar niður.  Ástandið hér á landi er orðið óþolandi svo ekki sé meira sagt. 

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 10.11.2008 kl. 12:10

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Með fullri virðingu, Ásgerður Jóna, þá mun Frjálslyndi flokkurinn líða fyrir það í mjög langan tíma að hann hafi verið stofnaður af Landsbankastjóra í fýlu.  Það sem er þjóðinni fyrir bestu er að enginn núverandi stjórnmálaflokka verði kjörgengur í næstu kosningum.

Ég slekk orðið á hljóðinu þegar stjórnmálaforingjarnir tala.  Það kemur alltaf sama froðann frá þeim.  "Ég ber enga ábyrgð."  Verið bara fegin að sitja ekki við hliðina á þeim, þegar þeir fara með þessa möntru.

Marinó G. Njálsson, 10.11.2008 kl. 12:32

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þögnin í kring um störf Seðlabankastjór og hans áhrif á atburði haustsins er með ólíkindum. Skjaldborgin í kringum þennann mann er svo algjör. Það er nánastsama hvaða sökum hann er borinn, það er ekki farið ofan í málin og sagt frá því hvernig hlutirnir gengu fyrir sig í raun.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.11.2008 kl. 23:43

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þögnin í kring um störf Seðlabankastjóra og hans áhrif á atburði haustsins er með ólíkindum. Skjaldborgin í kringum þennann mann er svo algjör. Það er nánast sama hvaða sökum hann er borinn, það er ekki farið ofan í málin og sagt frá því hvernig hlutirnir gengu fyrir sig í raun.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.11.2008 kl. 23:44

6 identicon

Nákvæmlega Marínó, það er einmitt verið að henda þessum klípum út um allt til að dreifa athygli okkar frá aðalatriðinum. Við bloggarar verðum að vera duglegir við að benda fólki á smjörklípurnar.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1681299

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband